Innlent

Fá ekki að slátra svínum: Síld og fiskur vill undanþágu frá samkeppnislögum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Beiðnum vegna svínaslátrunar var frestað en öllum nema einni beiðni um alífuglaslátrun var hafnað.
Beiðnum vegna svínaslátrunar var frestað en öllum nema einni beiðni um alífuglaslátrun var hafnað. Vísir/Auðunn
Undanþágubeiðni vegna svínaslátrunar var frestað á fundi undanþágunefndar Dýralæknafélags Íslands. Síld og fiskur hefur óskað eftir undanþágu frá Samkeppnislögum til að geta gefið yfirlýsingu um að kjötið fari ekki í sölu.Nokkrar beiðnir lágu fyrir á fundi nefndarinnar í dag vegna svína- og alífuglaslátrunar. Beiðnum vegna svínaslátrunar var frestað en öllum nema einni beiðni um alífuglaslátrun var hafnað.Sigríður Gísladóttir, stjórnarmaður í Dýralæknafélagi Íslands, segir að afgreiðslu beiðnanna hafi verið frestað meðal annars vegna þess að ekki hafi legið fyrir yfirlýsingar um að kjötið færi ekki í sölu.„Niðurstaða undanþágunefndar var sú að það verður frestað afgreiðslu beiðnum um svínaslátrun. Í fyrsta lagi vantaði yfirlýsingu um geymslu eða frystingu auk þess sem það hafa ekki komið skýrslur um dýravelferð á þessum búum sem óskað er eftir slátrum frá,“ segir hún.„Svo voru þarna beiðnir um alífuglaslátrun og þeim var hafnað frá öllum nema Ísfugli en þeir hafa haldið samkomulag um geymslu en afgreiðslu á þeirri beiðni hefur einnig verið frestað.“Gert er ráð fyrir að beiðnirnar verði teknar fyrir aftur á morgun en það mun þó ráðast af því hvernig samningafundur í kjaradeilu dýralækna fer í dag.Gunn­ar Þór Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar og fisks, segir niðurstöðuna vonbrigði.„Það eru ákveðin vonbrigði að þeir skuli ekki ahfa samþykkt þessa beiðni okkar um að slátra en vonandi verður jákvæð niðurstaða þegar þeir afgreiða beiðnina endanlega,“ segir hann.Ekki er ljóst hvort að fyrirtækið muni gefa út yfirlýsingu um að kjötið farið ekki í sölu.„Við sendum í morgun beiðni til Samkeppniseftirlitsins um undanþágu frá samkeppnislögum þannig að við gætum haft samráð við aðra svínaræktendur um þessa ráðstöfun þannig að við bíðum eiginlega eftir Samkeppniseftirlitinu til að vita hvort okkur sé heimilt að gefa slíka yfirlýsingu,“ segir hann.Ekki er ljóst hvenær niðurstaða Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.