Hætti að neyta áfengis fyrir ári: „Af hverju ertu ekki að drekka?“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. maí 2015 23:01 Rakel Björt Jónsdóttir tók upp áfengislausan lífstíl fyrir ári. Hún segir frá reynslu sinni og viðbrögðum annarra. Myndir/Rakel Björt/Getty „Ég ákvað að hætta að drekka til að ná betri tökum á lífinu, finna sjálfa mig og hætta að fela mig á bak við áfengið á djamminu og koma mér úr skelinni,” skrifar háskólaneminn Rakel Björt Jónsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Færsluna, sem hefur vakið mikla athygli, skrifar hún í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hún hætti að drekka áfengi.Vísir hefur áður fjallað um unga Íslendinga sem kjósa áfengislausan lífstíl. Rakel Björt hætti sömuleiðis að drekka áfengi án þess að hún ætti við áfengisvandamál að stríða. Rakel samþykkti að deila innihaldi færslunnar með Vísi, en í henni segir Rakel frá reynslu sinni síðastliðið ár.Eins og hún væri að skemma fyrir þeim sem voru í glasi „Það voru margar erfiðar ákvarðanir sem ég þurfti að taka á þessu ári til að breyta lífinu mínu til hins betra og ég vildi gera það án áfengis,” útskýrir hún. „Ég á náttúrulega bestu vinkonur í heimi sem stóðu við bakið mitt og gerðu ekkert mál úr þessu. Enda á þetta ekki að vera neitt mál.”Sjá einnig: Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Rakel segist þó ítrekað hafa lent í því undanfarið ár að fólk setji spurningarmerki við það að hún skemmti sér án áfengis. Margir hafi meira að segja ráðlagt henni að taka með sér einhvern drykk í samkvæmi til að láta líta út fyrir að hún væri að drekka áfengi. „Ég var komin með fullt af klassískum ástæðum fyrir því að drekka ekki,“ skrifar hún. „„Ég er að vinna á morgun,“ „ég er á bíl“ eða „ég er að spara.“ En það sem kom mér mest á óvart var hvað fólk var alltaf tilbúið að finna lausn á þessu „vandamáli.“ „Það er allt í lagi að mæta smá þunnur eitt skipti í vinnuna,“ „þú getur bara skilið bílinn eftir og sótt hann á morgun,“ eða „ég á nóg af áfengi fyrir þig líka.“ Það var alltaf eins og það að ég sé edrú hafi verið að skemma skemmtunina hjá fólkinu sem var í glasi.“Þarf ekki áfengi til að skemmta sér með vinunum Rakel greinir frá einu atviki þar sem hún var spurð hvers vegna hún væri ekki að drekka, „með þvílíkum tón.“ Rakel hafi þá um hæl spurt: „Af hverju ert þú að drekka?“ „Manneskjan var móðguð en svaraði rosalega stolt: „Nú, til að geta skemmt mér.“ Ég svaraði: „Já, ég þarf ekki áfengi til að geta skemmt mér.“ Það er einmitt sá staður sem ég er komin á núna. Ég þarf ekki áfengi til að fara að skemmta mér og dansa með vinunum.“Sjá einnig: „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Rakel undirstrikar það að þó hún telji sig hafa þurft að hætta að drekka áfengi fyrir sjálfa sig, og sé stolt af því, útiloki hún það ekki að hún muni aldrei drekka áfengi aftur. Ef hún taki þá ákvörðun, eigi hún þó ekki að þurfa að útskýra það fyrir neinum. „Ég vil samt vekja athygli á því að það að vera edrú á ekki að vera „vandamál.” Ég á ekki að þurfa að afsaka það, fela það með glærum drykkjum eða vera tilbúin með einhverja æðislega afsökun til að vera látin í friði.”1 ár edrú! Þetta hljómar eins og ég eigi við áfengisvandamál að stríða en svo er ekki.Ég ákvað að hætta að drekka til a...Posted by Rakel Björt on 10. maí 2015 Tengdar fréttir „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41 Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
„Ég ákvað að hætta að drekka til að ná betri tökum á lífinu, finna sjálfa mig og hætta að fela mig á bak við áfengið á djamminu og koma mér úr skelinni,” skrifar háskólaneminn Rakel Björt Jónsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Færsluna, sem hefur vakið mikla athygli, skrifar hún í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hún hætti að drekka áfengi.Vísir hefur áður fjallað um unga Íslendinga sem kjósa áfengislausan lífstíl. Rakel Björt hætti sömuleiðis að drekka áfengi án þess að hún ætti við áfengisvandamál að stríða. Rakel samþykkti að deila innihaldi færslunnar með Vísi, en í henni segir Rakel frá reynslu sinni síðastliðið ár.Eins og hún væri að skemma fyrir þeim sem voru í glasi „Það voru margar erfiðar ákvarðanir sem ég þurfti að taka á þessu ári til að breyta lífinu mínu til hins betra og ég vildi gera það án áfengis,” útskýrir hún. „Ég á náttúrulega bestu vinkonur í heimi sem stóðu við bakið mitt og gerðu ekkert mál úr þessu. Enda á þetta ekki að vera neitt mál.”Sjá einnig: Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Rakel segist þó ítrekað hafa lent í því undanfarið ár að fólk setji spurningarmerki við það að hún skemmti sér án áfengis. Margir hafi meira að segja ráðlagt henni að taka með sér einhvern drykk í samkvæmi til að láta líta út fyrir að hún væri að drekka áfengi. „Ég var komin með fullt af klassískum ástæðum fyrir því að drekka ekki,“ skrifar hún. „„Ég er að vinna á morgun,“ „ég er á bíl“ eða „ég er að spara.“ En það sem kom mér mest á óvart var hvað fólk var alltaf tilbúið að finna lausn á þessu „vandamáli.“ „Það er allt í lagi að mæta smá þunnur eitt skipti í vinnuna,“ „þú getur bara skilið bílinn eftir og sótt hann á morgun,“ eða „ég á nóg af áfengi fyrir þig líka.“ Það var alltaf eins og það að ég sé edrú hafi verið að skemma skemmtunina hjá fólkinu sem var í glasi.“Þarf ekki áfengi til að skemmta sér með vinunum Rakel greinir frá einu atviki þar sem hún var spurð hvers vegna hún væri ekki að drekka, „með þvílíkum tón.“ Rakel hafi þá um hæl spurt: „Af hverju ert þú að drekka?“ „Manneskjan var móðguð en svaraði rosalega stolt: „Nú, til að geta skemmt mér.“ Ég svaraði: „Já, ég þarf ekki áfengi til að geta skemmt mér.“ Það er einmitt sá staður sem ég er komin á núna. Ég þarf ekki áfengi til að fara að skemmta mér og dansa með vinunum.“Sjá einnig: „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Rakel undirstrikar það að þó hún telji sig hafa þurft að hætta að drekka áfengi fyrir sjálfa sig, og sé stolt af því, útiloki hún það ekki að hún muni aldrei drekka áfengi aftur. Ef hún taki þá ákvörðun, eigi hún þó ekki að þurfa að útskýra það fyrir neinum. „Ég vil samt vekja athygli á því að það að vera edrú á ekki að vera „vandamál.” Ég á ekki að þurfa að afsaka það, fela það með glærum drykkjum eða vera tilbúin með einhverja æðislega afsökun til að vera látin í friði.”1 ár edrú! Þetta hljómar eins og ég eigi við áfengisvandamál að stríða en svo er ekki.Ég ákvað að hætta að drekka til a...Posted by Rakel Björt on 10. maí 2015
Tengdar fréttir „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41 Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
„Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41
Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00