Cupic sagði sögu af Guðjóni Val: Tók tveggja tíma æfingu eftir útileik og rútuferð Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2015 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, verður í eldlínunni með Barcelona í dag þegar liðið mætir Kielce frá Póllandi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 13.10. Allir leikirnir um helgina verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.Sjá einnig:Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Í gær stýrði Írinn Tom O'Brannigan, aðalfréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, skemmtilegum spjallfundi með fjórum leikmönnum; einum úr hverju liði. Þarna voru mættir Jesper Nöddesbo, Barcelona, Ivan Cupic, Kielce, Nicklas Ekberg, Kiel, og Andreas Nilson sem spilar með Veszprém.Guðjón Valur í leik með RNL.vísir/gettyKróatíski hornamaðurinn Ivan Cupic, sem er einn sá allra besti í heimi, spilaði með Guðjóni Val veturinn 2010/2011 þegar þeir voru báðir á mála hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. O'Brannigan heimtaði að Cupic segði sögu af Guðjóni sem hann hafði heyrt áður um hvað Íslendingurinn gerði eftir útileik gegn Friesenheim í þýsku 1. deildinni það tímabilið. Guðjón Valur spilaði ekki nema 5-10 mínútur í leiknum, en eins og stuðningsmenn íslenska landsliðsins vita vill Guðjón helst ekki missa af einni einustu mínútu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Það hvílir engin bölvun á mér „Við komum heim á æfingasvæðið okkar í Kroneau á miðnætti og þá hringdi hann í konuna sína og bað hana um að sækja sig ekki strax því hann ætlaði að taka smá æfingu,“ sagði Cupic. „Hann vildi taka spretti og kíkja svo aðeins í lyftingarsalinn,“ bætti Króatinn við. „Ég spurði hvað hann væri að pæla, klukkan var orðin tólf. Ég sagði honum að fara heim og vera með börnunum sínum.“ Guðjón Valur var ekki alveg á þeim buxunum þessa nótina og svaraði: „Nei, ég ætla að taka æfingu.“ Söguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hún byrjar ekki á réttum stað má spóla á 12:25. Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln. 27. maí 2015 23:30 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, verður í eldlínunni með Barcelona í dag þegar liðið mætir Kielce frá Póllandi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 13.10. Allir leikirnir um helgina verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.Sjá einnig:Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Í gær stýrði Írinn Tom O'Brannigan, aðalfréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, skemmtilegum spjallfundi með fjórum leikmönnum; einum úr hverju liði. Þarna voru mættir Jesper Nöddesbo, Barcelona, Ivan Cupic, Kielce, Nicklas Ekberg, Kiel, og Andreas Nilson sem spilar með Veszprém.Guðjón Valur í leik með RNL.vísir/gettyKróatíski hornamaðurinn Ivan Cupic, sem er einn sá allra besti í heimi, spilaði með Guðjóni Val veturinn 2010/2011 þegar þeir voru báðir á mála hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. O'Brannigan heimtaði að Cupic segði sögu af Guðjóni sem hann hafði heyrt áður um hvað Íslendingurinn gerði eftir útileik gegn Friesenheim í þýsku 1. deildinni það tímabilið. Guðjón Valur spilaði ekki nema 5-10 mínútur í leiknum, en eins og stuðningsmenn íslenska landsliðsins vita vill Guðjón helst ekki missa af einni einustu mínútu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Það hvílir engin bölvun á mér „Við komum heim á æfingasvæðið okkar í Kroneau á miðnætti og þá hringdi hann í konuna sína og bað hana um að sækja sig ekki strax því hann ætlaði að taka smá æfingu,“ sagði Cupic. „Hann vildi taka spretti og kíkja svo aðeins í lyftingarsalinn,“ bætti Króatinn við. „Ég spurði hvað hann væri að pæla, klukkan var orðin tólf. Ég sagði honum að fara heim og vera með börnunum sínum.“ Guðjón Valur var ekki alveg á þeim buxunum þessa nótina og svaraði: „Nei, ég ætla að taka æfingu.“ Söguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hún byrjar ekki á réttum stað má spóla á 12:25.
Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln. 27. maí 2015 23:30 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49
Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln. 27. maí 2015 23:30
Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45