Heimilisofbeldi einkenndi lífið: Ábyrgð sem ekkert barn á að þurfa að bera Linda Blöndal skrifar 15. maí 2015 18:30 Börn segja ekki frá heimilisofbeldi að eigin frumkvæði, segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og tengiliður fórnarlamba vegna vistheimila en hún deildi eigin reynslu af heimilisofbeldi í æsku á opnum fundi um málefnið í dag. Guðrún hefur undanfarin fimm ár leiðbeint fólki sem telur að á sér hafi verið brotið á vistheimilum ríkisins. Hennar hlutverk hefur verið að aðstoða fyrrverandi vistmenn við að sækja endurhæfingu og mögulegar sanngirnisbætur en til þess var hún ráðin af innanríkisráðuneytinu haustið 2010. Á málþingi um heimilisofbeldi í Háskólanum í Reykjavík sagði Guðrún óvænt í erindi sínu, frá því því hvernig heimilisofbeldi hún sjálf ólst upp við í æsku og hvers vegna það tók hana tugi ára að rifja það upp og koma því í orð.Hlutverk hennar að róa föður sinn niður Guðrún bjó við líkamlegt ofbeldi sem faðir hennar beitti móður hennar og nefndi erindi sitt „Að taka upp úr bakpokanum". Hún upplifði það þegar heimilið var lagt í rúst þegar faðir hennar varð ölvaður og þrjá lögreglumenn hafi þurft til að koma honum út úr húsi. Skömmin og þögnin hafi einkennt allt sem á eftir fór og sem barn hafi hún fengið óeðlilega mikil „völd” eins og hún orðar það sjálf. Með því að fá mikilvægt hlutverk við að róa föður sinn niður hafi hún tekið ábyrgð sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Guðrún segir að hún verið eins og börn eru enn í dag og ekki sagt neinum frá ofbeldinu en fram kom í málefnum fleiri fyrirlesara að ná þyrfti betur til barna og fá þau til að segja frá. Guðrún segist vilja vera fyrirmynd í starfi sínu með því að segja frá sinni eigin reynslu og nýta hana til að vinna betur í málaflokknum. Aðspurð af hverju hún hafi valið tímapunktinn í dag til að segja frá segir hún að vinna sín þessa dagana hafi dregið minningarnar fram.Vildi vera fyrirmynd „Kannski er ég að segja frá af því að ég er að vinna í nefnd um heimilisofbeldi og við erum að fara út um allt land og tala um það sem gæti verið best fyrir börn. Hvernig kerfið getur unnið betur að því að aðstoða börn og aðstoða þau sem fyrst”, sagði Guðrún. „Það varð bara þvílíkt endurkast fyrir mig sjálfa að vinna að þessu og ég ákvað bara að vera stór og sterk í dag og vera fyrirmynd fyrir aðra. Þetta má ekki vera svona mikið leyndarmál. Reynslan er nefnilega alveg í frumunum á manni og fer ekkert”. Guðrún sagði frá því hvernig átökin í miðbænum í búsáhaldabyltingunni eitt sinn gerðu hana svo skelfda að hún þurfti að fá manneskju til að styðja sig áfram á vinnustað sinn. Síðan í æsku hafi hún ávallt hræðst læti og ofbeldi og á undanförnum árum fundið það vekja upp óttann sem hún bjó við sem ung stúlka. Heima hjá henni í æsku hafi ofbeldið varað í tímabilum og verið tengt áfengisneyslu. „Og vegna reynslu minnar sé ég kannski svo skýrt hvernig fjölskylda er sem þarf á hjálp að halda út af ofbeldi”, segir Guðrún enn fremur. “Börn segja ekkert frá að eigin frumkvæði”. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Börn segja ekki frá heimilisofbeldi að eigin frumkvæði, segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og tengiliður fórnarlamba vegna vistheimila en hún deildi eigin reynslu af heimilisofbeldi í æsku á opnum fundi um málefnið í dag. Guðrún hefur undanfarin fimm ár leiðbeint fólki sem telur að á sér hafi verið brotið á vistheimilum ríkisins. Hennar hlutverk hefur verið að aðstoða fyrrverandi vistmenn við að sækja endurhæfingu og mögulegar sanngirnisbætur en til þess var hún ráðin af innanríkisráðuneytinu haustið 2010. Á málþingi um heimilisofbeldi í Háskólanum í Reykjavík sagði Guðrún óvænt í erindi sínu, frá því því hvernig heimilisofbeldi hún sjálf ólst upp við í æsku og hvers vegna það tók hana tugi ára að rifja það upp og koma því í orð.Hlutverk hennar að róa föður sinn niður Guðrún bjó við líkamlegt ofbeldi sem faðir hennar beitti móður hennar og nefndi erindi sitt „Að taka upp úr bakpokanum". Hún upplifði það þegar heimilið var lagt í rúst þegar faðir hennar varð ölvaður og þrjá lögreglumenn hafi þurft til að koma honum út úr húsi. Skömmin og þögnin hafi einkennt allt sem á eftir fór og sem barn hafi hún fengið óeðlilega mikil „völd” eins og hún orðar það sjálf. Með því að fá mikilvægt hlutverk við að róa föður sinn niður hafi hún tekið ábyrgð sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Guðrún segir að hún verið eins og börn eru enn í dag og ekki sagt neinum frá ofbeldinu en fram kom í málefnum fleiri fyrirlesara að ná þyrfti betur til barna og fá þau til að segja frá. Guðrún segist vilja vera fyrirmynd í starfi sínu með því að segja frá sinni eigin reynslu og nýta hana til að vinna betur í málaflokknum. Aðspurð af hverju hún hafi valið tímapunktinn í dag til að segja frá segir hún að vinna sín þessa dagana hafi dregið minningarnar fram.Vildi vera fyrirmynd „Kannski er ég að segja frá af því að ég er að vinna í nefnd um heimilisofbeldi og við erum að fara út um allt land og tala um það sem gæti verið best fyrir börn. Hvernig kerfið getur unnið betur að því að aðstoða börn og aðstoða þau sem fyrst”, sagði Guðrún. „Það varð bara þvílíkt endurkast fyrir mig sjálfa að vinna að þessu og ég ákvað bara að vera stór og sterk í dag og vera fyrirmynd fyrir aðra. Þetta má ekki vera svona mikið leyndarmál. Reynslan er nefnilega alveg í frumunum á manni og fer ekkert”. Guðrún sagði frá því hvernig átökin í miðbænum í búsáhaldabyltingunni eitt sinn gerðu hana svo skelfda að hún þurfti að fá manneskju til að styðja sig áfram á vinnustað sinn. Síðan í æsku hafi hún ávallt hræðst læti og ofbeldi og á undanförnum árum fundið það vekja upp óttann sem hún bjó við sem ung stúlka. Heima hjá henni í æsku hafi ofbeldið varað í tímabilum og verið tengt áfengisneyslu. „Og vegna reynslu minnar sé ég kannski svo skýrt hvernig fjölskylda er sem þarf á hjálp að halda út af ofbeldi”, segir Guðrún enn fremur. “Börn segja ekkert frá að eigin frumkvæði”.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira