Hætti að neyta áfengis fyrir ári: „Af hverju ertu ekki að drekka?“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. maí 2015 23:01 Rakel Björt Jónsdóttir tók upp áfengislausan lífstíl fyrir ári. Hún segir frá reynslu sinni og viðbrögðum annarra. Myndir/Rakel Björt/Getty „Ég ákvað að hætta að drekka til að ná betri tökum á lífinu, finna sjálfa mig og hætta að fela mig á bak við áfengið á djamminu og koma mér úr skelinni,” skrifar háskólaneminn Rakel Björt Jónsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Færsluna, sem hefur vakið mikla athygli, skrifar hún í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hún hætti að drekka áfengi.Vísir hefur áður fjallað um unga Íslendinga sem kjósa áfengislausan lífstíl. Rakel Björt hætti sömuleiðis að drekka áfengi án þess að hún ætti við áfengisvandamál að stríða. Rakel samþykkti að deila innihaldi færslunnar með Vísi, en í henni segir Rakel frá reynslu sinni síðastliðið ár.Eins og hún væri að skemma fyrir þeim sem voru í glasi „Það voru margar erfiðar ákvarðanir sem ég þurfti að taka á þessu ári til að breyta lífinu mínu til hins betra og ég vildi gera það án áfengis,” útskýrir hún. „Ég á náttúrulega bestu vinkonur í heimi sem stóðu við bakið mitt og gerðu ekkert mál úr þessu. Enda á þetta ekki að vera neitt mál.”Sjá einnig: Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Rakel segist þó ítrekað hafa lent í því undanfarið ár að fólk setji spurningarmerki við það að hún skemmti sér án áfengis. Margir hafi meira að segja ráðlagt henni að taka með sér einhvern drykk í samkvæmi til að láta líta út fyrir að hún væri að drekka áfengi. „Ég var komin með fullt af klassískum ástæðum fyrir því að drekka ekki,“ skrifar hún. „„Ég er að vinna á morgun,“ „ég er á bíl“ eða „ég er að spara.“ En það sem kom mér mest á óvart var hvað fólk var alltaf tilbúið að finna lausn á þessu „vandamáli.“ „Það er allt í lagi að mæta smá þunnur eitt skipti í vinnuna,“ „þú getur bara skilið bílinn eftir og sótt hann á morgun,“ eða „ég á nóg af áfengi fyrir þig líka.“ Það var alltaf eins og það að ég sé edrú hafi verið að skemma skemmtunina hjá fólkinu sem var í glasi.“Þarf ekki áfengi til að skemmta sér með vinunum Rakel greinir frá einu atviki þar sem hún var spurð hvers vegna hún væri ekki að drekka, „með þvílíkum tón.“ Rakel hafi þá um hæl spurt: „Af hverju ert þú að drekka?“ „Manneskjan var móðguð en svaraði rosalega stolt: „Nú, til að geta skemmt mér.“ Ég svaraði: „Já, ég þarf ekki áfengi til að geta skemmt mér.“ Það er einmitt sá staður sem ég er komin á núna. Ég þarf ekki áfengi til að fara að skemmta mér og dansa með vinunum.“Sjá einnig: „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Rakel undirstrikar það að þó hún telji sig hafa þurft að hætta að drekka áfengi fyrir sjálfa sig, og sé stolt af því, útiloki hún það ekki að hún muni aldrei drekka áfengi aftur. Ef hún taki þá ákvörðun, eigi hún þó ekki að þurfa að útskýra það fyrir neinum. „Ég vil samt vekja athygli á því að það að vera edrú á ekki að vera „vandamál.” Ég á ekki að þurfa að afsaka það, fela það með glærum drykkjum eða vera tilbúin með einhverja æðislega afsökun til að vera látin í friði.”1 ár edrú! Þetta hljómar eins og ég eigi við áfengisvandamál að stríða en svo er ekki.Ég ákvað að hætta að drekka til a...Posted by Rakel Björt on 10. maí 2015 Tengdar fréttir „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41 Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
„Ég ákvað að hætta að drekka til að ná betri tökum á lífinu, finna sjálfa mig og hætta að fela mig á bak við áfengið á djamminu og koma mér úr skelinni,” skrifar háskólaneminn Rakel Björt Jónsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Færsluna, sem hefur vakið mikla athygli, skrifar hún í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hún hætti að drekka áfengi.Vísir hefur áður fjallað um unga Íslendinga sem kjósa áfengislausan lífstíl. Rakel Björt hætti sömuleiðis að drekka áfengi án þess að hún ætti við áfengisvandamál að stríða. Rakel samþykkti að deila innihaldi færslunnar með Vísi, en í henni segir Rakel frá reynslu sinni síðastliðið ár.Eins og hún væri að skemma fyrir þeim sem voru í glasi „Það voru margar erfiðar ákvarðanir sem ég þurfti að taka á þessu ári til að breyta lífinu mínu til hins betra og ég vildi gera það án áfengis,” útskýrir hún. „Ég á náttúrulega bestu vinkonur í heimi sem stóðu við bakið mitt og gerðu ekkert mál úr þessu. Enda á þetta ekki að vera neitt mál.”Sjá einnig: Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Rakel segist þó ítrekað hafa lent í því undanfarið ár að fólk setji spurningarmerki við það að hún skemmti sér án áfengis. Margir hafi meira að segja ráðlagt henni að taka með sér einhvern drykk í samkvæmi til að láta líta út fyrir að hún væri að drekka áfengi. „Ég var komin með fullt af klassískum ástæðum fyrir því að drekka ekki,“ skrifar hún. „„Ég er að vinna á morgun,“ „ég er á bíl“ eða „ég er að spara.“ En það sem kom mér mest á óvart var hvað fólk var alltaf tilbúið að finna lausn á þessu „vandamáli.“ „Það er allt í lagi að mæta smá þunnur eitt skipti í vinnuna,“ „þú getur bara skilið bílinn eftir og sótt hann á morgun,“ eða „ég á nóg af áfengi fyrir þig líka.“ Það var alltaf eins og það að ég sé edrú hafi verið að skemma skemmtunina hjá fólkinu sem var í glasi.“Þarf ekki áfengi til að skemmta sér með vinunum Rakel greinir frá einu atviki þar sem hún var spurð hvers vegna hún væri ekki að drekka, „með þvílíkum tón.“ Rakel hafi þá um hæl spurt: „Af hverju ert þú að drekka?“ „Manneskjan var móðguð en svaraði rosalega stolt: „Nú, til að geta skemmt mér.“ Ég svaraði: „Já, ég þarf ekki áfengi til að geta skemmt mér.“ Það er einmitt sá staður sem ég er komin á núna. Ég þarf ekki áfengi til að fara að skemmta mér og dansa með vinunum.“Sjá einnig: „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Rakel undirstrikar það að þó hún telji sig hafa þurft að hætta að drekka áfengi fyrir sjálfa sig, og sé stolt af því, útiloki hún það ekki að hún muni aldrei drekka áfengi aftur. Ef hún taki þá ákvörðun, eigi hún þó ekki að þurfa að útskýra það fyrir neinum. „Ég vil samt vekja athygli á því að það að vera edrú á ekki að vera „vandamál.” Ég á ekki að þurfa að afsaka það, fela það með glærum drykkjum eða vera tilbúin með einhverja æðislega afsökun til að vera látin í friði.”1 ár edrú! Þetta hljómar eins og ég eigi við áfengisvandamál að stríða en svo er ekki.Ég ákvað að hætta að drekka til a...Posted by Rakel Björt on 10. maí 2015
Tengdar fréttir „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41 Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
„Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41
Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00