Arnarnesvegur lengdur á næstu 15 mánuðum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2015 21:01 Lægsta boð sem Vegagerðin fékk í gerð Arnarnesvegar reyndist sextíu milljónum króna yfir kostnaðaráætlun og raunar var ekkert tilboð undir áætlun í fjórum útboðverkum sem opnuð voru í dag. Framlenging Arnarnesvegar er með stærri útboðsverkum um árabil og ætlað að greiða fyrir umferð í austurbyggðum Kópavogs en vegurinn á að vera tilbúinn eftir rúmt ár, fyrir 1. september 2016. Síðar mun hann tengjast Breiðholtsbraut og verða lykiltenging milli úthverfa á Reykjavíkursvæðinu.Vegarkaflinn verður lagður milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar í austanverðum Kópavogi.Það var hins vegar fámennt við tilboðsopnun hjá Vegagerðinni en lægsta boð barst frá Suðurverki og Loftorku, upp á 769 milljónir króna, ríflega 60 milljónum yfir kostnaðaráætlun. Aðeins bárust þrjú tilboð, hin tvö voru frá Íslenskum aðalverktökum og The Istak-Aarsleff í Danmörku.Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að hann hefði talið að Vegagerðin fengið 12 til 15 tilboð í verk sem þetta fyrir 6-8 árum síðan. Þetta lýsi deifð á verktakamarkaði. Vegagerðin opnaði tilboð í fjögur verk í dag og þar vakti athygli annarsvegar hversu fá tilboð bárust og hins vegar að ekkert einasta þeirra var undir kostnaðaráætlun. Í dýpkun Hornafjarðarhafnar barst eitt tilboð, frá Björgun, hátt yfir kostnaðaráætlun, í gerð Hólavegur í Eyjafirði einnig aðeins eitt boð, frá G. Hjálmarssyni, einnig vel yfir kostnaðaráætlun og tvö boð í efnisvinnslu á Norðurlandi vestra reyndust bæði yfir.Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jónas Snæbjörnsson telur þetta afleiðingu af miklum samdrætti. Menn hafi þurft að sækja til útlanda þar sem fá verkefni hafi verið hérlendis. Fyrirtækjafjöldinn hafi dregist saman. Tengdar fréttir Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Lægsta boð sem Vegagerðin fékk í gerð Arnarnesvegar reyndist sextíu milljónum króna yfir kostnaðaráætlun og raunar var ekkert tilboð undir áætlun í fjórum útboðverkum sem opnuð voru í dag. Framlenging Arnarnesvegar er með stærri útboðsverkum um árabil og ætlað að greiða fyrir umferð í austurbyggðum Kópavogs en vegurinn á að vera tilbúinn eftir rúmt ár, fyrir 1. september 2016. Síðar mun hann tengjast Breiðholtsbraut og verða lykiltenging milli úthverfa á Reykjavíkursvæðinu.Vegarkaflinn verður lagður milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar í austanverðum Kópavogi.Það var hins vegar fámennt við tilboðsopnun hjá Vegagerðinni en lægsta boð barst frá Suðurverki og Loftorku, upp á 769 milljónir króna, ríflega 60 milljónum yfir kostnaðaráætlun. Aðeins bárust þrjú tilboð, hin tvö voru frá Íslenskum aðalverktökum og The Istak-Aarsleff í Danmörku.Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að hann hefði talið að Vegagerðin fengið 12 til 15 tilboð í verk sem þetta fyrir 6-8 árum síðan. Þetta lýsi deifð á verktakamarkaði. Vegagerðin opnaði tilboð í fjögur verk í dag og þar vakti athygli annarsvegar hversu fá tilboð bárust og hins vegar að ekkert einasta þeirra var undir kostnaðaráætlun. Í dýpkun Hornafjarðarhafnar barst eitt tilboð, frá Björgun, hátt yfir kostnaðaráætlun, í gerð Hólavegur í Eyjafirði einnig aðeins eitt boð, frá G. Hjálmarssyni, einnig vel yfir kostnaðaráætlun og tvö boð í efnisvinnslu á Norðurlandi vestra reyndust bæði yfir.Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jónas Snæbjörnsson telur þetta afleiðingu af miklum samdrætti. Menn hafi þurft að sækja til útlanda þar sem fá verkefni hafi verið hérlendis. Fyrirtækjafjöldinn hafi dregist saman.
Tengdar fréttir Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20
Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30
Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun