Um mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliða 10. júní 2015 15:32 Frjáls félagasamtök eru útbreidd alls staðar í heiminum og fer fjöldi þeirra vaxandi. Þau leika stórt hlutverk í alþjóðlegu starfi, þjónustu við íbúa samfélaga og berjast fyrir málstað og réttindum ýmissa hópa. Þau koma á tengslaneti milli fólks og auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Oft á tíðum byggir starfsemi slíkra samtaka á sjálfboðaliðum sem leggja fram störf sín endurgjaldslaust í þágu meðborgara sinna og samfélagsins. Í rannsóknum hefur komið fram að tæpur þriðjungur Íslendinga 18 ára og eldri tók þátt í sjálfboðastörfum 2009-2010 og 75% landsmanna voru í félögum.Samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliða Alþjóðlegar rannsóknir á vegum John Hopkins háskóla sýna fram á að framlag frjálsra félagasamtaka og sjálfboðastarfa skiptir miklu máli sem hlutfall af heildarvinnuafli þjóða og í heildarþjóðarframleiðslu. Íslenskar rannsóknir benda til að umfang og framlag félagasamtaka og sjálfboðastarfa sé mikið og slík samtök vinni ómetanlegt hugsjónastarf til að skapa betra samfélag hér á landi.Áskoranir og Almannaheill - samtök þriðja geirans. Félagasamtök standa frammi fyrir mörgum áskorunum og líklegt að hlutverk þeirra í samfélaginu verði enn meira ef marka má þá þróun sem verið hefur í öðrum löndum. Hér á landi hefur stefnumörkun, löggjöf og skattaumhverfi á þessu sviði ekki verið með viðunandi hætti. Almannaheill, regnhlífarsamtök þriðja geirans hafa frá upphafi þrýst á stjórnvöld að bæta þetta umhverfi. Það er því ánægjulegt að leggja á fyrir frumvarp um frjáls félagasamtök á vettvangi almannaheilla á næstkomandi haustþingi.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Funds fólksins í Vatnsmýrinni og þar verður meðal annars efnt til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn.Höfundur er stjórnarkona í Almannaheillum og dósend við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Frjáls félagasamtök eru útbreidd alls staðar í heiminum og fer fjöldi þeirra vaxandi. Þau leika stórt hlutverk í alþjóðlegu starfi, þjónustu við íbúa samfélaga og berjast fyrir málstað og réttindum ýmissa hópa. Þau koma á tengslaneti milli fólks og auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Oft á tíðum byggir starfsemi slíkra samtaka á sjálfboðaliðum sem leggja fram störf sín endurgjaldslaust í þágu meðborgara sinna og samfélagsins. Í rannsóknum hefur komið fram að tæpur þriðjungur Íslendinga 18 ára og eldri tók þátt í sjálfboðastörfum 2009-2010 og 75% landsmanna voru í félögum.Samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliða Alþjóðlegar rannsóknir á vegum John Hopkins háskóla sýna fram á að framlag frjálsra félagasamtaka og sjálfboðastarfa skiptir miklu máli sem hlutfall af heildarvinnuafli þjóða og í heildarþjóðarframleiðslu. Íslenskar rannsóknir benda til að umfang og framlag félagasamtaka og sjálfboðastarfa sé mikið og slík samtök vinni ómetanlegt hugsjónastarf til að skapa betra samfélag hér á landi.Áskoranir og Almannaheill - samtök þriðja geirans. Félagasamtök standa frammi fyrir mörgum áskorunum og líklegt að hlutverk þeirra í samfélaginu verði enn meira ef marka má þá þróun sem verið hefur í öðrum löndum. Hér á landi hefur stefnumörkun, löggjöf og skattaumhverfi á þessu sviði ekki verið með viðunandi hætti. Almannaheill, regnhlífarsamtök þriðja geirans hafa frá upphafi þrýst á stjórnvöld að bæta þetta umhverfi. Það er því ánægjulegt að leggja á fyrir frumvarp um frjáls félagasamtök á vettvangi almannaheilla á næstkomandi haustþingi.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Funds fólksins í Vatnsmýrinni og þar verður meðal annars efnt til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn.Höfundur er stjórnarkona í Almannaheillum og dósend við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar