Innlent

Sjöfn nýr forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Atli Ísleifsson skrifar
Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Sjöfn hefur störf þann 11. maí.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Sjöfn sé með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ, MA gráðu í alþjóðfræðum frá University of Denver og stundar nú doktorsnám við stjórnmálafræðideild HÍ.

„Síðustu ár hefur hún að mestu starfað við verkefnastjórn, rannsóknir og kennslu innan HÍ, var um tíma framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og vann ýmis störf hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands m.a. í Namibíu.“

Sjöfn tekur við stöðunni af Gesti Páli Reynissyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×