Undirbúa breytingar á rekstri heilsugæslustöðva Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2015 13:26 Stjórnun og skipulagi stöðvanna verður breytt í áföngum á þremur stöðvum í einu og verða fyrstu stöðvarnar Heilsugæslan Grafarvogi, Heilsugæslan Glæsibæ og Heilsugæslan Mjódd. Vísir/Stefán Breytingar á rekstri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru nú í undirbúningi sem eiga að miða að því að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að bæta vinnuumhverfi starfsmanna. Í tilkynningu frá Heilsugæslunni segir að áætlað sé að það muni taka tvö ár að hrinda breytingunum í framkvæmd á þeim fimmtán heilsugæslustöðvum sem Heilsugæsla höfuðborgarssvæðisins rekur í dag í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og í Hafnarfirði. „Byrjað verður á breytingunum næsta haust og á þeim að vera lokið haustið 2017. Stjórnun og skipulagi stöðvanna verður breytt í áföngum á þremur stöðvum í einu og verða fyrstu stöðvarnar Heilsugæslan Grafarvogi, Heilsugæslan Glæsibæ og Heilsugæslan Mjódd.“Hyggjast bæta aðgengiSvanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að með þessum breytingum sé stefnt að því að auka og bæta aðgengi notenda að daglegri þjónustu heilsugæslunnar. „Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni þar sem ólíkum þörfum notendanna er mætt og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á,“ segir Svanhvít. Í tilkynningunni segir að á undanförnum árum hafi viðfangsefni heilsugæslunnar verið að breytast með vaxandi tíðni lífsstílssjúkdóma, geðrænna vandamála og auknum fjölda sjúklinga sem þurfa mikinn og alhliða stuðning. „Um leið hefur verið skortur á sérhæfðu starfsfólki sem kallar á nýja nálgun. Stjórn heilsugæslunnar hefur ákveðið að bregðast við með því að taka frumkvæði og nýta möguleika sem felast í nýju umhverfi til að efla starfsemina. Megináherslur breytinganna eru skilvirkari stjórn, samhæfð þjónusta og sjálfstæðari rekstur stöðvanna.“Styttri boðleiðir - skilvirkari reksturÆtlunin er að lágmarka miðstýringu, skýra ábyrgð stöðva og stytta boðleiðir. Til að gera stjórnun þeirra skilvirkari verður einn rekstrarlega ábyrgur stjórnandi á hverri heilsugæslustöð í stað tveggja nú. Þeir sem ekki verða yfirmenn áfram munu eiga kost á tilfærslu í starfi eða nýjum verkefnum. Enginn missir vinnu vegna þessara breytinga. Til að gera þjónustuna markvissari verður teymisvinna grunnstef í starfsemi stöðvanna. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvunum að taka á flóknum vandamálum með fjölbreyttum úrræðum. Virkari notkun gæðastaðla og viðmiða mun einnig stuðla að auknum gæðum þjónustunnar. Fjárhagsrammi stöðvanna mun ráðast af greiðslulíkani sem byggir á fjölda, aldri og heilsufari skjólstæðinga, ásamt árangurs- og gæðaþáttum. Í breyttu skipulagi mun starfsfólk fá aukið sjálfstæði til að móta starfsemina og til að útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúanna og uppfyllir um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati. Starfsfólkið mun fá tækifæri til móta störf sín og starfsumhverfi og lögð verður áhersla á samstarf við menntastofnanir og aukinn stuðning við heilbrigðisstarfsfólk í sérnámi. Stjórnendur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vænta þess að þannig verði heilsugæslan spennandi vettvangur og samkeppnishæfur valkostur fyrir fyrir nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks.“ Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Breytingar á rekstri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru nú í undirbúningi sem eiga að miða að því að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að bæta vinnuumhverfi starfsmanna. Í tilkynningu frá Heilsugæslunni segir að áætlað sé að það muni taka tvö ár að hrinda breytingunum í framkvæmd á þeim fimmtán heilsugæslustöðvum sem Heilsugæsla höfuðborgarssvæðisins rekur í dag í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og í Hafnarfirði. „Byrjað verður á breytingunum næsta haust og á þeim að vera lokið haustið 2017. Stjórnun og skipulagi stöðvanna verður breytt í áföngum á þremur stöðvum í einu og verða fyrstu stöðvarnar Heilsugæslan Grafarvogi, Heilsugæslan Glæsibæ og Heilsugæslan Mjódd.“Hyggjast bæta aðgengiSvanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að með þessum breytingum sé stefnt að því að auka og bæta aðgengi notenda að daglegri þjónustu heilsugæslunnar. „Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni þar sem ólíkum þörfum notendanna er mætt og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á,“ segir Svanhvít. Í tilkynningunni segir að á undanförnum árum hafi viðfangsefni heilsugæslunnar verið að breytast með vaxandi tíðni lífsstílssjúkdóma, geðrænna vandamála og auknum fjölda sjúklinga sem þurfa mikinn og alhliða stuðning. „Um leið hefur verið skortur á sérhæfðu starfsfólki sem kallar á nýja nálgun. Stjórn heilsugæslunnar hefur ákveðið að bregðast við með því að taka frumkvæði og nýta möguleika sem felast í nýju umhverfi til að efla starfsemina. Megináherslur breytinganna eru skilvirkari stjórn, samhæfð þjónusta og sjálfstæðari rekstur stöðvanna.“Styttri boðleiðir - skilvirkari reksturÆtlunin er að lágmarka miðstýringu, skýra ábyrgð stöðva og stytta boðleiðir. Til að gera stjórnun þeirra skilvirkari verður einn rekstrarlega ábyrgur stjórnandi á hverri heilsugæslustöð í stað tveggja nú. Þeir sem ekki verða yfirmenn áfram munu eiga kost á tilfærslu í starfi eða nýjum verkefnum. Enginn missir vinnu vegna þessara breytinga. Til að gera þjónustuna markvissari verður teymisvinna grunnstef í starfsemi stöðvanna. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvunum að taka á flóknum vandamálum með fjölbreyttum úrræðum. Virkari notkun gæðastaðla og viðmiða mun einnig stuðla að auknum gæðum þjónustunnar. Fjárhagsrammi stöðvanna mun ráðast af greiðslulíkani sem byggir á fjölda, aldri og heilsufari skjólstæðinga, ásamt árangurs- og gæðaþáttum. Í breyttu skipulagi mun starfsfólk fá aukið sjálfstæði til að móta starfsemina og til að útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúanna og uppfyllir um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati. Starfsfólkið mun fá tækifæri til móta störf sín og starfsumhverfi og lögð verður áhersla á samstarf við menntastofnanir og aukinn stuðning við heilbrigðisstarfsfólk í sérnámi. Stjórnendur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vænta þess að þannig verði heilsugæslan spennandi vettvangur og samkeppnishæfur valkostur fyrir fyrir nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks.“
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira