Innlent

Tugir látnir þegar skóverksmiðja brann á Filippseyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Talið er að eldurinn hafi orsakast af völdum neista vegna framkvæmda við inngang verksmiðjunnar.
Talið er að eldurinn hafi orsakast af völdum neista vegna framkvæmda við inngang verksmiðjunnar. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 31 er látinn eftir stórbruna í skóverksmiðju skammt frá filippseysku höfuðborginni Manila fyrr í dag. Reuters greinir frá þessu.

Verksmiðjan er í bænum Valenzuela norður af Manila. Að sögn talsmanns yfirvalda flúðu margir starfsmenn upp á aðra hæð verksmiðjunnar þegar eldurinn kviknaði og þar hafi þeir brunnið inni.

Talið er að eldurinn hafi orsakast af völdum neista vegna framkvæmda við inngang verksmiðjunnar.

Eldurinn logaði í um fimm klukkutíma áður en slökkvilið náði tökum á eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×