Viðskipti innlent

Bein útsending: Hvað þarf að gera til að fá gagnaver til landsins?

ingvar haraldsson skrifar
Landsvirkjun heldur fund um þarfir gagnaversiðnaðarins.
Landsvirkjun heldur fund um þarfir gagnaversiðnaðarins. vísir/vilhelm
Gagnaver hafa verið mikið til umræðu hér á landi að undanförnu. Vegna þess hefur Landsvirkjun boðað til fundar milli klukkan 9 og 10:30 á Grand Hótel Reykjavík og í beinni útsendingu á Vísi um hvaða þættir skipti máli í við val á staðsetningu gagnvera og hverjar þarfir gagnaversiðnaðarins séu.

Fundurinn er hluti af fundaröð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land með gagnsærri og faglegri umræðu um málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Setning fundar

Hvað skiptir máli við val á staðsetningu gagnavera?


Phil Schneider, forseti Site Selector’s Guild

Spurningar og svör

Pallborðsumræður -hverjar eru þarfir gagnaversiðnaðarins?

Phil Schneider, Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri hjá PwC, Guðbrandur R. Sigurðsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Opnum kerfum, Örn Orrason, yfirmaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Farice. Fundarstjóri er Elínrós Líndal, viðskiptastjóri Samtaka gagnavera á Íslandi

Fundarstjóri er Elínrós Líndal, viðskiptastjóri Samtaka gagnavera á Íslandi.

Fundinum er nú lokið en sjá má hann í heild sinni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×