Innlent

Þyrlan sótti slasaðan fjórhjólamann

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
25 björgunarsveitarmenn kallaðir út til að aðstoða manninn. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
25 björgunarsveitarmenn kallaðir út til að aðstoða manninn. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þegar fjórhjólamaður slasaðist við Glaðheima á Fjallabaksleið nyrðri í dag. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaður út þegar tilkynningin barst.

Ferðafélagi mannsins hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð og voru 25 björgunarsveitarmenn sendir af stað. Þyrla Gæslunnar var komin með manninn um borð um klukkan 13.40, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Þar sem slysstaður var langt frá byggð var talið nauðsynlegt að fá þyrlu á staðinn, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þyrlan flutti manninn á sjúkrahús í Reykjavík en hún lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt um fjögur.

Björgunarsveitarmenn fara á slysstað með lögregluna sem sinnir rannsókn slyssins auk þess sem fólk sem var á vettvangi verður sótt sem og fjórhjól hins slasaða. 

Gott veður er á svæðinu; logn, tveggja gráðu frost og léttskýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×