Gagnsæi – stölkun - ofbeldi Þórey Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2015 13:06 Ef til vill manstu, að undirskriftum var safnað til að andmæla komu manns að nafni Julien Blanc fyrir nokkru. Sá hinn sami Julien Blanc var i Danmörku með námskeiðahald dagana i kring um 11. janúar þ.á. Ef til vill hefur þú líka séð þetta námskeiðsefni hér að neðan, en þetta notar maðurinn. Ég mæli með því að leita manninn uppi á netinu til frekari upplýsinga. Vera má, að einhver spyrji: Hvað kemur þetta okkur við á Íslandi? Á mbl.is var hinn tuttugasta janúar, góð grein (höf. AMC) þar sem fullyrt var skv. erlendum heimildum, að á Íslandi væri þessi aðferðafræði notuð og að á Íslandi væru menn, sem væru í tengslum við erlend félagasamtök sem hafa aðferðir Julien Blanc að leiðarljósi. Ég veit einnig að svo er, a.m.k. í rúmlega tug tilfella. Í sumum tilfellanna hafa átakasæknir feður fengið yfirvöld til að trúa róginum og fengið stuðning yfirvalda. Yfir nákvæmlega það, er til hugtak, sem er ,,stalking by proxy”, sem útleggjast mætti sem stölkun með aðstoð yfirvalda, eða gegn um staðgengil, t.d. yfirvöld. Stölkun er sterkara orð og atferli en einelti. Stölkun er farið að banna með lögum í ýmsum ríkjum heims. Ekki er svo á Norðurlöndum, þar sem sennilega er gat í löggjöfinni. Gat sem veldur því, að ofbeldi gegn börnum af hendi umgengnisforeldris er nánast löglegt, sjá síðar í þessari grein. Út frá eftirfarandi kennir J.B.:Í Danmörku er starfandi félag átakasækinna feðra. Þeir hafa náð gífurlegum árangri í baráttu sinni gegn barnsmæðrum sínum. Gengur sá ,,árangur” út yfir börnin fyrst og fremst. Félagið er með heimasíðu, sem lítur út fyrir að vera mjög heiðvirð og vinna að fallegum markmiðum. Hins vegar kom annað í ljós, óvart. Varaformaðurinn setti á facebook-síðu sína leiðbeiningar til félaganna, sem líta svona út: Foreningens opskrift: 1) Anklag mor for at være psykisk syg. Sig, at små børn normalt hører til hos deres mor, men at du er bekymret. 2) Søg fuld forældremyndighed eller 7-7. Formålet er for så vidt ikke at se børnene, da du bare ønsker at slippe for børnebidrag. 3) Vær altid punktlig og overhold alle samvær. Så udvidelse hver gang barnet bliver lidt ældre. Chikanér mor på alle tænkelige måder, som ikke er strafbare, såsom ødelæggelse af skiftetøj og manipulation af barnet under samvær. 4) Underret konstant kommunen om din bekymring for barnet. 5) Påklag og ank alle sager i alle instanser. 5) Tal aldrig virkelig dårligt om moderen - fasthold i stedet din bekymring. Kom mors bekymringer over din adfærd (stalking og incest) i forkøbet ved at underrette kommune, politi og forvaltning om at moderen vil komme med falske anklager, og at dette er fast "procedure" for denne type mødre. 6) Påtal altid stille og roligt manglende beviser og fasthold din uskyld, og at du er offer for falske anklager. 7) Start sager op om alt muligt hele tiden: transport, børnepenge, injurier, samvær, feriesamvær, bopæl, forældremyndighed. 8) Skriv slimede breve til mor om, hvor godt barnet har det og hvor inderligt, du ønsker at samarbejde - hvis hun hopper i med begge ben, kan du påvise samarbejde og beholde forældremyndigheden trods chikane. 9) Søg bopæl når du har opnået 9-5-ordning, når barnet starter i skole og hver gang mor flytter. 10) Gå i fogedretten hver gang barnet ikke udleveres til samvær - også ved sygdom. På dén måde ligger der mange sager i fogedretten, og mor fremstår chikanerende og kan med tiden miste bopælen pga. dokumenteret samværschikane. Undirrituð trúði vart sínum eigin augum, þegar hún sá þetta fyrst. En eftir að hafa kynnst fjölda fórnarlamba, bæði konum og börnum í samtals 8 löndum öðrum en Íslandi var ekki hægt að stinga höfðinu lengur í sandinn. Það er til fólk, sem beitir þessum aðferðum, mest megins karlmenn. Rétt er að taka það fram, að ég held því EKKI fram að ALLIR feður beiti þessum bolabrögðum.Barnaverndin Þegar mér var sagt fyrst, að barnaverndin vísaði markvisst frá öllum tilkynningum um andlegt og /eða líkamlegt ofbeldi og illa meðferð á börnum í sambandi við samverur, fannst mér það satt að segja ekki trúlegt. En í ljós kom að svo er. Einhver hefur gefið um það tilskipun, eða vinnureglu, að vísa skuli tilkynningum frá. Meira að segja er það sums staðar svo, að kjörnir fulltrúar í barnaverndarnefndunum fá aldrei að frétta um tilkynningar, sem komið hafa. Það vald er barnaverndarnefndum óheimilt að framselja til starfsmanna (sjá 2002 nr. 80 10. maí, § 14, 3. mgr, 1. liður). Er þetta spilling í skjóli leyndar? Tilkynningarnar, jafnvel um alvarlegar misþyrmingar, andlegar sem og líkamlegar, eru afgreiddar af einhverjum tilfallandi starfsmönnum, sem að lögum hafa ekki til þess vald. Síðan eru send stöðluð bréf til foreldra, sama bréfið aftur og aftur en ekkert til tilkynnenda, sem þó hafa margir hverjir skerpta tilkynningaskyldu að lögum (§ 17 í barnaverndarlögum) og bera þannig ábyrgð á að börn séu ekki beitt ofbeldi. Fimm tilfelli hef ég sannreynt og heyrt um fleiri.Barnalögin Í fyrstu grein allra laga má lesa það sem kallað er ,,andi laganna”. Í fyrstu grein barnalaga stendur, að ekki megi beita börn ofbeldi af neinu tagi. Barnaverndarlögin segja það sama. Barnasáttmáli SÞ segir það sama. Ennfremur Istanbulsáttmálinn. Þrátt fyrir bæði innlend lög og erlenda sáttmála, sem búið er að gera að hluta af íslenskri löggjöf, eru börn á Íslandi beitt grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi og enginn gerir neitt. Í íslenskum lögum er ekkert, sem ákvarðar hvenær og á hvaða aldri hlusta skuli á og virða vilja barna. Alltaf skal virða vilja barna og taka mark á þeim, er þau gefa til kynna, að þau sæti illri meðferð. Þrátt fyrir þetta hefur verið farið um landið og námskeið haldin fyrir starfsfólk sýslumannsembætta og því haldið fram, að ekki skuli hlusta á andmæli barna gegn ofbeldi samveruforeldris, fyrr en börnin eru 7 ára. Það er brot á íslenskum lögum og brot á alþjóðasamningum, sem Íslendingar eru aðilar að.Lokaorð Það er íhugunarvert, að sérfræðingar innan múra akademíunnar, oft án stöðugra beinna tengsla við daglegt líf barna, skuli ítrekað semja lög, sem síðan ekki er farið eftir og það án viðurlaga. Þetta er gert skv. pólitískum retttrúnaði, ekki þörfum barna. Með tilvísan í grein mína frá 14. 02. 2015, vil ég endurtaka, að það er einnig íhugunarvert, að þegar foreldrar fara með mál fyrir dómstóla, skuli dómarar vera háðir svokölluðum álitsgerðum dómskvaddra sérfræðinga, sem á stundum fara með svo rangt mál, að vart er hægt að þekkja raunverulegar aðstæður eða lýsingar á fólki. Vinnubrögðin eru í mörgum tilfellum fullkomlega ófagleg. Þrjú sönnuð tilfelli hef ég undir höndum. Fyrir hverja álitsgerð þurfa foreldrar að greiða í kring um milljón kr. ísl. Ég hef tvær slíkar útskriftir um beinar greiðslur inn á bankareikninga undir höndum. Sjá ennfremur meira um þessu líkt:Prof. Ask Elklit, v. Syd-dansk Universitet, Dk.Reidar Hjerman, fyrrum umboðsm. barna í Noregi,Atle Dyrgrov: Barn og trauma, Nor.Grethe Nordhelle, lögfr. og sálfr. viðt. í nrk. Rogaland, 09.03.2011. kl. 09.39Evrópubandalagið/Angelika WerthmannLibbie Bouffons: Det største svinet vinner altidTv2 Nord Jylland: Det hemmelige netverket (líka á YouTube) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ef til vill manstu, að undirskriftum var safnað til að andmæla komu manns að nafni Julien Blanc fyrir nokkru. Sá hinn sami Julien Blanc var i Danmörku með námskeiðahald dagana i kring um 11. janúar þ.á. Ef til vill hefur þú líka séð þetta námskeiðsefni hér að neðan, en þetta notar maðurinn. Ég mæli með því að leita manninn uppi á netinu til frekari upplýsinga. Vera má, að einhver spyrji: Hvað kemur þetta okkur við á Íslandi? Á mbl.is var hinn tuttugasta janúar, góð grein (höf. AMC) þar sem fullyrt var skv. erlendum heimildum, að á Íslandi væri þessi aðferðafræði notuð og að á Íslandi væru menn, sem væru í tengslum við erlend félagasamtök sem hafa aðferðir Julien Blanc að leiðarljósi. Ég veit einnig að svo er, a.m.k. í rúmlega tug tilfella. Í sumum tilfellanna hafa átakasæknir feður fengið yfirvöld til að trúa róginum og fengið stuðning yfirvalda. Yfir nákvæmlega það, er til hugtak, sem er ,,stalking by proxy”, sem útleggjast mætti sem stölkun með aðstoð yfirvalda, eða gegn um staðgengil, t.d. yfirvöld. Stölkun er sterkara orð og atferli en einelti. Stölkun er farið að banna með lögum í ýmsum ríkjum heims. Ekki er svo á Norðurlöndum, þar sem sennilega er gat í löggjöfinni. Gat sem veldur því, að ofbeldi gegn börnum af hendi umgengnisforeldris er nánast löglegt, sjá síðar í þessari grein. Út frá eftirfarandi kennir J.B.:Í Danmörku er starfandi félag átakasækinna feðra. Þeir hafa náð gífurlegum árangri í baráttu sinni gegn barnsmæðrum sínum. Gengur sá ,,árangur” út yfir börnin fyrst og fremst. Félagið er með heimasíðu, sem lítur út fyrir að vera mjög heiðvirð og vinna að fallegum markmiðum. Hins vegar kom annað í ljós, óvart. Varaformaðurinn setti á facebook-síðu sína leiðbeiningar til félaganna, sem líta svona út: Foreningens opskrift: 1) Anklag mor for at være psykisk syg. Sig, at små børn normalt hører til hos deres mor, men at du er bekymret. 2) Søg fuld forældremyndighed eller 7-7. Formålet er for så vidt ikke at se børnene, da du bare ønsker at slippe for børnebidrag. 3) Vær altid punktlig og overhold alle samvær. Så udvidelse hver gang barnet bliver lidt ældre. Chikanér mor på alle tænkelige måder, som ikke er strafbare, såsom ødelæggelse af skiftetøj og manipulation af barnet under samvær. 4) Underret konstant kommunen om din bekymring for barnet. 5) Påklag og ank alle sager i alle instanser. 5) Tal aldrig virkelig dårligt om moderen - fasthold i stedet din bekymring. Kom mors bekymringer over din adfærd (stalking og incest) i forkøbet ved at underrette kommune, politi og forvaltning om at moderen vil komme med falske anklager, og at dette er fast "procedure" for denne type mødre. 6) Påtal altid stille og roligt manglende beviser og fasthold din uskyld, og at du er offer for falske anklager. 7) Start sager op om alt muligt hele tiden: transport, børnepenge, injurier, samvær, feriesamvær, bopæl, forældremyndighed. 8) Skriv slimede breve til mor om, hvor godt barnet har det og hvor inderligt, du ønsker at samarbejde - hvis hun hopper i med begge ben, kan du påvise samarbejde og beholde forældremyndigheden trods chikane. 9) Søg bopæl når du har opnået 9-5-ordning, når barnet starter i skole og hver gang mor flytter. 10) Gå i fogedretten hver gang barnet ikke udleveres til samvær - også ved sygdom. På dén måde ligger der mange sager i fogedretten, og mor fremstår chikanerende og kan med tiden miste bopælen pga. dokumenteret samværschikane. Undirrituð trúði vart sínum eigin augum, þegar hún sá þetta fyrst. En eftir að hafa kynnst fjölda fórnarlamba, bæði konum og börnum í samtals 8 löndum öðrum en Íslandi var ekki hægt að stinga höfðinu lengur í sandinn. Það er til fólk, sem beitir þessum aðferðum, mest megins karlmenn. Rétt er að taka það fram, að ég held því EKKI fram að ALLIR feður beiti þessum bolabrögðum.Barnaverndin Þegar mér var sagt fyrst, að barnaverndin vísaði markvisst frá öllum tilkynningum um andlegt og /eða líkamlegt ofbeldi og illa meðferð á börnum í sambandi við samverur, fannst mér það satt að segja ekki trúlegt. En í ljós kom að svo er. Einhver hefur gefið um það tilskipun, eða vinnureglu, að vísa skuli tilkynningum frá. Meira að segja er það sums staðar svo, að kjörnir fulltrúar í barnaverndarnefndunum fá aldrei að frétta um tilkynningar, sem komið hafa. Það vald er barnaverndarnefndum óheimilt að framselja til starfsmanna (sjá 2002 nr. 80 10. maí, § 14, 3. mgr, 1. liður). Er þetta spilling í skjóli leyndar? Tilkynningarnar, jafnvel um alvarlegar misþyrmingar, andlegar sem og líkamlegar, eru afgreiddar af einhverjum tilfallandi starfsmönnum, sem að lögum hafa ekki til þess vald. Síðan eru send stöðluð bréf til foreldra, sama bréfið aftur og aftur en ekkert til tilkynnenda, sem þó hafa margir hverjir skerpta tilkynningaskyldu að lögum (§ 17 í barnaverndarlögum) og bera þannig ábyrgð á að börn séu ekki beitt ofbeldi. Fimm tilfelli hef ég sannreynt og heyrt um fleiri.Barnalögin Í fyrstu grein allra laga má lesa það sem kallað er ,,andi laganna”. Í fyrstu grein barnalaga stendur, að ekki megi beita börn ofbeldi af neinu tagi. Barnaverndarlögin segja það sama. Barnasáttmáli SÞ segir það sama. Ennfremur Istanbulsáttmálinn. Þrátt fyrir bæði innlend lög og erlenda sáttmála, sem búið er að gera að hluta af íslenskri löggjöf, eru börn á Íslandi beitt grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi og enginn gerir neitt. Í íslenskum lögum er ekkert, sem ákvarðar hvenær og á hvaða aldri hlusta skuli á og virða vilja barna. Alltaf skal virða vilja barna og taka mark á þeim, er þau gefa til kynna, að þau sæti illri meðferð. Þrátt fyrir þetta hefur verið farið um landið og námskeið haldin fyrir starfsfólk sýslumannsembætta og því haldið fram, að ekki skuli hlusta á andmæli barna gegn ofbeldi samveruforeldris, fyrr en börnin eru 7 ára. Það er brot á íslenskum lögum og brot á alþjóðasamningum, sem Íslendingar eru aðilar að.Lokaorð Það er íhugunarvert, að sérfræðingar innan múra akademíunnar, oft án stöðugra beinna tengsla við daglegt líf barna, skuli ítrekað semja lög, sem síðan ekki er farið eftir og það án viðurlaga. Þetta er gert skv. pólitískum retttrúnaði, ekki þörfum barna. Með tilvísan í grein mína frá 14. 02. 2015, vil ég endurtaka, að það er einnig íhugunarvert, að þegar foreldrar fara með mál fyrir dómstóla, skuli dómarar vera háðir svokölluðum álitsgerðum dómskvaddra sérfræðinga, sem á stundum fara með svo rangt mál, að vart er hægt að þekkja raunverulegar aðstæður eða lýsingar á fólki. Vinnubrögðin eru í mörgum tilfellum fullkomlega ófagleg. Þrjú sönnuð tilfelli hef ég undir höndum. Fyrir hverja álitsgerð þurfa foreldrar að greiða í kring um milljón kr. ísl. Ég hef tvær slíkar útskriftir um beinar greiðslur inn á bankareikninga undir höndum. Sjá ennfremur meira um þessu líkt:Prof. Ask Elklit, v. Syd-dansk Universitet, Dk.Reidar Hjerman, fyrrum umboðsm. barna í Noregi,Atle Dyrgrov: Barn og trauma, Nor.Grethe Nordhelle, lögfr. og sálfr. viðt. í nrk. Rogaland, 09.03.2011. kl. 09.39Evrópubandalagið/Angelika WerthmannLibbie Bouffons: Det største svinet vinner altidTv2 Nord Jylland: Det hemmelige netverket (líka á YouTube)
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun