Guðjón Valur: Búinn að reyna við þennan í nokkur ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2015 06:00 Guðjón Valur skoraði 11 mörk um helgina. vísir/getty „Tilfinningin er góð,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, nýbakaður Evrópumeistari með Barcelona, í stuttu samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til landsliðsfyrirliðans var hann, ásamt félögum sínum, á leið heim til Barcelona frá Köln, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fór fram.Tókst í fimmtu tilraun Þetta var fimmta árið í röð sem Guðjón kemst til Kölnar, með fjórða liðinu, en hann hafði áður komist í undanúrslitin með Rhein-Neckar Löwen, AG Köbenhavn og Kiel. Frá 2011-2013 féllu lið landsliðsfyrirliðans út í undanúrslitunum en hann fór með Kiel í úrslitaleikinn í fyrra. Það var svo loks í ár sem takmarkið náðist. „Maður er búinn að reyna við þennan í nokkur ár en nú tókst það,“ sagði Guðjón og bætti við að biðin eftir Meistaradeildartitlinum hefði ekki verið farin að leggjast þungt á hann. Barcelona sló pólska liðið Vive Targi Kielce út í undanúrslitunum, 33-28. Börsungar voru með yfirhöndina nær allan leikinn. Katalóníuliðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14, og skoraði svo fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Þá kom mikill kraftur í Kielce-menn sem náðu að jafna leikinn. En á lokakaflanum skellti Danijel Saric í lás í marki Barcelona sem vann að lokum fimm marka sigur, 33-28. Guðjón Valur átti góðan leik í liði Börsunga og skoraði fimm mörk.Börsungar hafa unnið Meistaradeildina níu sinnum.vísir/gettyStórleikur Arons dugði ekki til Í úrslitaleiknum í gær mætti Barcelona svo ungverska stórliðinu Veszprém sem sló Kiel út í seinni undanúrslitaleiknum. Aron Pálmarsson fór á kostum í liði Kiel, gegn sínum verðandi samherjum í liði Veszprém, en íslenski landsliðsmaðurinn skoraði níu mörk í leiknum og átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en frábær byrjun Ungverjanna í seinni hálfleik gerði útslagið. Þeir komust fljótlega í 18-14 og það bil náði Kiel ekki að brúa. Veszprém vann að lokum fjögurra marka sigur, 31-27. Ekki tók betra við hjá lærisveinum Alfreðs í leiknum um 3. sætið sem þeir töpuðu 28-26 fyrir Kielce. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Veszprém komst tvívegis yfir í byrjun úrslitaleiksins en það voru einu skiptin sem liðið var með forystuna í gær. Börsungar náðu fljótlega undirtökunum en Ungverjarnir voru þó aldrei langt undan.Guðjón Valur var markahæstur Börsunga í úrslitaleiknum ásamt Nikola Karabatic. Þeir skoruðu báðir sex mörk.vísir/gettyGóður endasprettur skildi að „Það var ekki við öðru að búast, Veszprém er með frábært lið og er erfitt við að eiga,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum einfaldlega ánægðir með að hafa unnið leikinn. Vörnin og markvarslan hjá okkur í seinni hálfleik var aðeins betri en hjá þeim og það skilaði nokkrum hraðaupphlaupum,“ sagði Guðjón ennfremur en hann skoraði sex mörk í úrslitaleiknum og var markahæstur í liði Barcelona ásamt Nikola Karabatic sem var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar. Staðan var 14-10 í hálfleik, Barcelona í vil en Lazlo Nagý, fyrirliði Veszprém, minnkaði muninn í tvö mörk, 19-17, þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Þá gáfu Börsungar aftur í og unnu að lokum fimm marka sigur, 28-23. Þetta er í níunda sinn sem Barcelona vinnur Meistaradeildina. Aðspurður hvort það yrði tekið á móti liðsmönnum Barcelona með pompi og prakt við heimkomuna sagði Guðjón: „Ég veit ekkert hvað tekur við og mér er eiginlega alveg sama. Ég elti bara liðið og við fögnum þessum áfanga sem við náðum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Verður Guðjón Valur Evrópumeistari? Barcelona gæti unnið sinn níunda Meistaradeildartitil. 31. maí 2015 12:30 Níu mörk Arons dugðu ekki til Kiel beið lægri hlut fyrir Veszprem, 31-27, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta þar sem Aron skoraði 9 mörk fyrir Kiel. 30. maí 2015 17:47 Cupic sagði sögu af Guðjóni Val: Tók tveggja tíma æfingu eftir útileik og rútuferð „Ég spurði hann bara hvað hann væri að pæla?