Innlent

Örtröð hjá sýslumanni vegna vegabréfsumsókna

Atli Ísleifsson skrifar
Af skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi í morgun.
Af skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi í morgun. Mynd/Katrín
Örtröð er nú á skrifstofu sýslumannsembættis höfuðborgarsvæðisins á Dalvegi í Kópavogi. Mikill fjöldi fólks hefur sótt á skrifstofuna síðustu daga til að sækja um nýtt vegabréf.

Í síðustu viku var sagt frá því að margir hafi þurft að bíða í á þriðju klukkustund eftir afgreiðslu.

Annríkið er rakið til þess að á tímabili voru gefin út fimm ára vegabréf og núna eru þessi fimm ára vegabréf farin að renna út. Það hefur bæst ofan á þessi venjulegu tíu ára sem eru að renna út.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×