Sjálfvirk neyðarhemlun minnkar aftanákeyrslur um 38% Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 09:52 Sjálfvirk neyðarhemlun í bílum forðar mörgum árekstrunum. Sífellt fleiri bílar eru nú útbúnir sjálfvirkri neyðarhemlun sem sér um að stöðva þá ef stefnir í árekstur. Svo virðist sem full þörf sé fyrir slíkan búnað en könnun á vegum Euro NCAP og hinu ástralska ANCAP leiðir í ljós að þessi búnaður fækkar aftanákeyslum um 38%. Þessi búnaður virðist virka best á milli 30 og 50 kílómetra hraða. Ef farið er hraðar en 60 virðist þessi búnaður hinsvegar hafa lítil áhrif og hvorki minnkun né aukning er á árekstrum ef farið er svo hratt. Eini ókosturinn við þennan búnað í bílum er að með honum aukast líkur á að bílar sem á eftir þeim koma og ekki eru með slíkum búnaði séu líklegri til aftanákeyrsla. Þessu væri ekki að heilsa ef allir bílar væru með þessum búnaði, en þessi staðreynd sýnir að búnaðurinn er sneggri að bregðast við en mannleg viðbrögð við sömu aðstæður. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Sífellt fleiri bílar eru nú útbúnir sjálfvirkri neyðarhemlun sem sér um að stöðva þá ef stefnir í árekstur. Svo virðist sem full þörf sé fyrir slíkan búnað en könnun á vegum Euro NCAP og hinu ástralska ANCAP leiðir í ljós að þessi búnaður fækkar aftanákeyslum um 38%. Þessi búnaður virðist virka best á milli 30 og 50 kílómetra hraða. Ef farið er hraðar en 60 virðist þessi búnaður hinsvegar hafa lítil áhrif og hvorki minnkun né aukning er á árekstrum ef farið er svo hratt. Eini ókosturinn við þennan búnað í bílum er að með honum aukast líkur á að bílar sem á eftir þeim koma og ekki eru með slíkum búnaði séu líklegri til aftanákeyrsla. Þessu væri ekki að heilsa ef allir bílar væru með þessum búnaði, en þessi staðreynd sýnir að búnaðurinn er sneggri að bregðast við en mannleg viðbrögð við sömu aðstæður.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent