Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins skilaði 201 milljóna hagnaði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2015 09:45 Helga Valfells, framkvæmdastjóri NSA Vísir/valli Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, NSA, skilaði hagnaði upp á 201 milljón króna á síðasta ári. Helsti tekjuliður sjóðsins var söluhagnaður af eignarhlutum í fyrirtækjum á borð við Kerecis, Primex og Alur. Á sama tíma voru samþykktar fjárfestingar fyrir 386 milljónir króna í bæði nýjum og eldri fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Helgu Valfells, framkvæmdastjóra NSA, á ársfundi sjóðsins sem fram fór í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti opnunarávarp sem hún undirstrikaði mikilvægi nýsköpunar sem stoð í efnahagslífi landsins. Einnig tilkynnti hún að ríkisstjórn Íslands ætli að hækka framlag til Tækniþróunarsjóðs og að auki standi til að koma á fót skattalegum hvötum vegna fjárfestinga í nýsköpun. Almar Guðmundsson, stjórnarformaður NSA, kynnti að lengi hafi verið uppi vangaveltur innan sjóðsins um að setja á fót annan sjóð. Sá hlyti nafnið Silfra en þannig væri hægt að auka fjármagn í nýfjárfestingar. Vonir eru bundnar við um að undirbúningi að stofnun sjóðsins ljúki á næstu vikum. Sjóðurinn á nú eignir upp á 5,3 milljarða og var fjárfest í tveimur nýjum fyrirtækjum á árinu 2014, Kaptio og Sling. Fyrirtækið Kaptio býður upp á lausnir í ferðaþjónustuiðnaði og sannar að mati Helgu að vöxturinn í ferðaþjónustunni hafi líka getið af sér aljóðlega samkeppnishæf tæknifyrirtæki. Sling er hugbúnaður fyrir veitingageirann og aðra þar sem starfsfólk er ekki að staðaldri við tölvu. Hugbúnaðurinn er nú þegar kominn í notkun á veitingahúsum á bæði Íslandi og í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Innspýting upp á 120 milljónir iNýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Kaskur ehf., fjárfestingafélag í eigu Inga Guðjónssonar, hafa fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio fyrir um 120 milljónir króna. 28. janúar 2015 07:00 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins selur 26% hlut í Kerecis Kaupendur eru stofnendur félagsins og íslenskir fjárfestar sem leiddir eru af Guðmundi F. Sigurjónssyni. Kaupverðið er trúnaðarmál. 8. desember 2014 10:37 Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, NSA, skilaði hagnaði upp á 201 milljón króna á síðasta ári. Helsti tekjuliður sjóðsins var söluhagnaður af eignarhlutum í fyrirtækjum á borð við Kerecis, Primex og Alur. Á sama tíma voru samþykktar fjárfestingar fyrir 386 milljónir króna í bæði nýjum og eldri fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Helgu Valfells, framkvæmdastjóra NSA, á ársfundi sjóðsins sem fram fór í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti opnunarávarp sem hún undirstrikaði mikilvægi nýsköpunar sem stoð í efnahagslífi landsins. Einnig tilkynnti hún að ríkisstjórn Íslands ætli að hækka framlag til Tækniþróunarsjóðs og að auki standi til að koma á fót skattalegum hvötum vegna fjárfestinga í nýsköpun. Almar Guðmundsson, stjórnarformaður NSA, kynnti að lengi hafi verið uppi vangaveltur innan sjóðsins um að setja á fót annan sjóð. Sá hlyti nafnið Silfra en þannig væri hægt að auka fjármagn í nýfjárfestingar. Vonir eru bundnar við um að undirbúningi að stofnun sjóðsins ljúki á næstu vikum. Sjóðurinn á nú eignir upp á 5,3 milljarða og var fjárfest í tveimur nýjum fyrirtækjum á árinu 2014, Kaptio og Sling. Fyrirtækið Kaptio býður upp á lausnir í ferðaþjónustuiðnaði og sannar að mati Helgu að vöxturinn í ferðaþjónustunni hafi líka getið af sér aljóðlega samkeppnishæf tæknifyrirtæki. Sling er hugbúnaður fyrir veitingageirann og aðra þar sem starfsfólk er ekki að staðaldri við tölvu. Hugbúnaðurinn er nú þegar kominn í notkun á veitingahúsum á bæði Íslandi og í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Innspýting upp á 120 milljónir iNýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Kaskur ehf., fjárfestingafélag í eigu Inga Guðjónssonar, hafa fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio fyrir um 120 milljónir króna. 28. janúar 2015 07:00 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins selur 26% hlut í Kerecis Kaupendur eru stofnendur félagsins og íslenskir fjárfestar sem leiddir eru af Guðmundi F. Sigurjónssyni. Kaupverðið er trúnaðarmál. 8. desember 2014 10:37 Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Innspýting upp á 120 milljónir iNýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Kaskur ehf., fjárfestingafélag í eigu Inga Guðjónssonar, hafa fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio fyrir um 120 milljónir króna. 28. janúar 2015 07:00
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins selur 26% hlut í Kerecis Kaupendur eru stofnendur félagsins og íslenskir fjárfestar sem leiddir eru af Guðmundi F. Sigurjónssyni. Kaupverðið er trúnaðarmál. 8. desember 2014 10:37
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent