Innlent

Reykur undan strætisvagni við Snorrabraut

Bjarki Ármannsson skrifar
Slökkviliðið að störfum á vettvangi.
Slökkviliðið að störfum á vettvangi. Mynd/Aðsend
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú á sjötta tímanum ásamt lögreglu og sjúkrabíl vegna tilkynningar um reyk undan strætisvagni á brúnni milli Snorrabrautar og Bústaðavegs.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð kviknaði glóð í einangrun í gólfi strætisvagnsins með þeim afleiðingum að það rauk undan honum. Glóðin hefur nú verið slökkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×