Herópið sem heyrðist um heim allan Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2015 10:34 Leeroy Jenkins vakti mikla athygli og fjölmargir hafa notað heróp hans til gríns og gamans. Fyrir rétt rúmum tíu árum var hópur ævintýramanna kominn saman fyrir utan dýflissu sem markmiðið var að gera árás á. Meðal þeirra voru miklir stríðskappar og galdramenn og saman mynduðu þeir hópinn Pals for Life. Saman skipulögðu þeir árásina sem hafði reynst þeim erfið hingað til, en einn þeirra var ekki að fylgjast með. Án nokkurs fyrirvara hleypur hann þó inn í dýflissuna öskrandi heróp sem átti eftir að vekja mikla athygli. Hinir í hópnum vissu ekki sitt rjúkandi ráð og það tók þá nokkrar sekúndur að elta stríðskappann, en áætlunin var ónýt. Þeir féllu allir í bardaga við skrímsli dýflissunnar á örskotsstundu, bölvandi Leeroy Jenkins fyrir óþolinmæði sína. Þessi atburðarrás átti sér stað í leiknum World of Warcraft þann 11. maí 2005. Myndband af árásinni misheppnuðu var birt á spjallsíðu Blizzard og vakti strax gífurlega athygli. Á þeim átta árum sem myndbandið hefur verið á Youtube er búið að horfa á upprunalega myndbandið rúmlega 43 milljón sinnum. Í gær voru tíu ár frá því að myndbandið var birt á internetinu í fyrsta sinn.Bandaríkjamaðurinn Ben Schulz spilaði sem Leeroy, en síðan myndbandið var birt hafa margir velt því fyrir sér hvort það hafi verið sviðsett. Hvergi hefur það þó fengist staðfest. Leikjavísir Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tíu árum var hópur ævintýramanna kominn saman fyrir utan dýflissu sem markmiðið var að gera árás á. Meðal þeirra voru miklir stríðskappar og galdramenn og saman mynduðu þeir hópinn Pals for Life. Saman skipulögðu þeir árásina sem hafði reynst þeim erfið hingað til, en einn þeirra var ekki að fylgjast með. Án nokkurs fyrirvara hleypur hann þó inn í dýflissuna öskrandi heróp sem átti eftir að vekja mikla athygli. Hinir í hópnum vissu ekki sitt rjúkandi ráð og það tók þá nokkrar sekúndur að elta stríðskappann, en áætlunin var ónýt. Þeir féllu allir í bardaga við skrímsli dýflissunnar á örskotsstundu, bölvandi Leeroy Jenkins fyrir óþolinmæði sína. Þessi atburðarrás átti sér stað í leiknum World of Warcraft þann 11. maí 2005. Myndband af árásinni misheppnuðu var birt á spjallsíðu Blizzard og vakti strax gífurlega athygli. Á þeim átta árum sem myndbandið hefur verið á Youtube er búið að horfa á upprunalega myndbandið rúmlega 43 milljón sinnum. Í gær voru tíu ár frá því að myndbandið var birt á internetinu í fyrsta sinn.Bandaríkjamaðurinn Ben Schulz spilaði sem Leeroy, en síðan myndbandið var birt hafa margir velt því fyrir sér hvort það hafi verið sviðsett. Hvergi hefur það þó fengist staðfest.
Leikjavísir Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira