Innlent

Handtóku þrjá vegna vegabréfa

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo karlmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að þeir höfðu framvísað vegabréfum, öðru í eigu annars einstaklings en hinu fölsuðu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að annar þeirra, sem handtekinn var í gær, hafi sagst hafa keypt vegabréfið, sem var grískt, fyrir 850 evrur.

„Í síðustu viku hafði þriðji einstaklingurinn verið handtekinn þegar hann framvísaði vegabréfi sem tilkynnt hafði verið um stuld á. Við nánari skoðun  kom í ljós að búið var að breytifalsa það. Ofangreind þrjú mál eru öll komin í hefðbundinn farveg,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×