Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins selur 26% hlut í Kerecis Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2014 10:37 Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Vísir/Valli Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur selt tæplega 26 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu Kerecis. Kaupendur eru stofnendur félagsins og íslenskir fjárfestar sem leiddir eru af frumkvöðli fyrirtækisins Guðmundi F. Sigurjónssyni. Kaupverðið er trúnaðarmál. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir að sjóðurinn hafi náð góðri ávöxtun á fjárfestingu sinni í Kerecis. „Fjársterkir aðilar hafa bæst í hlutahafahóp félagsins undanfarin ár og er fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem framundan eru, sem eru að ná árangri í sölu- og markaðssetningu vörunnar. Nýsköpunarsjóður er sígrænn sjóður og því nýtist hagnaðurinn af þessari sölu í önnur verkefni. Við þökkum stofnendum og starfsmönnum Kerecis fyrir gott samstarf og óskum félaginu áframhaldandi velgengni.” Í tilkynningu segir að Nýsköpunarsjóður hafi fjárfest í Kerecis í ársbyrjun 2010 þegar þróunarstarf félagsins var að hefjast og hefur sjóðurinn fylgt fjárfestingunni eftir í fimm ár. „Á þeim tíma hefur félagið þróað stoðefni sem markaðssett er undir nafninu Kerecis Omega3. Kerecis Omega3 er roð af íslenskum þorski, þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur stoðefni búið til úr millifrumuefni. Markaðssetning á fyrstu vörunni sem byggir á þessari tækni og notuð er til sárameðhöndlunar er hafin. Við notkun er efnið lagt á sár og hjálpar það til við að endurskapa skaðaðan húðvef. Á undanförnu ári hefur Kerecis náð mikilvægum markmiðum, þar á meðal fengið FDA leyfi og aðgang að endurgreiðslukerfi bandarískra tryggingafélaga.“ Guðmundur F. Sigurjónsson framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis, segir að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sé afskaplega mikilvægur hlekkur í fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. „Nýsköpunarsjóður, Tækniþróunarsjóður og skattaafsláttur til þróunarfyrirtækja skapa heilstætt umhverfi sem hefur reynst okkur vel. Án fjárfestingar Nýsköpunarsjóðs værum við ekki þar sem við erum í dag og við þökkum þeim fyrir áræðið og trúna á verkefnið.” „Um Nýsköpunarsjóð Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er óháður áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Um Kerecis Kerecis er lækningavörufyrirtæki sem framleiðir og markaðssetur stoðefni til sárameðhöndlunar og vefjaviðgerðar. Félagið framleiðir einnig húðmeðhöndlunarvörur sem innihalda Omega3 fitusýrur. Stoðefni eru heil húð eða vefjabútar þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur n.k. stoðefni eða stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkleyfum tækni til að búa til stoðefni úr affrumuðu roði. Á markaði keppa stoðefni Kerecis við stoðefni sem m.a. eru búin til úr mannahúð, svínahúð og svínaþörmum. Stoðefni unnin úr roði hafa forskot fram yfir önnur stoðefni á markaði s.s. minni smithætta, trúarlegt umburðarlyndi, auk þess að innihalda Omega3 fjölómettaðar fitusýrur. Stoðefni Kerecis eru framleidd undir vörumerkinu Kerecis Omega3. Fyrirtækið framleiðir einnig húðmeðhöndlunarefni undir vörumerkinu Kerecis mOmega3 sem seld eru í lyfjaverslunum um land allt og notuð eru á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum. Framleiðsla Kerecis er á Ísafirði og hefur félagið einnig starfsstöð í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur selt tæplega 26 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu Kerecis. Kaupendur eru stofnendur félagsins og íslenskir fjárfestar sem leiddir eru af frumkvöðli fyrirtækisins Guðmundi F. Sigurjónssyni. Kaupverðið er trúnaðarmál. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir að sjóðurinn hafi náð góðri ávöxtun á fjárfestingu sinni í Kerecis. „Fjársterkir aðilar hafa bæst í hlutahafahóp félagsins undanfarin ár og er fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem framundan eru, sem eru að ná árangri í sölu- og markaðssetningu vörunnar. Nýsköpunarsjóður er sígrænn sjóður og því nýtist hagnaðurinn af þessari sölu í önnur verkefni. Við þökkum stofnendum og starfsmönnum Kerecis fyrir gott samstarf og óskum félaginu áframhaldandi velgengni.” Í tilkynningu segir að Nýsköpunarsjóður hafi fjárfest í Kerecis í ársbyrjun 2010 þegar þróunarstarf félagsins var að hefjast og hefur sjóðurinn fylgt fjárfestingunni eftir í fimm ár. „Á þeim tíma hefur félagið þróað stoðefni sem markaðssett er undir nafninu Kerecis Omega3. Kerecis Omega3 er roð af íslenskum þorski, þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur stoðefni búið til úr millifrumuefni. Markaðssetning á fyrstu vörunni sem byggir á þessari tækni og notuð er til sárameðhöndlunar er hafin. Við notkun er efnið lagt á sár og hjálpar það til við að endurskapa skaðaðan húðvef. Á undanförnu ári hefur Kerecis náð mikilvægum markmiðum, þar á meðal fengið FDA leyfi og aðgang að endurgreiðslukerfi bandarískra tryggingafélaga.“ Guðmundur F. Sigurjónsson framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis, segir að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sé afskaplega mikilvægur hlekkur í fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. „Nýsköpunarsjóður, Tækniþróunarsjóður og skattaafsláttur til þróunarfyrirtækja skapa heilstætt umhverfi sem hefur reynst okkur vel. Án fjárfestingar Nýsköpunarsjóðs værum við ekki þar sem við erum í dag og við þökkum þeim fyrir áræðið og trúna á verkefnið.” „Um Nýsköpunarsjóð Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er óháður áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Um Kerecis Kerecis er lækningavörufyrirtæki sem framleiðir og markaðssetur stoðefni til sárameðhöndlunar og vefjaviðgerðar. Félagið framleiðir einnig húðmeðhöndlunarvörur sem innihalda Omega3 fitusýrur. Stoðefni eru heil húð eða vefjabútar þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur n.k. stoðefni eða stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkleyfum tækni til að búa til stoðefni úr affrumuðu roði. Á markaði keppa stoðefni Kerecis við stoðefni sem m.a. eru búin til úr mannahúð, svínahúð og svínaþörmum. Stoðefni unnin úr roði hafa forskot fram yfir önnur stoðefni á markaði s.s. minni smithætta, trúarlegt umburðarlyndi, auk þess að innihalda Omega3 fjölómettaðar fitusýrur. Stoðefni Kerecis eru framleidd undir vörumerkinu Kerecis Omega3. Fyrirtækið framleiðir einnig húðmeðhöndlunarefni undir vörumerkinu Kerecis mOmega3 sem seld eru í lyfjaverslunum um land allt og notuð eru á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum. Framleiðsla Kerecis er á Ísafirði og hefur félagið einnig starfsstöð í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira