Fer Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 11:26 Audi R18 þolakstursbíll Audi. Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent
Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent