Bara undir í tæpar fimm mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 06:00 Haukarnir spiluðu frábærlega í úrslitakeppninni. vísir/ernir Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í fyrrakvöld eftir þrjá sigra í röð á móti nýliðum Aftureldingar en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka í fimm ár og jafnframt níundi titillinn hjá félaginu á þessari öld. Haukaliðið tapaði ekki leik alla úrslitakeppnina og vann liðin í 1. sæti (Valur), 2. sæti (Afturelding) og 4. sæti (FH) á leið sinni að titlinum. Fimm af átta sigrum Haukaliðsins í úrslitakeppninni komu því á útivelli. Haukar unnu ekki bara alla þrjá leikina á móti Mosfellingum, þeir voru líka með forystuna nær allan tímann í öllu einvíginu þrátt fyrir að spila tvo af leikjunum þremur á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Afturelding komst aðeins fjórum sinnum yfir í leikjunum þremur og aldrei meira en eitt mark yfir. Þegar tíminn er lagður saman kemur í ljós að Aftureldingarliðið var aðeins með forystuna í fjórar mínútur og 33 sekúndur í öllu einvíginu. Þetta gerir bara 2,5 prósent af mínútunum 180. Haukaliðið var aftur á móti yfir í 154 mínútur og 31 sekúndu í leikjunum þremur (85 prósent) og stóran hluta þess tíma var Hafnarfjarðarliðið með margra marka forystu. Haukar náðu fimm marka forskoti í öllum þremur leikjunum og komust sex mörkum yfir í fyrri hálfleiknum á bæði leik eitt og tvö. Lokaleikurinn var „jafnastur“ en þar voru Haukarnir með forystuna í 44 mínútur og náðu bara mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum. Í fyrstu tveimur leikjunum leiddu Mosfellingar aðeins í 56 sekúndur samanlagt eða eftir að Jóhann Jóhannsson kom liðinu í 3-2 í byrjun leiks eitt. Ellefu mínútum síðan var staðan hins vegar orðin 10-4 fyrir Haukaliðið. Afturelding var lengst með forystuna í einu í kringum hálfleikinn í þriðja og síðasta leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom þá liðinu yfir í 11-10 þremur sekúndum fyrir hálfleik og Haukar náðu ekki að jafna metin fyrr en eftir einnar mínútu og 43 sekúndna leik í seinni hálfleiknum. Forföll og reynsluleysi háði Aftureldingu vissulega í þessum lokaúrslitum en þegar á hólminn var komið áttu nýliðarnir engin svör við hungri Haukanna, sem ætluðu ekki að tapa þriðja úrslitaeinvíginu í röð.Lið með forystuna í lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015: Afturelding yfir: 3 mínútur og 43 sekúndur Jafnt: 22 mínútur og 6 sekúndur Haukar yfir: 154 mínútur og 31 sekúnda Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í fyrrakvöld eftir þrjá sigra í röð á móti nýliðum Aftureldingar en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka í fimm ár og jafnframt níundi titillinn hjá félaginu á þessari öld. Haukaliðið tapaði ekki leik alla úrslitakeppnina og vann liðin í 1. sæti (Valur), 2. sæti (Afturelding) og 4. sæti (FH) á leið sinni að titlinum. Fimm af átta sigrum Haukaliðsins í úrslitakeppninni komu því á útivelli. Haukar unnu ekki bara alla þrjá leikina á móti Mosfellingum, þeir voru líka með forystuna nær allan tímann í öllu einvíginu þrátt fyrir að spila tvo af leikjunum þremur á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Afturelding komst aðeins fjórum sinnum yfir í leikjunum þremur og aldrei meira en eitt mark yfir. Þegar tíminn er lagður saman kemur í ljós að Aftureldingarliðið var aðeins með forystuna í fjórar mínútur og 33 sekúndur í öllu einvíginu. Þetta gerir bara 2,5 prósent af mínútunum 180. Haukaliðið var aftur á móti yfir í 154 mínútur og 31 sekúndu í leikjunum þremur (85 prósent) og stóran hluta þess tíma var Hafnarfjarðarliðið með margra marka forystu. Haukar náðu fimm marka forskoti í öllum þremur leikjunum og komust sex mörkum yfir í fyrri hálfleiknum á bæði leik eitt og tvö. Lokaleikurinn var „jafnastur“ en þar voru Haukarnir með forystuna í 44 mínútur og náðu bara mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum. Í fyrstu tveimur leikjunum leiddu Mosfellingar aðeins í 56 sekúndur samanlagt eða eftir að Jóhann Jóhannsson kom liðinu í 3-2 í byrjun leiks eitt. Ellefu mínútum síðan var staðan hins vegar orðin 10-4 fyrir Haukaliðið. Afturelding var lengst með forystuna í einu í kringum hálfleikinn í þriðja og síðasta leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom þá liðinu yfir í 11-10 þremur sekúndum fyrir hálfleik og Haukar náðu ekki að jafna metin fyrr en eftir einnar mínútu og 43 sekúndna leik í seinni hálfleiknum. Forföll og reynsluleysi háði Aftureldingu vissulega í þessum lokaúrslitum en þegar á hólminn var komið áttu nýliðarnir engin svör við hungri Haukanna, sem ætluðu ekki að tapa þriðja úrslitaeinvíginu í röð.Lið með forystuna í lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015: Afturelding yfir: 3 mínútur og 43 sekúndur Jafnt: 22 mínútur og 6 sekúndur Haukar yfir: 154 mínútur og 31 sekúnda
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15