Þegar enginn fylgist með Árni Már Jensson skrifar 29. maí 2015 15:41 „Græðgi er botnlaus pittur sem örmagnar einstaklinginn í þrotlausu kapphlaupi við að fullnægja þörf án þess nokkurntíman að ná árangri“ - Erich Fromm. Þegar frönsku nýlenduherrarnir réðu yfir Hanoi í Vietnam á nítjándu öld var rottuplága allsráðandi. Í viðleitni sinni til að stemma stigu við plágunni voru samþykkt lög um að yfirvöld greiddu þóknun fyrir hverja dauða rottu sem almenningur skilaði inn. Lögin höfðu mikil áhrif á rottuveiðara sem skiluðu inn heilu vagnhlössunum en plágan stigmagnaðist hinsvegar eftir því sem á leið. Er betur var að gáð komust yfirvöld að raun um að skipulagt rottueldi átti sér nú stað, nokkuð sem ekki þekktist áður. Hin nýju lög gerðu hagnaðarvon rottuveiðaranna að arðsömum framleiðsluiðnaði sem yfirskyggði alla hugsun þeirra um almenna velferð samfélagsins í skiptum fyrir persónulegan skyndigróða.Mannlegt eðli Það er í eðli flestra að huga að persónulegum hagsmunum umfram hag fjöldans og kynda bónusar undir eðlislæga græðgi. Þannig hugar einstaklingurinn fyrst að bónusgreiðslu til sín og seinna eða alls ekki að heildarhagsmunum þeirra gæða eða verðmæta sem hann skilar fyrirtæki sínu, hvað þá samfélaginu í heild. Því ekki er endilega jákvæð samlegð með niðurstöðu fjármunamyndunar fyrirtækisins og einstaklingsins sem bónusinn fær eða samfélagsins í heild. Eðli ágóðans er jú megin málið, sem aðskilur græðgisvæðingu frá heilbrigðri framþróun drifna ágóðahvata.Rannsóknarnefnd Alþingis21. kafli Orsakir falls íslensku bankanna – ábyrgð, mistök og vanræksla 21.2.1.1 Vöxtur bankakerfisins og trúverðugleiki: ''Rannsóknarnefnd Alþingis telur að svo mikill og áhættusamur vöxtur samræmist ekki langtímahagsmunum traustra banka, en hins vegar hafi verið sterkir hvatar til vaxtar innan bankanna. Þeir hvatar hafi meðal annars falist í hvatakerfum bankanna og einnig í mikilli skuldsetningu stærstu eigenda. Rannsóknarnefndin telur að eftirlitsaðilum hafi mátt vera ljóst að slíkir hvatar væru til staðar og að ástæða væri til að hafa áhyggjur af hinum hraða vexti. Aftur á móti er ljóst að Fjármálaeftirlitið, sem var aðal eftirlitsaðili bankanna, óx ekki í samræmi við vöxt hinna eftirlitsskyldu aðila og réð af þeirri ástæðu illa við verkefni sín...“Sérhygli Um bónusa þarf að setja víðtækar reglur sem lúta því að saman fari hagsmunir einstaklingsins, fyrirtækisins og samfélagsins í heild. Að öðrum kosti bjóðum við heim endurtekningu á eftirlitslausum manngerðum harmleik sem á sér enga hliðstæðu í vestrænu hagkerfi á friðartímum sem raungerðist í ofurstækkun fjármálakerfisins undir stjórn manna sem greindu ekki mikilvægi samfélagshagsmuna frá sínum eigin og blinduðust af sérhygli á kostnað samfélagsins.Hið helga véMaðurinn sem tegund er í senn fullkomin og meingölluð. Framþróun mannsins krefst sífelldrarar endurskoðunar til að útmá eigin eðlisgalla, sem inn á milli, blinda hinn helga tilgang lífsins, kærleiksvitundina. Samviskan, hið helga vé mannsins, er einskonar jafnvægisvog eða innri tilfinning sem talar til okkar og hjálpar okkur að greina rétt frá röngu. Sé eðlisbrestur græðginnar fóðraður með samhengislausri hagnaðarvon sýna rannsóknir svo ekki er um villst að dómgreind og þar með kærleiksvitund lætur undan.Taugavísindi Bob Diamond framkvæmdastjóri Barclays UK., hélt athygliverðan fyrirlestur hjá BBC þann 11. ágúst 2011 um mikilvægi menningar í bankastarfsemi, hann sagði: Áhrifamesta próf sem bankamaður undirgengst lýtur að gjörðum hans þegar enginn fylgist með. En rannsókn í hugrænum taugavísindum við Tilburg University unnin af Dr Lammers, Joris; Stapel, Diederik A. Birt í Journal of Personality and Social Psychology, Vol 97(2), Aug 2009, 279-289, sýndi að þess meiri völd sem einstaklingar öðluðust, þess meira fannst þeim þeir geta farið á svig við lög og reglur þegar enginn fylgdist með. Rannsóknin sýndi einnig að aukin völd hins almenna einstaklings jók hræsni hans og truflaði dómgreind á þann veg að honum fannst lægri settir í þjóðfélagsstiganum ættu að lúta strangari skilmálum reglna sem að sama skapi ættu ekki við hann sjálfan. Jafnvel örlítil aukning á sýndar valdi í rannsókn þessari jók í senn siðleysi og hræsni þeirra sem tilraunin var gerð á.Master of the universe Yfirmenn fjármálastofnana hafa mikil samfélagsvöld í skjóli fjármagns almennings. Völd þeirra geta verið töluvert meiri en kjörinna stjórnmálamanna. Að veita valdamiklu fólki aðhald er í senn samfélagslega mikilvægt og mikilvægt þeirra eigin geðheilbrigði. Aðhald yfirmanna í gegnum hluthafafundi er ógegnsætt og takmarkað svo lengi sem þeir skila jákvæðum rekstrarniðurstöðum hluthafa í hag. Þannig tryggja yfirmenn sér völd óháð samfélaglegri ábyrgð innan bankans hvort sem hagnaður reksturs stangast á við hagsmuni samfélagsins sem reksturinn byggir á eður ei. En samkvæmt rannsóknum Tilburg University leiðir aukið vald til aukinnar framleiðslu testosterons sem eykur boðberaefnið dopamine í verðlauna-hluta heilans. Þannig brenglar aukið aðhaldslaust vald hugsun einstaklingsins, sem hluti af samfélagsheild, og vekur honum falska sjálfsvitund sem æðri öðrum og þ.m.t reglum samfélagsins. Einræðis-eða ''master of the universe'' heilkennið er skýrasta dæmið um framangreinda brenglun þar sem einstaklingar með aukin völd, beita þeim í eigin þágu og einangra sig að sama skapi frá allri gagnrýni sem hugsanlega skyggir á eða skerðir völdin. Grafalvarlega afleiðingu slíkrar þróunar skilur Ísl almenningur vel. Fólk sem hefur mátt þola afkomumissi, stökkbreytingu lána, heimilismissi eða hröklast burt frá sinni eigin fósturjörð í örvæntinarfullri leit að betra lífi annarsstaðar. Sagan verður ekki endursamin á tímum alnetsins sem allt geymir og engu gleymir. En einmitt vegna tækninnar, hefur aldrei verið jafn auðvelt að stela en að sama skapi erfitt að fela. Íslenski hildarleikurinn gat átt sér stað í skjóli skorts á reglum og aðhaldi lítils hóps valdamikilla einstaklinga í fjármálakerfinu. Nokkuð sem ekki má endurtaka sig.Rottueldi og fjármálaafurðir Það þykir e.t.v klisjukennt að skilgreina græðgis-hegðun bankamanna sem eru jú breyskt fólk eins og við hin. En sækist fólk til valda innan fjármálageirans, sannar reynsla og rannsóknir, að valdinu þarf að fylgja verulegt aðhald samfélagsins ef ekki á að fara illa. Völd og peningar brengla boðefnaskipti í verðlaunakerfi heilans sem getur haft afdrifarík áhrif á dómgreind og siðferði einstaklingsins til hins verra. Sé gróðarhyggjan ofvirkjuð með listaukandi sérhagsmunatengdum bónusum sem erfitt er að standast, hafa rannsóknir og sagan leitt í ljós að hegðun einstaklingsins verður í littlu frábrugðin hegðun fíkniefnaneytandans eða fjárhættuspilarans sem aldrei fær nóg og engu eirir fyrr en allt þrýtur. Rottuveiðarar 19. aldar í Hanoi og Ísl bankamenn eiga enga fagþekkingarlega samleið, en glíma þó við sam-mannlega afneitun eigin eðlisbrests,- græðgina.Áskorun Stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar, stíft regluverk um fjármálakerfi og bónusa er áskorun ykkar í dag. Ef þið veltið fyrir ykkur sögulegum orsökum, vil ég benda á að þurrka rykið af athygliverðri handbók í átta bindum sem nefnist Rannsóknarskýrsla Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
