Fótbolti

Enn óvissa um hvort Beckham geti stofnað nýtt lið í Bandaríkjunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Beckham er með allt klárt nema völlinn.
David Beckham er með allt klárt nema völlinn. vísir/getty
Don Garber, framkvæmdastjóri MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum, segir David Beckham enn langt frá því að geta stofnað lið í Miami eins og hann dreymir um.

Beckham hefur gengið illa að fá lóð í Miami til að byggja nýjan völl, en þar ætlar hann að stofna nýja félagið sem hann vill koma í MLS-deildina.

Garber sagði á dögunum að þetta væri spurning um hvort en ekki hvenær Miami fengi lið, en það þýðir ekki að Beckham sé nálægt því eins og staðan er núna.

„Ég treysti því að menn nálgist samninga í Miami en það þarf að gera þetta rétt. Þó tækifærið sé til staðar verða samningar að nást því við viljum ekki bara einhver lið í deildina okkar,“ segir Garber.

„David er mjög ákveðinn í að stofna liðið í Miami og hefur unnið í því að finna lóð fyrir völlinn. Þetta er erfiður markaður fyrir öll íþróttalið þannig við viljum bara að allt sé klárt.“

Garber mun fljúga til Miami á næstu vikum til að hjálpa Beckham að koma lóðarmálunum í gegn. MLS-deildin vill ólm að skærasta stjarna deildarinnar frá upphafi verði eigandi liðs í henni.

„Án Davids held ég að Thierry Henry hefði ekki komið og ekki heldur Kaká eða Robbie Keane. Það sama á við um bandaríska landsliðsmenn á borð við Jermaine Jones, Clint Dempsey, Michael Bradley og Jozy Altidore,“ segir Don Garber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×