Íslendingar eru Evrópumeistarar í yfirvinnu ingvar haraldsson skrifar 11. maí 2015 14:27 Iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnustundir í mánuði en kollegar þeirra í Evrópu. vísir/vilhelm Íslendingar vinna langmesta yfirvinnu allra Evrópuþjóð samkvæmt könnun Eurostat. Að meðaltal vinna Íslendingar 14 klukkutíma í mánuði í yfirvinnu en næsta þjóð á eftir er Malta, með 10 yfirvinnustundir í mánuði. Ósérhæfðir starfsmenn, og sérstaklega iðnaðarmenn, vinna enn fleiri yfirvinnutíma. Íslenskir iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en kollegar þeirra innan Evrópusambandsins samkvæmt því sem fram kemur í Markaðspunktum Arion banka. Þar er bent á að hér á landi hafi framleiðni lengi verið lægri en í hjá öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar bæti sér það upp með löngum vinnutíma og mikilli atvinnuþátttöku.Styttri vinnudagur, minna stress Rannsóknir hafa bent til þess að framleiðni geti minnkað um 10% til 15% sé unnar 10 til 20 stundir umfram 40 stunda vinnuviku. Þá hefur stytting vinnutíma verið sögð fækka fjarvistum, auka tryggð starfsmanna, draga úr stressi og þreytu, auk þess að bæta nýtingu vinnutíma. Einnig geti styttri yfirvinnutími þýtt að fyrirtæki geti frekar laðað að sér öfluga starfsmenn og dregið úr eftirliti með starfsmönnum þar sem vinnutíminn er styttri. Arion banki bendir einnig á að sé of mikill munur á dagvinnu- og yfirvinnutaxta geti skapast hvatar fyrir starfsfólk til að sækja frekar í yfirvinnu í þeim tilgangi að hækka heildartekjur sínar. Á Íslandi er algengt að yfirvinnuálag sé 60-70% ofan á dagvinnulaun.Íslendingar vinna meiri yfirvinnu en aðrar Evrópuþjóðir.mynd/arion bankiVerkföll gætu dregið úr hagvexti Í greiningu bankans er bent á að dragist verkföll á langinn gæti það orðið gífurlega skaðlegt fyrir efnahagslífið og dregið verulega úr hagvexti á þessu ári. „Það er því okkar von að aðilar vinnumarkaðarins horfi með opnum huga til lausna og íhugi vandlega hvort að breytingar á fyrirkomulagi yfirvinnu séu öllum til hagsbóta og þannig þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði,“ segir í greiningunni. Þá er einnig bent á að annað en endurskoðun á yfirvinnu sem gæti aukið framleiðni. T.d. bendi rannsóknir til þess að menntun, fjárfesting í upplýsingatækni, sterkt fjármálakerfi og erlend fjárfesting geti aukið framleiðni vinnuafls. Einnig megi velta fyrir sér hlutfallslega lág framlög til rannsóknar- og þróunarmála (1,9% af landsframleiðslu árið 2013), sem er undir meðaltali OECD (2,4% af landsframleiðslu 2013), standi framleiðni vexti fyrir þrifum. Tengdar fréttir Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Íslendingar vinna langmesta yfirvinnu allra Evrópuþjóð samkvæmt könnun Eurostat. Að meðaltal vinna Íslendingar 14 klukkutíma í mánuði í yfirvinnu en næsta þjóð á eftir er Malta, með 10 yfirvinnustundir í mánuði. Ósérhæfðir starfsmenn, og sérstaklega iðnaðarmenn, vinna enn fleiri yfirvinnutíma. Íslenskir iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en kollegar þeirra innan Evrópusambandsins samkvæmt því sem fram kemur í Markaðspunktum Arion banka. Þar er bent á að hér á landi hafi framleiðni lengi verið lægri en í hjá öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar bæti sér það upp með löngum vinnutíma og mikilli atvinnuþátttöku.Styttri vinnudagur, minna stress Rannsóknir hafa bent til þess að framleiðni geti minnkað um 10% til 15% sé unnar 10 til 20 stundir umfram 40 stunda vinnuviku. Þá hefur stytting vinnutíma verið sögð fækka fjarvistum, auka tryggð starfsmanna, draga úr stressi og þreytu, auk þess að bæta nýtingu vinnutíma. Einnig geti styttri yfirvinnutími þýtt að fyrirtæki geti frekar laðað að sér öfluga starfsmenn og dregið úr eftirliti með starfsmönnum þar sem vinnutíminn er styttri. Arion banki bendir einnig á að sé of mikill munur á dagvinnu- og yfirvinnutaxta geti skapast hvatar fyrir starfsfólk til að sækja frekar í yfirvinnu í þeim tilgangi að hækka heildartekjur sínar. Á Íslandi er algengt að yfirvinnuálag sé 60-70% ofan á dagvinnulaun.Íslendingar vinna meiri yfirvinnu en aðrar Evrópuþjóðir.mynd/arion bankiVerkföll gætu dregið úr hagvexti Í greiningu bankans er bent á að dragist verkföll á langinn gæti það orðið gífurlega skaðlegt fyrir efnahagslífið og dregið verulega úr hagvexti á þessu ári. „Það er því okkar von að aðilar vinnumarkaðarins horfi með opnum huga til lausna og íhugi vandlega hvort að breytingar á fyrirkomulagi yfirvinnu séu öllum til hagsbóta og þannig þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði,“ segir í greiningunni. Þá er einnig bent á að annað en endurskoðun á yfirvinnu sem gæti aukið framleiðni. T.d. bendi rannsóknir til þess að menntun, fjárfesting í upplýsingatækni, sterkt fjármálakerfi og erlend fjárfesting geti aukið framleiðni vinnuafls. Einnig megi velta fyrir sér hlutfallslega lág framlög til rannsóknar- og þróunarmála (1,9% af landsframleiðslu árið 2013), sem er undir meðaltali OECD (2,4% af landsframleiðslu 2013), standi framleiðni vexti fyrir þrifum.
Tengdar fréttir Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54