Innlent

Árleg mæðradagsganga Göngum saman í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Á Háskólatorgi verður hlutavelta og varningur til styrktar Göngum saman.
Á Háskólatorgi verður hlutavelta og varningur til styrktar Göngum saman. Vísir/Stefán
Árleg mæðradagsganga styrktarfélagsins Göngum saman fer fram í dag í tilefni dagsins. Gengið verður á fimmtán stöðum á landinu. Göngum saman styrkir vísindamenn sem vinna að grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini og hefur á undanförnum árum veitt fimmtíu milljónum króna í styrki.

Í Reykjavík verður gengið undir lúðrablæstri frá Háskólatorgi klukkan ellefu og yfir í Hljómskálagarðinn og kringum tjörnina. Á Háskólatorgi verður líf og fjör. Hlutavelta og varningur til styrktar Göngum saman. Vísindamenn sem eru styrkþegar Göngum saman verða á torginu og spjalla við gesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×