Kristján Þór bætti vallarmetið eftir ótrúlegan hring | Ísland í öruggri forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2015 15:12 Kristján Þór Einarsson slær hér á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. Vísir/Stefán Kristján Þór Einarsson á sigurinn vísan í golfkeppni Smáþjóðaleikanna sem nú fara fram í reykjavík en hann er með níu högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn á morgun. Kristján spilaði frábærlega í dag eða á 64 höggum og bætti þar með vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann hefur verið undir 70 höggum alla keppnisdagana en á miðvikudag lék hann á 68 höggum og í gær á 69 höggum. Hann spilaði ótrúlegt golf í dag. Alls fékk sjö fugla og paraði hinar ellefu holurnar. Hann fékk fugla á fjórum holum í röð - frá þrettándu til þeirrar sextándu. Í liðakeppninni er Ísland sömuleiðis með örugga forystu. Ísland er á samtals sextán höggum undir pari eftir hringina þrjá en Malta er í öðru sæti á sex höggum yfir pari. Sandro Piaget frá Mónakó er í öðru sæti en hann lék á 66 höggum í dag sem er næstbesti hringur mótsins til þessa. Piaget er á samtals þremur undir pari og komst upp fyrir Harald Franklín Magnús sem er á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag. Andri Björnsson deilir svo fjórða sætinu með Kevin Esteve Rigaill frá Andorra en báðir eru þeir á tveimur höggum yfir pari. Andri lek á 73 höggum í dag. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kristján Þór Einarsson á sigurinn vísan í golfkeppni Smáþjóðaleikanna sem nú fara fram í reykjavík en hann er með níu högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn á morgun. Kristján spilaði frábærlega í dag eða á 64 höggum og bætti þar með vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann hefur verið undir 70 höggum alla keppnisdagana en á miðvikudag lék hann á 68 höggum og í gær á 69 höggum. Hann spilaði ótrúlegt golf í dag. Alls fékk sjö fugla og paraði hinar ellefu holurnar. Hann fékk fugla á fjórum holum í röð - frá þrettándu til þeirrar sextándu. Í liðakeppninni er Ísland sömuleiðis með örugga forystu. Ísland er á samtals sextán höggum undir pari eftir hringina þrjá en Malta er í öðru sæti á sex höggum yfir pari. Sandro Piaget frá Mónakó er í öðru sæti en hann lék á 66 höggum í dag sem er næstbesti hringur mótsins til þessa. Piaget er á samtals þremur undir pari og komst upp fyrir Harald Franklín Magnús sem er á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag. Andri Björnsson deilir svo fjórða sætinu með Kevin Esteve Rigaill frá Andorra en báðir eru þeir á tveimur höggum yfir pari. Andri lek á 73 höggum í dag.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira