Að vera geislafræðingur Nellý Pétursdóttir skrifar 15. maí 2015 10:46 Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun