Innlent

Reynt að kveikja í leikskólanum Holti í Breiðholtinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um er að ræða gamalt timburhús sem staðsett er við Völvufell 9.
Um er að ræða gamalt timburhús sem staðsett er við Völvufell 9. vísir/reykjavíkurborg/facebook
Svo virðist sem reynt hafi verið að kveikja í leikskólanum Holti í Breiðholtinu í dag en íbúi í hverfinu birti meðfylgjandi mynd í Facebook hópi Íbúasamtakanna Betra Breiðholts.

Um er að ræða gamalt timburhús sem staðsett er við Völvufell 9. Smávægilegar skemmdir eru fyrir utan bygginguna.

Svo virðist sem nágrannar við leikskólann hafi slökkt eldinn og er þeim þakkað fyrir snör handtök innan hópsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×