Hætti að neyta áfengis fyrir ári: „Af hverju ertu ekki að drekka?“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. maí 2015 23:01 Rakel Björt Jónsdóttir tók upp áfengislausan lífstíl fyrir ári. Hún segir frá reynslu sinni og viðbrögðum annarra. Myndir/Rakel Björt/Getty „Ég ákvað að hætta að drekka til að ná betri tökum á lífinu, finna sjálfa mig og hætta að fela mig á bak við áfengið á djamminu og koma mér úr skelinni,” skrifar háskólaneminn Rakel Björt Jónsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Færsluna, sem hefur vakið mikla athygli, skrifar hún í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hún hætti að drekka áfengi.Vísir hefur áður fjallað um unga Íslendinga sem kjósa áfengislausan lífstíl. Rakel Björt hætti sömuleiðis að drekka áfengi án þess að hún ætti við áfengisvandamál að stríða. Rakel samþykkti að deila innihaldi færslunnar með Vísi, en í henni segir Rakel frá reynslu sinni síðastliðið ár.Eins og hún væri að skemma fyrir þeim sem voru í glasi „Það voru margar erfiðar ákvarðanir sem ég þurfti að taka á þessu ári til að breyta lífinu mínu til hins betra og ég vildi gera það án áfengis,” útskýrir hún. „Ég á náttúrulega bestu vinkonur í heimi sem stóðu við bakið mitt og gerðu ekkert mál úr þessu. Enda á þetta ekki að vera neitt mál.”Sjá einnig: Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Rakel segist þó ítrekað hafa lent í því undanfarið ár að fólk setji spurningarmerki við það að hún skemmti sér án áfengis. Margir hafi meira að segja ráðlagt henni að taka með sér einhvern drykk í samkvæmi til að láta líta út fyrir að hún væri að drekka áfengi. „Ég var komin með fullt af klassískum ástæðum fyrir því að drekka ekki,“ skrifar hún. „„Ég er að vinna á morgun,“ „ég er á bíl“ eða „ég er að spara.“ En það sem kom mér mest á óvart var hvað fólk var alltaf tilbúið að finna lausn á þessu „vandamáli.“ „Það er allt í lagi að mæta smá þunnur eitt skipti í vinnuna,“ „þú getur bara skilið bílinn eftir og sótt hann á morgun,“ eða „ég á nóg af áfengi fyrir þig líka.“ Það var alltaf eins og það að ég sé edrú hafi verið að skemma skemmtunina hjá fólkinu sem var í glasi.“Þarf ekki áfengi til að skemmta sér með vinunum Rakel greinir frá einu atviki þar sem hún var spurð hvers vegna hún væri ekki að drekka, „með þvílíkum tón.“ Rakel hafi þá um hæl spurt: „Af hverju ert þú að drekka?“ „Manneskjan var móðguð en svaraði rosalega stolt: „Nú, til að geta skemmt mér.“ Ég svaraði: „Já, ég þarf ekki áfengi til að geta skemmt mér.“ Það er einmitt sá staður sem ég er komin á núna. Ég þarf ekki áfengi til að fara að skemmta mér og dansa með vinunum.“Sjá einnig: „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Rakel undirstrikar það að þó hún telji sig hafa þurft að hætta að drekka áfengi fyrir sjálfa sig, og sé stolt af því, útiloki hún það ekki að hún muni aldrei drekka áfengi aftur. Ef hún taki þá ákvörðun, eigi hún þó ekki að þurfa að útskýra það fyrir neinum. „Ég vil samt vekja athygli á því að það að vera edrú á ekki að vera „vandamál.” Ég á ekki að þurfa að afsaka það, fela það með glærum drykkjum eða vera tilbúin með einhverja æðislega afsökun til að vera látin í friði.”1 ár edrú! Þetta hljómar eins og ég eigi við áfengisvandamál að stríða en svo er ekki.Ég ákvað að hætta að drekka til a...Posted by Rakel Björt on 10. maí 2015 Tengdar fréttir „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41 Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Sjá meira
„Ég ákvað að hætta að drekka til að ná betri tökum á lífinu, finna sjálfa mig og hætta að fela mig á bak við áfengið á djamminu og koma mér úr skelinni,” skrifar háskólaneminn Rakel Björt Jónsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Færsluna, sem hefur vakið mikla athygli, skrifar hún í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hún hætti að drekka áfengi.Vísir hefur áður fjallað um unga Íslendinga sem kjósa áfengislausan lífstíl. Rakel Björt hætti sömuleiðis að drekka áfengi án þess að hún ætti við áfengisvandamál að stríða. Rakel samþykkti að deila innihaldi færslunnar með Vísi, en í henni segir Rakel frá reynslu sinni síðastliðið ár.Eins og hún væri að skemma fyrir þeim sem voru í glasi „Það voru margar erfiðar ákvarðanir sem ég þurfti að taka á þessu ári til að breyta lífinu mínu til hins betra og ég vildi gera það án áfengis,” útskýrir hún. „Ég á náttúrulega bestu vinkonur í heimi sem stóðu við bakið mitt og gerðu ekkert mál úr þessu. Enda á þetta ekki að vera neitt mál.”Sjá einnig: Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Rakel segist þó ítrekað hafa lent í því undanfarið ár að fólk setji spurningarmerki við það að hún skemmti sér án áfengis. Margir hafi meira að segja ráðlagt henni að taka með sér einhvern drykk í samkvæmi til að láta líta út fyrir að hún væri að drekka áfengi. „Ég var komin með fullt af klassískum ástæðum fyrir því að drekka ekki,“ skrifar hún. „„Ég er að vinna á morgun,“ „ég er á bíl“ eða „ég er að spara.“ En það sem kom mér mest á óvart var hvað fólk var alltaf tilbúið að finna lausn á þessu „vandamáli.“ „Það er allt í lagi að mæta smá þunnur eitt skipti í vinnuna,“ „þú getur bara skilið bílinn eftir og sótt hann á morgun,“ eða „ég á nóg af áfengi fyrir þig líka.“ Það var alltaf eins og það að ég sé edrú hafi verið að skemma skemmtunina hjá fólkinu sem var í glasi.“Þarf ekki áfengi til að skemmta sér með vinunum Rakel greinir frá einu atviki þar sem hún var spurð hvers vegna hún væri ekki að drekka, „með þvílíkum tón.“ Rakel hafi þá um hæl spurt: „Af hverju ert þú að drekka?“ „Manneskjan var móðguð en svaraði rosalega stolt: „Nú, til að geta skemmt mér.“ Ég svaraði: „Já, ég þarf ekki áfengi til að geta skemmt mér.“ Það er einmitt sá staður sem ég er komin á núna. Ég þarf ekki áfengi til að fara að skemmta mér og dansa með vinunum.“Sjá einnig: „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Rakel undirstrikar það að þó hún telji sig hafa þurft að hætta að drekka áfengi fyrir sjálfa sig, og sé stolt af því, útiloki hún það ekki að hún muni aldrei drekka áfengi aftur. Ef hún taki þá ákvörðun, eigi hún þó ekki að þurfa að útskýra það fyrir neinum. „Ég vil samt vekja athygli á því að það að vera edrú á ekki að vera „vandamál.” Ég á ekki að þurfa að afsaka það, fela það með glærum drykkjum eða vera tilbúin með einhverja æðislega afsökun til að vera látin í friði.”1 ár edrú! Þetta hljómar eins og ég eigi við áfengisvandamál að stríða en svo er ekki.Ég ákvað að hætta að drekka til a...Posted by Rakel Björt on 10. maí 2015
Tengdar fréttir „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41 Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Sjá meira
„Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41
Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00