Handbolti

Níu mörk Arons dugðu ekki til

Leikmenn Veszprem tóku Aron engum vettlingatökum en Aron mun leika með Veszprem á næstu leiktíð.
Leikmenn Veszprem tóku Aron engum vettlingatökum en Aron mun leika með Veszprem á næstu leiktíð. vísir/getty
Það verður ekki Íslendingaslagur í úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta lá ljóst fyrir eftir að Íslendingaliðið Kiel beið lægri hlut fyrir ungverska stórliðinu Veszprem í undanúrslitum með fjórum mörkum, 27-31.

Kiel var vel stutt af stuðningsmönnum sínum á heimavelli en allt kom fyrir ekki. Kiel byrjaði af krafti og hafði yfirhöndina framan af leik. Veszprem sótti hins vegar í sig veðrið og jafnaði í 8-8 eftir 20 mínútna leik. Jafnt var i´hálfleik, 13-13.

Veszprem tók hins vegar völdin á vellinum í síðari hálfleik og náði mest sex marka forystu, 27-21, þegar 14 mínútur voru eftir. Það forskot reyndist Kielarmönnum erfitt að vinna upp og það verður því Veszprem sem mætir Guðjóni Val Sigurðssyni og félögum hans í Barcelona í úrslitum á morgun.

Aron Pálmarsson átti frábæran leik og skoraði 9 mörk fyrir Kiel í leiknum en hann mun hins vegar spila með Veszprem á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×