“ 30. maí 2015 10:00 Guðjón faðmar bikarinn að sér í sæluvímu Guðjón Valur setti skemmtilega mynd af sér í faðmlögum við Meistaradeildarbikarinn. 31. maí 2015 20:59 Guðjón Valur í úrslit annað árið í röð Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk þegar Barcelona vann fimm marka sigur á Kielce. 30. maí 2015 14:44 Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Metkosning í stjörnuliðið að þessu sinni en enginn Íslendingur komst í liðið. 29. maí 2015 21:45 Sjáðu ótrúlega markvörslu Palicka Sænski markvörðurinn Andreas Palicka hjá Kiel sýndi ótrúleg tilþrif í markinu hjá Kiel. 31. maí 2015 15:17 Guðjón Valur Evrópumeistari með Barcelona | Myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu með 28-23 sigri á Veszprem. 31. maí 2015 17:38 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Helgi sem Alfreð og Aron vilja líklega gleyma Kiel varð að sætta sig við tap gegn Kielce í leik um 3. sætið. 31. maí 2015 15:03 Vann þrjá með Ólafi en vinnur hann líka einn með Guðjóni Val? Tvö Íslendingalið gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta. 30. maí 2015 06:00 Guðjón Valur skoraði 6 mörk | Sjáðu mörkin Guðjón Valur skoraði 6 mörk þegar Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu. 31. maí 2015 18:13 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
„Tilfinningin er góð,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, nýbakaður Evrópumeistari með Barcelona, í stuttu samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til landsliðsfyrirliðans var hann, ásamt félögum sínum, á leið heim til Barcelona frá Köln, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fór fram.Tókst í fimmtu tilraun Þetta var fimmta árið í röð sem Guðjón kemst til Kölnar, með fjórða liðinu, en hann hafði áður komist í undanúrslitin með Rhein-Neckar Löwen, AG Köbenhavn og Kiel. Frá 2011-2013 féllu lið landsliðsfyrirliðans út í undanúrslitunum en hann fór með Kiel í úrslitaleikinn í fyrra. Það var svo loks í ár sem takmarkið náðist. „Maður er búinn að reyna við þennan í nokkur ár en nú tókst það,“ sagði Guðjón og bætti við að biðin eftir Meistaradeildartitlinum hefði ekki verið farin að leggjast þungt á hann. Barcelona sló pólska liðið Vive Targi Kielce út í undanúrslitunum, 33-28. Börsungar voru með yfirhöndina nær allan leikinn. Katalóníuliðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14, og skoraði svo fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Þá kom mikill kraftur í Kielce-menn sem náðu að jafna leikinn. En á lokakaflanum skellti Danijel Saric í lás í marki Barcelona sem vann að lokum fimm marka sigur, 33-28. Guðjón Valur átti góðan leik í liði Börsunga og skoraði fimm mörk.Börsungar hafa unnið Meistaradeildina níu sinnum.vísir/gettyStórleikur Arons dugði ekki til Í úrslitaleiknum í gær mætti Barcelona svo ungverska stórliðinu Veszprém sem sló Kiel út í seinni undanúrslitaleiknum. Aron Pálmarsson fór á kostum í liði Kiel, gegn sínum verðandi samherjum í liði Veszprém, en íslenski landsliðsmaðurinn skoraði níu mörk í leiknum og átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en frábær byrjun Ungverjanna í seinni hálfleik gerði útslagið. Þeir komust fljótlega í 18-14 og það bil náði Kiel ekki að brúa. Veszprém vann að lokum fjögurra marka sigur, 31-27. Ekki tók betra við hjá lærisveinum Alfreðs í leiknum um 3. sætið sem þeir töpuðu 28-26 fyrir Kielce. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Veszprém komst tvívegis yfir í byrjun úrslitaleiksins en það voru einu skiptin sem liðið var með forystuna í gær. Börsungar náðu fljótlega undirtökunum en Ungverjarnir voru þó aldrei langt undan.Guðjón Valur var markahæstur Börsunga í úrslitaleiknum ásamt Nikola Karabatic. Þeir skoruðu báðir sex mörk.vísir/gettyGóður endasprettur skildi að „Það var ekki við öðru að búast, Veszprém er með frábært lið og er erfitt við að eiga,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum einfaldlega ánægðir með að hafa unnið leikinn. Vörnin og markvarslan hjá okkur í seinni hálfleik var aðeins betri en hjá þeim og það skilaði nokkrum hraðaupphlaupum,“ sagði Guðjón ennfremur en hann skoraði sex mörk í úrslitaleiknum og var markahæstur í liði Barcelona ásamt Nikola Karabatic sem var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar. Staðan var 14-10 í hálfleik, Barcelona í vil en Lazlo Nagý, fyrirliði Veszprém, minnkaði muninn í tvö mörk, 19-17, þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Þá gáfu Börsungar aftur í og unnu að lokum fimm marka sigur, 28-23. Þetta er í níunda sinn sem Barcelona vinnur Meistaradeildina. Aðspurður hvort það yrði tekið á móti liðsmönnum Barcelona með pompi og prakt við heimkomuna sagði Guðjón: „Ég veit ekkert hvað tekur við og mér er eiginlega alveg sama. Ég elti bara liðið og við fögnum þessum áfanga sem við náðum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Verður Guðjón Valur Evrópumeistari? Barcelona gæti unnið sinn níunda Meistaradeildartitil. 31. maí 2015 12:30 Níu mörk Arons dugðu ekki til Kiel beið lægri hlut fyrir Veszprem, 31-27, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta þar sem Aron skoraði 9 mörk fyrir Kiel. 30. maí 2015 17:47 Cupic sagði sögu af Guðjóni Val: Tók tveggja tíma æfingu eftir útileik og rútuferð „Ég spurði hann bara hvað hann væri að pæla?“ 30. maí 2015 10:00 Guðjón faðmar bikarinn að sér í sæluvímu Guðjón Valur setti skemmtilega mynd af sér í faðmlögum við Meistaradeildarbikarinn. 31. maí 2015 20:59 Guðjón Valur í úrslit annað árið í röð Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk þegar Barcelona vann fimm marka sigur á Kielce. 30. maí 2015 14:44 Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Metkosning í stjörnuliðið að þessu sinni en enginn Íslendingur komst í liðið. 29. maí 2015 21:45 Sjáðu ótrúlega markvörslu Palicka Sænski markvörðurinn Andreas Palicka hjá Kiel sýndi ótrúleg tilþrif í markinu hjá Kiel. 31. maí 2015 15:17 Guðjón Valur Evrópumeistari með Barcelona | Myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu með 28-23 sigri á Veszprem. 31. maí 2015 17:38 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Helgi sem Alfreð og Aron vilja líklega gleyma Kiel varð að sætta sig við tap gegn Kielce í leik um 3. sætið. 31. maí 2015 15:03 Vann þrjá með Ólafi en vinnur hann líka einn með Guðjóni Val? Tvö Íslendingalið gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta. 30. maí 2015 06:00 Guðjón Valur skoraði 6 mörk | Sjáðu mörkin Guðjón Valur skoraði 6 mörk þegar Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu. 31. maí 2015 18:13 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49
Verður Guðjón Valur Evrópumeistari? Barcelona gæti unnið sinn níunda Meistaradeildartitil. 31. maí 2015 12:30
Níu mörk Arons dugðu ekki til Kiel beið lægri hlut fyrir Veszprem, 31-27, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta þar sem Aron skoraði 9 mörk fyrir Kiel. 30. maí 2015 17:47
Cupic sagði sögu af Guðjóni Val: Tók tveggja tíma æfingu eftir útileik og rútuferð „Ég spurði hann bara hvað hann væri að pæla?“ 30. maí 2015 10:00
Guðjón faðmar bikarinn að sér í sæluvímu Guðjón Valur setti skemmtilega mynd af sér í faðmlögum við Meistaradeildarbikarinn. 31. maí 2015 20:59
Guðjón Valur í úrslit annað árið í röð Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk þegar Barcelona vann fimm marka sigur á Kielce. 30. maí 2015 14:44
Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Metkosning í stjörnuliðið að þessu sinni en enginn Íslendingur komst í liðið. 29. maí 2015 21:45
Sjáðu ótrúlega markvörslu Palicka Sænski markvörðurinn Andreas Palicka hjá Kiel sýndi ótrúleg tilþrif í markinu hjá Kiel. 31. maí 2015 15:17
Guðjón Valur Evrópumeistari með Barcelona | Myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu með 28-23 sigri á Veszprem. 31. maí 2015 17:38
Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45
Helgi sem Alfreð og Aron vilja líklega gleyma Kiel varð að sætta sig við tap gegn Kielce í leik um 3. sætið. 31. maí 2015 15:03
Vann þrjá með Ólafi en vinnur hann líka einn með Guðjóni Val? Tvö Íslendingalið gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta. 30. maí 2015 06:00
Guðjón Valur skoraði 6 mörk | Sjáðu mörkin Guðjón Valur skoraði 6 mörk þegar Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu. 31. maí 2015 18:13