„Græðgi er botnlaus pittur sem örmagnar einstaklinginn í þrotlausu kapphlaupi við að fullnægja þörf án þess nokkurntíman að ná árangri“ - Erich Fromm. Þegar frönsku nýlenduherrarnir réðu yfir Hanoi í Vietnam á nítjándu öld var rottuplága allsráðandi. Í viðleitni sinni til að stemma stigu við plágunni voru samþykkt lög um að yfirvöld greiddu þóknun fyrir hverja dauða rottu sem almenningur skilaði inn. Lögin höfðu mikil áhrif á rottuveiðara sem skiluðu inn heilu vagnhlössunum en plágan stigmagnaðist hinsvegar eftir því sem á leið. Er betur var að gáð komust yfirvöld að raun um að skipulagt rottueldi átti sér nú stað, nokkuð sem ekki þekktist áður. Hin nýju lög gerðu hagnaðarvon rottuveiðaranna að arðsömum framleiðsluiðnaði sem yfirskyggði alla hugsun þeirra um almenna velferð samfélagsins í skiptum fyrir persónulegan skyndigróða.Mannlegt eðli Það er í eðli flestra að huga að persónulegum hagsmunum umfram hag fjöldans og kynda bónusar undir eðlislæga græðgi. Þannig hugar einstaklingurinn fyrst að bónusgreiðslu til sín og seinna eða alls ekki að heildarhagsmunum þeirra gæða eða verðmæta sem hann skilar fyrirtæki sínu, hvað þá samfélaginu í heild. Því ekki er endilega jákvæð samlegð með niðurstöðu fjármunamyndunar fyrirtækisins og einstaklingsins sem bónusinn fær eða samfélagsins í heild. Eðli ágóðans er jú megin málið, sem aðskilur græðgisvæðingu frá heilbrigðri framþróun drifna ágóðahvata.Rannsóknarnefnd Alþingis21. kafli Orsakir falls íslensku bankanna – ábyrgð, mistök og vanræksla 21.2.1.1 Vöxtur bankakerfisins og trúverðugleiki: ''Rannsóknarnefnd Alþingis telur að svo mikill og áhættusamur vöxtur samræmist ekki langtímahagsmunum traustra banka, en hins vegar hafi verið sterkir hvatar til vaxtar innan bankanna. Þeir hvatar hafi meðal annars falist í hvatakerfum bankanna og einnig í mikilli skuldsetningu stærstu eigenda. Rannsóknarnefndin telur að eftirlitsaðilum hafi mátt vera ljóst að slíkir hvatar væru til staðar og að ástæða væri til að hafa áhyggjur af hinum hraða vexti. Aftur á móti er ljóst að Fjármálaeftirlitið, sem var aðal eftirlitsaðili bankanna, óx ekki í samræmi við vöxt hinna eftirlitsskyldu aðila og réð af þeirri ástæðu illa við verkefni sín...“Sérhygli Um bónusa þarf að setja víðtækar reglur sem lúta því að saman fari hagsmunir einstaklingsins, fyrirtækisins og samfélagsins í heild. Að öðrum kosti bjóðum við heim endurtekningu á eftirlitslausum manngerðum harmleik sem á sér enga hliðstæðu í vestrænu hagkerfi á friðartímum sem raungerðist í ofurstækkun fjármálakerfisins undir stjórn manna sem greindu ekki mikilvægi samfélagshagsmuna frá sínum eigin og blinduðust af sérhygli á kostnað samfélagsins.Hið helga véMaðurinn sem tegund er í senn fullkomin og meingölluð. Framþróun mannsins krefst sífelldrarar endurskoðunar til að útmá eigin eðlisgalla, sem inn á milli, blinda hinn helga tilgang lífsins, kærleiksvitundina. Samviskan, hið helga vé mannsins, er einskonar jafnvægisvog eða innri tilfinning sem talar til okkar og hjálpar okkur að greina rétt frá röngu. Sé eðlisbrestur græðginnar fóðraður með samhengislausri hagnaðarvon sýna rannsóknir svo ekki er um villst að dómgreind og þar með kærleiksvitund lætur undan.Taugavísindi Bob Diamond framkvæmdastjóri Barclays UK., hélt athygliverðan fyrirlestur hjá BBC þann 11. ágúst 2011 um mikilvægi menningar í bankastarfsemi, hann sagði: Áhrifamesta próf sem bankamaður undirgengst lýtur að gjörðum hans þegar enginn fylgist með. En rannsókn í hugrænum taugavísindum við Tilburg University unnin af Dr Lammers, Joris; Stapel, Diederik A. Birt í Journal of Personality and Social Psychology, Vol 97(2), Aug 2009, 279-289, sýndi að þess meiri völd sem einstaklingar öðluðust, þess meira fannst þeim þeir geta farið á svig við lög og reglur þegar enginn fylgdist með. Rannsóknin sýndi einnig að aukin völd hins almenna einstaklings jók hræsni hans og truflaði dómgreind á þann veg að honum fannst lægri settir í þjóðfélagsstiganum ættu að lúta strangari skilmálum reglna sem að sama skapi ættu ekki við hann sjálfan. Jafnvel örlítil aukning á sýndar valdi í rannsókn þessari jók í senn siðleysi og hræsni þeirra sem tilraunin var gerð á.Master of the universe Yfirmenn fjármálastofnana hafa mikil samfélagsvöld í skjóli fjármagns almennings. Völd þeirra geta verið töluvert meiri en kjörinna stjórnmálamanna. Að veita valdamiklu fólki aðhald er í senn samfélagslega mikilvægt og mikilvægt þeirra eigin geðheilbrigði. Aðhald yfirmanna í gegnum hluthafafundi er ógegnsætt og takmarkað svo lengi sem þeir skila jákvæðum rekstrarniðurstöðum hluthafa í hag. Þannig tryggja yfirmenn sér völd óháð samfélaglegri ábyrgð innan bankans hvort sem hagnaður reksturs stangast á við hagsmuni samfélagsins sem reksturinn byggir á eður ei. En samkvæmt rannsóknum Tilburg University leiðir aukið vald til aukinnar framleiðslu testosterons sem eykur boðberaefnið dopamine í verðlauna-hluta heilans. Þannig brenglar aukið aðhaldslaust vald hugsun einstaklingsins, sem hluti af samfélagsheild, og vekur honum falska sjálfsvitund sem æðri öðrum og þ.m.t reglum samfélagsins. Einræðis-eða ''master of the universe'' heilkennið er skýrasta dæmið um framangreinda brenglun þar sem einstaklingar með aukin völd, beita þeim í eigin þágu og einangra sig að sama skapi frá allri gagnrýni sem hugsanlega skyggir á eða skerðir völdin. Grafalvarlega afleiðingu slíkrar þróunar skilur Ísl almenningur vel. Fólk sem hefur mátt þola afkomumissi, stökkbreytingu lána, heimilismissi eða hröklast burt frá sinni eigin fósturjörð í örvæntinarfullri leit að betra lífi annarsstaðar. Sagan verður ekki endursamin á tímum alnetsins sem allt geymir og engu gleymir. En einmitt vegna tækninnar, hefur aldrei verið jafn auðvelt að stela en að sama skapi erfitt að fela. Íslenski hildarleikurinn gat átt sér stað í skjóli skorts á reglum og aðhaldi lítils hóps valdamikilla einstaklinga í fjármálakerfinu. Nokkuð sem ekki má endurtaka sig.Rottueldi og fjármálaafurðir Það þykir e.t.v klisjukennt að skilgreina græðgis-hegðun bankamanna sem eru jú breyskt fólk eins og við hin. En sækist fólk til valda innan fjármálageirans, sannar reynsla og rannsóknir, að valdinu þarf að fylgja verulegt aðhald samfélagsins ef ekki á að fara illa. Völd og peningar brengla boðefnaskipti í verðlaunakerfi heilans sem getur haft afdrifarík áhrif á dómgreind og siðferði einstaklingsins til hins verra. Sé gróðarhyggjan ofvirkjuð með listaukandi sérhagsmunatengdum bónusum sem erfitt er að standast, hafa rannsóknir og sagan leitt í ljós að hegðun einstaklingsins verður í littlu frábrugðin hegðun fíkniefnaneytandans eða fjárhættuspilarans sem aldrei fær nóg og engu eirir fyrr en allt þrýtur. Rottuveiðarar 19. aldar í Hanoi og Ísl bankamenn eiga enga fagþekkingarlega samleið, en glíma þó við sam-mannlega afneitun eigin eðlisbrests,- græðgina.Áskorun Stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar, stíft regluverk um fjármálakerfi og bónusa er áskorun ykkar í dag. Ef þið veltið fyrir ykkur sögulegum orsökum, vil ég benda á að þurrka rykið af athygliverðri handbók í átta bindum sem nefnist Rannsóknarskýrsla Alþingis.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar