Drap tvö lömb en ók á brott: "Kindin var mjög hrædd og stjörf í augunum“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2015 10:30 Erna Ósk Guðnadóttir, sem tók mynd af vettvangi, biðlar til fólks að láta vita ef ekið er á lömb á vegum landsins. Erna Ósk Guðnadóttir, bóndi í Reykhólahreppi, kom að tveimur lömbum í sinni eigu dauðum á miðjum veginum skammt frá bæ sínum í Gufudal um kvöldmatarleytið í gær. Einhver hafði þá keyrt á lömbin og ekið í burtu án þess að láta vita hvað hafði gerst. Erna Ósk birti myndir af aðkomunni á Facebook-síðu í gær. „Það var mjólkurbíllinn sem kom fyrst að lömbunum og lét vita. Ég brunaði þá strax af stað og aðkoman var þessi. Dýrin voru þá farin en þetta var þó tiltölulega nýskeð þar sem þau voru enn volg.“Hrædd og stjörf Hún segist ekki ánægð með þessa hegðun, að aka á dýr og keyra svo í burtu án þess að láta vita. „Þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja skipti sem svona gerist. Oft lætur fólk lömbin út fyrir veg en margir keyra bara í burtu,“ segir Erna Ósk. „Mér finnst þetta mjög vont þar sem eins og í gær þá var kindin yfir lömbunum sínum báðum á miðjum veginum. Hún var að syrgja lömbin sín og gá hvort hún gæti ekki hreyft við þeim. Það eitt og sér er náttúrulega stórhættulegt því að svo kemur næsti bíll og þá er kind á miðjum veginum,“ bætir Erna við. „Kindin var mjög hrædd og stjörf í augunum þannig að hún hefði ekki endilega hlaupið af veginum ef annar bíll kæmi.“Veit ekki hvað fólk hræðistErna Ósk segir mikla slysahættu fylgja því að skilja hræ eftir með þessum hætti. „Þetta er líka rosalega ljótt gagnvart dýrunum ef annað lambið hefði til dæmis verið lifandi og mögulega verið hægt að bjarga því. Ég veit ekki hvað fólk hræðist þegar það keyrir svona í burtu. Kannski hræðist það að bóndinn rukki fólk. Ég persónulega myndi ekki gera það. Ég er tryggð fyrir svona þannig að ég fæ þetta bætt.“Hvernig á fólk að bregðast við ef svona gerist?„Ef svona gerist þá getur fólk hringt í 112 og lögreglan hefur þá samband við okkur. Einnig er hægt að hringja á næsta bæ þar sem það skiptir ekki máli hvaða bóndi á lambið, bara að það sé hringt og látið vita. Þá fer sá bóndi og tékkar á lömbunum og lætur réttan eiganda vita. Eins skiptir það mjög miklu máli – þar sem við erum með bókhald yfir allar kindur okkar – að þau lömb sem koma ekki fram, maður er kannski að eyða miklum tíma í að leita að þeim. Þau eiga jú að vera á lífi en þá er kannski einhver búinn að keyra á þau og henda út fyrir veg.“Dýrin með tilfinningar Erna Ósk bendir á að dýrin hafi einnig tilfinningar alveg eins og við mannfólkið. „Rollan þarna er með tvö lömb og bæði eru þau drepin. Það þarf að fylgjast með henni og athuga hvort hún fái ekki júgurbólgu til dæmis. Ef hún fær júgurbólgu er hún svo gott sem dauð, þar sem þá er ekki hægt að nýta hana aftur. Það eru margar hliðar á þessu.“ Hún biður fólk um að láta vita ef ekið er á fé á vegum landsins. „Það er enginn að fara að skamma fólk eða verða reiður eða neitt. Við erum öll mjög þakklát ef fólk lætur bara vita.“ Mér finnst alltaf jafn ljótt að koma að svona !!! Þú sem keyrðir yfir lömbin mín og lést mig ekki vita ættir að skammast...Posted by Erna Ósk Guðnadóttir on Monday, 18 May 2015 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Erna Ósk Guðnadóttir, bóndi í Reykhólahreppi, kom að tveimur lömbum í sinni eigu dauðum á miðjum veginum skammt frá bæ sínum í Gufudal um kvöldmatarleytið í gær. Einhver hafði þá keyrt á lömbin og ekið í burtu án þess að láta vita hvað hafði gerst. Erna Ósk birti myndir af aðkomunni á Facebook-síðu í gær. „Það var mjólkurbíllinn sem kom fyrst að lömbunum og lét vita. Ég brunaði þá strax af stað og aðkoman var þessi. Dýrin voru þá farin en þetta var þó tiltölulega nýskeð þar sem þau voru enn volg.“Hrædd og stjörf Hún segist ekki ánægð með þessa hegðun, að aka á dýr og keyra svo í burtu án þess að láta vita. „Þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja skipti sem svona gerist. Oft lætur fólk lömbin út fyrir veg en margir keyra bara í burtu,“ segir Erna Ósk. „Mér finnst þetta mjög vont þar sem eins og í gær þá var kindin yfir lömbunum sínum báðum á miðjum veginum. Hún var að syrgja lömbin sín og gá hvort hún gæti ekki hreyft við þeim. Það eitt og sér er náttúrulega stórhættulegt því að svo kemur næsti bíll og þá er kind á miðjum veginum,“ bætir Erna við. „Kindin var mjög hrædd og stjörf í augunum þannig að hún hefði ekki endilega hlaupið af veginum ef annar bíll kæmi.“Veit ekki hvað fólk hræðistErna Ósk segir mikla slysahættu fylgja því að skilja hræ eftir með þessum hætti. „Þetta er líka rosalega ljótt gagnvart dýrunum ef annað lambið hefði til dæmis verið lifandi og mögulega verið hægt að bjarga því. Ég veit ekki hvað fólk hræðist þegar það keyrir svona í burtu. Kannski hræðist það að bóndinn rukki fólk. Ég persónulega myndi ekki gera það. Ég er tryggð fyrir svona þannig að ég fæ þetta bætt.“Hvernig á fólk að bregðast við ef svona gerist?„Ef svona gerist þá getur fólk hringt í 112 og lögreglan hefur þá samband við okkur. Einnig er hægt að hringja á næsta bæ þar sem það skiptir ekki máli hvaða bóndi á lambið, bara að það sé hringt og látið vita. Þá fer sá bóndi og tékkar á lömbunum og lætur réttan eiganda vita. Eins skiptir það mjög miklu máli – þar sem við erum með bókhald yfir allar kindur okkar – að þau lömb sem koma ekki fram, maður er kannski að eyða miklum tíma í að leita að þeim. Þau eiga jú að vera á lífi en þá er kannski einhver búinn að keyra á þau og henda út fyrir veg.“Dýrin með tilfinningar Erna Ósk bendir á að dýrin hafi einnig tilfinningar alveg eins og við mannfólkið. „Rollan þarna er með tvö lömb og bæði eru þau drepin. Það þarf að fylgjast með henni og athuga hvort hún fái ekki júgurbólgu til dæmis. Ef hún fær júgurbólgu er hún svo gott sem dauð, þar sem þá er ekki hægt að nýta hana aftur. Það eru margar hliðar á þessu.“ Hún biður fólk um að láta vita ef ekið er á fé á vegum landsins. „Það er enginn að fara að skamma fólk eða verða reiður eða neitt. Við erum öll mjög þakklát ef fólk lætur bara vita.“ Mér finnst alltaf jafn ljótt að koma að svona !!! Þú sem keyrðir yfir lömbin mín og lést mig ekki vita ættir að skammast...Posted by Erna Ósk Guðnadóttir on Monday, 18 May 2015
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira