Viðskipti innlent

Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin.
Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. Vísir/GVA
Stærstu kröfuhafar slitabúanna hafa lýst því yfir að þeir vilja ganga að stöðugleikaskilyrðum sem sett hafa verið fram í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Þetta sagði Sigurður Hannesson, formaður framkvæmdahóps um afnám fjármagnshafta, á kynningarfundi í Hörpu í hádeginu í dag.

Úr kynningu framkvæmdahópsins.
Skilyrðin fela í sér verulegar greiðslur frá slitabúunum til íslenska ríkisins. Á fundinum kom fram að yfirlýsing stærstu kröfuhafanna væri einungis fyrsta skrefið; framundan sé langt ferli þar sem slitastjórnirnar þurfa sjálfar að komast að sömu niðurstöðu og sannfæra aukinn meirihluta kröfuhafa um þá ráðstöfun.

Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin í apríl á næsta ári, sem tekur mið af eignum slitabúanna eins og þær verða um næstu áramót. Í kynningu framkvæmdahópsins segir að stöðugleikaskatturinn sé trygging almennings fyrir því að samræmi verði á milli orða og efnda slitabúanna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×