Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir skrifar 18. maí 2015 16:48 Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun