Fer Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 11:26 Audi R18 þolakstursbíll Audi. Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent
Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent