Innlent

Jeppi valt í Breiðholti

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sjúkraflutningamenn aðstoðuðu ökumanninn að komast út úr bílnum.
Sjúkraflutningamenn aðstoðuðu ökumanninn að komast út úr bílnum. Vísir/Vilhelm
Jeppabifreið valt við Stekkjarbakka í Breiðholti nú skömmu fyrir hádegi. Sjúkraflutningamenn aðstoðuðu ökumann bílsins við að komast út úr bílnum. Bíllinn liggur á hliðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dælubíll á leiðinni á staðinn en sjúkrabíll var í grennd við slysstaðinn og voru sjúkraflutningamenn fyrstir á vettvang.

Ekki liggur fyrir hvort að ökumaðurinn sé slasaður en hann var með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang.

Uppfært 17.10: Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er talið að maðurinn hafi misst stjórn á bílnum vegna veikinda. Hann hafnaði á ljósastaur með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Ökumaðurinn er karlmaður og var einn í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×