Hart vegið að tjáningarfrelsi Íslendinga 10. júní 2015 11:45 Í 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er fjallað um tjáningarfrelsi en greini er svohljóðandi;1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. (...)2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla. Í nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (máli Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu nr. 3) var íslenska ríkið enn eina ferðina dæmt brotlegt við 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Alls hefur íslenska ríkið verið dæmt brotlegt við tjáningarfrelsi sáttmálans í fimm skipti og var í þeim öllum um að ræða fjölmiðlafólk sem hafði verið dæmt í Hæstarétti fyrir skrif sín. Dómur Mannréttindadómstólsins fjallar um dóm Hæstaréttar frá 11. mars 2010 þar sem Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms og dæmdi Erlu Hlynsdóttur fjölmiðlakonu á DV ásamt Sigurjóni Magnúsi Egilssyni þáverandi ritstjóra blaðsins til að greiða bætur fyrir ummæli sem birtust í grein DV árið 2007. Aðdragandi málsins var sá að stefnandinn í málinu hafði verið ákærður fyrir meint kókaínsmygl þar sem kókaíni hafði verið komið fyrir í bifreið í skipi sem var á leið til landsins. Laut umfjöllun DV að hinum ákærða en hann hafði tollafgreitt bifreiðina og verið handtekinn í kjölfarið. Skömmu eftir birtingu greinarinnar í DV var hinn ákærði sýknaður og í kjölfarið var Erla lögsótt fyrir umfjöllun sína í DV ásamt ritstjóra blaðsins og var þess krafist að tiltekin ummæli úr greininni, m.a. ummælin ,,hræddir kókaínsmyglarar” sem birtust á forsíðu DV, yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem að stefndu yrði gert að greiða bætur.Tjáningarfrelsið verndað í héraði Í héraðsdómi voru Erla og Sigurjón sýknuð á grundvelli tjáningarfrelsisins. Vísaði dómarinn m.a. til þess að ,,(T)jáningarfrelsið nýtur verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, þótt því séu settar skorður í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir að tjáningarfrelsinu megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða (...) vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum.” Þetta ákvæði endurspeglast í 10. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem fram kemur að tjáningarfrelsið eru mannréttindi sem séu ekki háð takmörkunum né viðurlögum nema mælt sé fyrir um þau í lögum og að þau séu nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, m.a. til verndar mannorði eða réttindum annarra. Í héraði vó dómarinn tjáningarfrelsi blaðakonunnar á móti hagsmunum hins ákærða til að njóta friðhelgi einkalífs, og tók sérstaklega fram að hin umdeildu ummæli hafi birst í umfjöllun um opinbert sakamál, þar sem réttað var yfir manni sem hafði verið ákærður fyrir alvarlegan glæp. Taldi dómarinn að fréttaflutning fjölmiðlakonunnar yrði að telja eðlilegan hluta af starfi hennar sem fréttamanns, og að ekki yrði hægt að gera þá kröfu að blaðamenn biðu eftir dómsniðurstöðum til að gera fjallað um einstök sakamál í fjölmiðlum. Taldi dómarinn því ummælin falla undir tjáningarfrelsi blaðakonunnar og sýknaði hana ásamt ritsjóra blaðsins með tilvísun í 73. gr. stjórnarskrárinnar.Afgreiðsla Hæstaréttar Á hinn bóginn taldi Hæstiréttur, m.a. vegna þess að hinn meinti kókaínsmyglari hafði verið sýknaður stuttu eftir fréttaflutning DV af málinu, að ummælin fælu í sér ,,aðdróttun í garð áfrýjanda og eru ekki efni til annars en að verða við kröfu hans um ómerkingu þeirra”. Að mati Hæstaréttar hafði í greininni verið fullyrt um atburði án fyrirvara um að tekist væri á um þá fyrir dómi. Þar sem Erla var höfundur greinarinnar bar hún fébótaábyrgð ásamt ritstjóra blaðsins og voru þau því dæmd til að greiða sameiginlega bætur til hins stefnandans fyrir ummælin ,,kókaínsmyglarar” og að annar sakborninganna hefði tekið bifreiðina þar sem kókaínið fannst í sínar vörslur ,,í þeirri trú að kókaínið væri á sínum stað”. Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur lagagildi hér á landi. Dómar Mannréttindadómstólsins eru enn fremur bindandi fyrir íslenska ríkið. Skýra ber ákvæði stjórnarskrárinnar í samræmi við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu auk dómaframkvæmdar Mannréttindadómstólsins. Athygli vekur að Hæstiréttur fjallar í dómi sínum hvorki um 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu né 73. gr. stjórnarskrár Íslands sem fjalla um tjáningarfrelsi og leyfilegar takmarkanir á því. Skilyrði þar að lútandi hafa verið mótuð af dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sem ber að miða við við mat á því hvort takmarkanir á réttindum samkvæmt 10. gr. séu réttlætanlegar.Dómur Mannréttindadómstólsins frá 2. júní 2015 Að mati Mannréttindadómstóls Evrópu hafa fjölmiðlar veigamiklu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu og njóta víðtæks frelsis til að fjalla um það sem talið er eiga erindi við almenning hverju sinni. Frelsi fjölmiðla nær einnig yfir fréttaflutning sem kann að vera ýktur að einhverju leyti og jafnvel ögrandi. Fjölmiðlar gegna hlutverki sem eins konar varðhundur almennings, en þessu hlutverki fylgja líka skyldur, sér í lagi þegar fréttaflutningur varðar réttindi og mannorð annarra, eins og í því máli sem hér er til umfjöllunar. Að mati dómsins átti umfjöllun blaðakonunnar fullt erindi við almenning þar sem um var að ræða sakamál í einu stærsta fíkniefnasmygli á Íslandi. Dómurinn taldi einnig nauðsynlegt að meta það hvort blaðakonan hafi skrifað greinina þar sem fram komu hin umdeildu ummæli, í góðri trú um að staðhæfingar greinarinnar væru réttar og sannar, á þeim tíma sem greinin var skrifuð. Því var það ekki talið skipta sköpum, hvort hinn meinti smyglari hafi síðar verið sýknaður af þeim sakargiftum sem á hann voru bornar. Hafði blaðakonan byggt umfjöllum sína á upplýsingum sem fengnar voru beint frá gögnum ákæruvaldsins, og því engin ástæða fyrir hana til annars en að trúa því að hún væri að byggja umfjöllun sína á áreiðanlegum heimildum. Dómurinn taldi að íslenska ríkinu hefði ekki tekist að sýna nægilega fram á að að fjölmiðlakonan hafði verið í vondri trú á þeim tíma sem hún skrifaði blaðagreinina eða að hún hefði hegðað sér að öðru leyti í ósamræmi við starfsskyldur sínar sem ábyrgur fréttamaður sem flytur fréttir af máli sem á erindi til almennings. Enn fremur taldi dómurinn þær ástæður Hæstaréttar sem lágu að baki þeim skorðum sem settar voru tjáningarfrelsi blaðakonunnar, ekki nægilegar til að teljast ,,nauðsynlegar í lýðræðislegu þjóðfélagi” og komst þar af leiðandi að þeirri niðurstöðu að 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hefði verið brotin. Frá stofnun dómstólsins árið 1959 hefur íslenska ríkið verið dæmt brotlegt við mannréttindasáttmálann í alls 13 skipti. Í fimm málum af þessum 13 var um að ræða brot á tjáningarfrelsi samkvæmt 10. gr., en það verður að teljast ansi hátt hlutfall. Sýnilega er um að ræða brotalöm í afgreiðslu slíkra mála í Hæstarétti enda brýtur dómaframkvæmdin í bága við mannréttindi íslendinga og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur tekið á herðar sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er fjallað um tjáningarfrelsi en greini er svohljóðandi;1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. (...)2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla. Í nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (máli Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu nr. 3) var íslenska ríkið enn eina ferðina dæmt brotlegt við 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Alls hefur íslenska ríkið verið dæmt brotlegt við tjáningarfrelsi sáttmálans í fimm skipti og var í þeim öllum um að ræða fjölmiðlafólk sem hafði verið dæmt í Hæstarétti fyrir skrif sín. Dómur Mannréttindadómstólsins fjallar um dóm Hæstaréttar frá 11. mars 2010 þar sem Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms og dæmdi Erlu Hlynsdóttur fjölmiðlakonu á DV ásamt Sigurjóni Magnúsi Egilssyni þáverandi ritstjóra blaðsins til að greiða bætur fyrir ummæli sem birtust í grein DV árið 2007. Aðdragandi málsins var sá að stefnandinn í málinu hafði verið ákærður fyrir meint kókaínsmygl þar sem kókaíni hafði verið komið fyrir í bifreið í skipi sem var á leið til landsins. Laut umfjöllun DV að hinum ákærða en hann hafði tollafgreitt bifreiðina og verið handtekinn í kjölfarið. Skömmu eftir birtingu greinarinnar í DV var hinn ákærði sýknaður og í kjölfarið var Erla lögsótt fyrir umfjöllun sína í DV ásamt ritstjóra blaðsins og var þess krafist að tiltekin ummæli úr greininni, m.a. ummælin ,,hræddir kókaínsmyglarar” sem birtust á forsíðu DV, yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem að stefndu yrði gert að greiða bætur.Tjáningarfrelsið verndað í héraði Í héraðsdómi voru Erla og Sigurjón sýknuð á grundvelli tjáningarfrelsisins. Vísaði dómarinn m.a. til þess að ,,(T)jáningarfrelsið nýtur verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, þótt því séu settar skorður í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir að tjáningarfrelsinu megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða (...) vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum.” Þetta ákvæði endurspeglast í 10. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem fram kemur að tjáningarfrelsið eru mannréttindi sem séu ekki háð takmörkunum né viðurlögum nema mælt sé fyrir um þau í lögum og að þau séu nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, m.a. til verndar mannorði eða réttindum annarra. Í héraði vó dómarinn tjáningarfrelsi blaðakonunnar á móti hagsmunum hins ákærða til að njóta friðhelgi einkalífs, og tók sérstaklega fram að hin umdeildu ummæli hafi birst í umfjöllun um opinbert sakamál, þar sem réttað var yfir manni sem hafði verið ákærður fyrir alvarlegan glæp. Taldi dómarinn að fréttaflutning fjölmiðlakonunnar yrði að telja eðlilegan hluta af starfi hennar sem fréttamanns, og að ekki yrði hægt að gera þá kröfu að blaðamenn biðu eftir dómsniðurstöðum til að gera fjallað um einstök sakamál í fjölmiðlum. Taldi dómarinn því ummælin falla undir tjáningarfrelsi blaðakonunnar og sýknaði hana ásamt ritsjóra blaðsins með tilvísun í 73. gr. stjórnarskrárinnar.Afgreiðsla Hæstaréttar Á hinn bóginn taldi Hæstiréttur, m.a. vegna þess að hinn meinti kókaínsmyglari hafði verið sýknaður stuttu eftir fréttaflutning DV af málinu, að ummælin fælu í sér ,,aðdróttun í garð áfrýjanda og eru ekki efni til annars en að verða við kröfu hans um ómerkingu þeirra”. Að mati Hæstaréttar hafði í greininni verið fullyrt um atburði án fyrirvara um að tekist væri á um þá fyrir dómi. Þar sem Erla var höfundur greinarinnar bar hún fébótaábyrgð ásamt ritstjóra blaðsins og voru þau því dæmd til að greiða sameiginlega bætur til hins stefnandans fyrir ummælin ,,kókaínsmyglarar” og að annar sakborninganna hefði tekið bifreiðina þar sem kókaínið fannst í sínar vörslur ,,í þeirri trú að kókaínið væri á sínum stað”. Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur lagagildi hér á landi. Dómar Mannréttindadómstólsins eru enn fremur bindandi fyrir íslenska ríkið. Skýra ber ákvæði stjórnarskrárinnar í samræmi við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu auk dómaframkvæmdar Mannréttindadómstólsins. Athygli vekur að Hæstiréttur fjallar í dómi sínum hvorki um 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu né 73. gr. stjórnarskrár Íslands sem fjalla um tjáningarfrelsi og leyfilegar takmarkanir á því. Skilyrði þar að lútandi hafa verið mótuð af dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sem ber að miða við við mat á því hvort takmarkanir á réttindum samkvæmt 10. gr. séu réttlætanlegar.Dómur Mannréttindadómstólsins frá 2. júní 2015 Að mati Mannréttindadómstóls Evrópu hafa fjölmiðlar veigamiklu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu og njóta víðtæks frelsis til að fjalla um það sem talið er eiga erindi við almenning hverju sinni. Frelsi fjölmiðla nær einnig yfir fréttaflutning sem kann að vera ýktur að einhverju leyti og jafnvel ögrandi. Fjölmiðlar gegna hlutverki sem eins konar varðhundur almennings, en þessu hlutverki fylgja líka skyldur, sér í lagi þegar fréttaflutningur varðar réttindi og mannorð annarra, eins og í því máli sem hér er til umfjöllunar. Að mati dómsins átti umfjöllun blaðakonunnar fullt erindi við almenning þar sem um var að ræða sakamál í einu stærsta fíkniefnasmygli á Íslandi. Dómurinn taldi einnig nauðsynlegt að meta það hvort blaðakonan hafi skrifað greinina þar sem fram komu hin umdeildu ummæli, í góðri trú um að staðhæfingar greinarinnar væru réttar og sannar, á þeim tíma sem greinin var skrifuð. Því var það ekki talið skipta sköpum, hvort hinn meinti smyglari hafi síðar verið sýknaður af þeim sakargiftum sem á hann voru bornar. Hafði blaðakonan byggt umfjöllum sína á upplýsingum sem fengnar voru beint frá gögnum ákæruvaldsins, og því engin ástæða fyrir hana til annars en að trúa því að hún væri að byggja umfjöllun sína á áreiðanlegum heimildum. Dómurinn taldi að íslenska ríkinu hefði ekki tekist að sýna nægilega fram á að að fjölmiðlakonan hafði verið í vondri trú á þeim tíma sem hún skrifaði blaðagreinina eða að hún hefði hegðað sér að öðru leyti í ósamræmi við starfsskyldur sínar sem ábyrgur fréttamaður sem flytur fréttir af máli sem á erindi til almennings. Enn fremur taldi dómurinn þær ástæður Hæstaréttar sem lágu að baki þeim skorðum sem settar voru tjáningarfrelsi blaðakonunnar, ekki nægilegar til að teljast ,,nauðsynlegar í lýðræðislegu þjóðfélagi” og komst þar af leiðandi að þeirri niðurstöðu að 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hefði verið brotin. Frá stofnun dómstólsins árið 1959 hefur íslenska ríkið verið dæmt brotlegt við mannréttindasáttmálann í alls 13 skipti. Í fimm málum af þessum 13 var um að ræða brot á tjáningarfrelsi samkvæmt 10. gr., en það verður að teljast ansi hátt hlutfall. Sýnilega er um að ræða brotalöm í afgreiðslu slíkra mála í Hæstarétti enda brýtur dómaframkvæmdin í bága við mannréttindi íslendinga og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur tekið á herðar sér.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun