Haukarnir slökktu í Pétri í úrslitaeinvíginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2015 18:00 Pétur var í strangri gæslu hjá varnarmönnum Hauka í úrslitaeinvíginu. vísir/ernir Haukar sýndu mátt sinn og megin í úrslitakeppninni í handbolta sem lauk í fyrradag. Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunum á mánudaginn. Haukar spiluðu frábæran varnarleik í úrslitakeppninni og fengu aðeins á sig 156 mörk í leikjunum átta, eða 22,5 mörk að meðaltali í leik. Í úrslitaeinvíginu fengu Haukar aðeins á sig 20,7 mörk að meðaltali í leik. Það vakti sérstaka athygli hversu vel vörn Hafnfirðinga gekk að halda aftur af Pétri Júníussyni, línumanni Aftureldingar. Pétur spilaði frábærlega í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍR og skoraði þar 26 mörk, eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. Hann var sérstaklega heitur í síðustu þremur leikjunum þar sem hann gerði 21 mark en þar af komu níu í oddaleiknum að Varmá sem Mosfellingar unnu 30-29. Pétur var svo verðlaunaður fyrir frammistöðuna með sæti í landsliðshópnum fyrir leikina gegn Serbíu.Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, var öflugur í vörninni í úrslitakeppninni.vísir/erniHaukarnir lögðu greinilega sérstaka áherslu á að stoppa Pétur því hann skoraði aðeins þrjú mörk í leikjunum þremur í úrslitunum; eitt í fyrsta leiknum, ekkert í öðrum leiknum og tvö í þeim þriðja. Hann fór semsagt því úr því að skora 5,2 mörk að meðaltali gegn ÍR í 1,0 mark að meðaltali gegn Haukum. Pétur tók aðeins sex skot í öllu einvíginu við Hauka og fiskaði aðeins tvö vítaköst. Vissulega söknuðu Mosfellingar Jóhanns Gunnars Einarssonar sem var duglegur að dæla boltanum inn á línuna í vetur en varnarmenn Hauka fá engu að síður stórt prik í kladdann fyrir framgöngu sína í úrslitunum. Haukavörnin, með þá Jón Þorbjörn Jóhannsson og Matthías Árna Ingimarsson í broddi fylkingar, hélt einnig aftur af landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni í undanúrslitaleikjum við Val. Kári, sem gekk í raðir ÍBV í gær, skoraði 10 mörk í leikjunm þremur í undanúrslitunum, eða 3,3 mörk að meðaltali í leik. Til samanburðar skoraði Kári 4,0 mörk að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Það má því segja að Haukarnir hafi slökkt í einum núverandi og einum verðandi línumanni í landsliðinu í úrslitakeppninni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Örn Ingi markahæstur í úrslitakeppninni Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum. 12. maí 2015 19:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 24-32 | Burst í Vodafone-höllinni Haukar tóku forystuna í einvíginu við Val eftir stórsigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 24-32, Hafnfirðingum í vil. 16. apríl 2015 18:30 Bara undir í tæpar fimm mínútur Haukar voru með forystu í 85 prósentum af lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015. 13. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-29 | Haukar sópuðu Valsmönnum úr leik Haukar hreinlega völtuðu yfir Valsmenn, 29-22, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild karla og sópuðu því deildarmeisturunum úr leik 3-0. Lið Vals náði sér aldrei á strik í einvíginu. 21. apríl 2015 16:24 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Bara annað félagið í sögunni sem vinnur titilinn níu sinnum á sextán árum Haukar jöfnuðu í gær met FH-inga frá sjötta og sjöunda áratugnum þegar félagið vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil í karlaflokki frá og með árinu 2000. 12. maí 2015 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 21-19 | Giedrius magnaður í öðrum sigri Hauka á Val Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur í Schenker-höllinni í dag. Lokatölur 21-19, Haukum í vil. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Lykilinn er að vera tilbúinn að læra af öðrum Patrekur Jóhannesson gerði Hauka að Íslandsmeisturum á mánudagskvöldið þegar liðið lauk fullkominni úrslitakeppni með því að sópa Aftureldingu í lokaúrslitum. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Patreks. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Haukar sýndu mátt sinn og megin í úrslitakeppninni í handbolta sem lauk í fyrradag. Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunum á mánudaginn. Haukar spiluðu frábæran varnarleik í úrslitakeppninni og fengu aðeins á sig 156 mörk í leikjunum átta, eða 22,5 mörk að meðaltali í leik. Í úrslitaeinvíginu fengu Haukar aðeins á sig 20,7 mörk að meðaltali í leik. Það vakti sérstaka athygli hversu vel vörn Hafnfirðinga gekk að halda aftur af Pétri Júníussyni, línumanni Aftureldingar. Pétur spilaði frábærlega í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍR og skoraði þar 26 mörk, eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. Hann var sérstaklega heitur í síðustu þremur leikjunum þar sem hann gerði 21 mark en þar af komu níu í oddaleiknum að Varmá sem Mosfellingar unnu 30-29. Pétur var svo verðlaunaður fyrir frammistöðuna með sæti í landsliðshópnum fyrir leikina gegn Serbíu.Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, var öflugur í vörninni í úrslitakeppninni.vísir/erniHaukarnir lögðu greinilega sérstaka áherslu á að stoppa Pétur því hann skoraði aðeins þrjú mörk í leikjunum þremur í úrslitunum; eitt í fyrsta leiknum, ekkert í öðrum leiknum og tvö í þeim þriðja. Hann fór semsagt því úr því að skora 5,2 mörk að meðaltali gegn ÍR í 1,0 mark að meðaltali gegn Haukum. Pétur tók aðeins sex skot í öllu einvíginu við Hauka og fiskaði aðeins tvö vítaköst. Vissulega söknuðu Mosfellingar Jóhanns Gunnars Einarssonar sem var duglegur að dæla boltanum inn á línuna í vetur en varnarmenn Hauka fá engu að síður stórt prik í kladdann fyrir framgöngu sína í úrslitunum. Haukavörnin, með þá Jón Þorbjörn Jóhannsson og Matthías Árna Ingimarsson í broddi fylkingar, hélt einnig aftur af landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni í undanúrslitaleikjum við Val. Kári, sem gekk í raðir ÍBV í gær, skoraði 10 mörk í leikjunm þremur í undanúrslitunum, eða 3,3 mörk að meðaltali í leik. Til samanburðar skoraði Kári 4,0 mörk að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Það má því segja að Haukarnir hafi slökkt í einum núverandi og einum verðandi línumanni í landsliðinu í úrslitakeppninni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Örn Ingi markahæstur í úrslitakeppninni Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum. 12. maí 2015 19:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 24-32 | Burst í Vodafone-höllinni Haukar tóku forystuna í einvíginu við Val eftir stórsigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 24-32, Hafnfirðingum í vil. 16. apríl 2015 18:30 Bara undir í tæpar fimm mínútur Haukar voru með forystu í 85 prósentum af lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015. 13. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-29 | Haukar sópuðu Valsmönnum úr leik Haukar hreinlega völtuðu yfir Valsmenn, 29-22, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild karla og sópuðu því deildarmeisturunum úr leik 3-0. Lið Vals náði sér aldrei á strik í einvíginu. 21. apríl 2015 16:24 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Bara annað félagið í sögunni sem vinnur titilinn níu sinnum á sextán árum Haukar jöfnuðu í gær met FH-inga frá sjötta og sjöunda áratugnum þegar félagið vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil í karlaflokki frá og með árinu 2000. 12. maí 2015 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 21-19 | Giedrius magnaður í öðrum sigri Hauka á Val Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur í Schenker-höllinni í dag. Lokatölur 21-19, Haukum í vil. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Lykilinn er að vera tilbúinn að læra af öðrum Patrekur Jóhannesson gerði Hauka að Íslandsmeisturum á mánudagskvöldið þegar liðið lauk fullkominni úrslitakeppni með því að sópa Aftureldingu í lokaúrslitum. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Patreks. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Örn Ingi markahæstur í úrslitakeppninni Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum. 12. maí 2015 19:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 24-32 | Burst í Vodafone-höllinni Haukar tóku forystuna í einvíginu við Val eftir stórsigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 24-32, Hafnfirðingum í vil. 16. apríl 2015 18:30
Bara undir í tæpar fimm mínútur Haukar voru með forystu í 85 prósentum af lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015. 13. maí 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-29 | Haukar sópuðu Valsmönnum úr leik Haukar hreinlega völtuðu yfir Valsmenn, 29-22, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild karla og sópuðu því deildarmeisturunum úr leik 3-0. Lið Vals náði sér aldrei á strik í einvíginu. 21. apríl 2015 16:24
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Bara annað félagið í sögunni sem vinnur titilinn níu sinnum á sextán árum Haukar jöfnuðu í gær met FH-inga frá sjötta og sjöunda áratugnum þegar félagið vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil í karlaflokki frá og með árinu 2000. 12. maí 2015 14:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 21-19 | Giedrius magnaður í öðrum sigri Hauka á Val Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur í Schenker-höllinni í dag. Lokatölur 21-19, Haukum í vil. 18. apríl 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15
Lykilinn er að vera tilbúinn að læra af öðrum Patrekur Jóhannesson gerði Hauka að Íslandsmeisturum á mánudagskvöldið þegar liðið lauk fullkominni úrslitakeppni með því að sópa Aftureldingu í lokaúrslitum. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Patreks. 14. maí 2015 07:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn