Nota verkfall sem vopn Helga María Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2015 14:44 Nú er komið að því. Það er búið að setja mig í þá stöðu að ég þarf að kjósa hvort ég vil sem hjúkrunarfræðingur fara í verkfall eða ekki og þar með krefja yfirvöld til þess að koma til móts við launakröfur okkar. Helsta áhersla hjúkrunarfræðinga í þessari kjarabaráttu er hækkun á dagvinnulaunum okkar. Sjálf hafnaði ég atvinnuboði fyrr á árinu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki efni á því að vinna á dagdeild. Persónulega finnst mér mjög erfitt að taka þátt í þessari kosningu. Ég vil að sjálfsögðu ekki að starfsemi spítalans skerðist enn meira þar sem ég veit að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á hana, en ég verð að taka afstöðu. Það er enn verkfall í gangi innan veggja Landspítalans og hefur verið síðan 7. apríl síðastliðinn, verkfallið er búið að hafa mikil áhrif þrátt fyrir litla umfjöllun í fjölmiðlum að mínu mati.Slæm áhrif á spítalann Sem dæmi má nefna þá eru geislafræðingar í verkfalli og þar með er takmörkun á öllum myndrannsóknum, í miðju verkfalli kom það upp að annað tölvusneiðmyndatækið bilaði. Landspítalinn má ekki eiga varahluti þar sem það er talið of kostnaðarsamt. Það tók fjóra daga að fá varahlutinn sendan að utan og þar með var enn meiri skerðing á þessari þjónustu. Á þessum tíma þurfti að flytja alla þá sjúklinga sem lágu inni á spítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut í sjúkrabíl til þess að komast í rannsóknina. Lífeindafræðingar eru einnig í verkfalli og þess vegna þarf að forgagngsraða hver fær að fara í blóðrannsókn og hver ekki. Þetta er einföld rannsókn í framkvæmd og á að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenning. En svo má ekki gleyma einu, við heilbrigðisstarfsmenn gerum einnig mistök og það er ekki spurning hvort við gerum þau heldur hversu veigamikil þau verða. Rannsóknir sýna að fleiri lyfjamistök verða við meira álag (Tang o.fl., 2007) og einnig fleiri stunguóhöpp (Patrician o.fl., 2011).Vilja ekki meta störf hjúkrunarfræðingaÉg verð að viðurkenna að mér finnst mjög sérstakt að yfirvöld vilja ekki meta störf okkar. Ég hef fengið endalaust þakklæti frá sjúklingum, aðstandendum og öðru starfsfólki og í raun líður mér mjög vel í vinnunni. Ég veit að mitt framlag og allra annarra starfsmanna spítalans skiptir mjög miklu máli í samfélaginu okkar. Þegar ég útskrifaðist sá ég mig ekki nota verkfall sem vopn til að fá mínu framgegnt. En til þess að leggja áherslu á ákvörðun mína og setja þetta í samhengi þá hef ég unnið á Landspítalanum í tæp sjö ár. Grunnlaunin mín í dag eru 334.865 kr. og ég hef aldrei fengið launahækkun vegna verðleika minna, heldur aðeins vegna námskeiða sem ég hef tekið eða vegna hækkandi aldurs. Það eru aðeins 20.000 kr. frá útskrift sem var fyrir tveimur árum síðan. Beiðni minni um launahækkun eftir að ég var búin með 32 einingar í meistaranámi var hafnað, á þeim grundvelli að ég gæti ekki sannað að námið nýtist mér í starfi hjúkrunar þrátt fyrir góðan rökstuðning, en námið er ekki innan hjúkrunarfræðideildarinnar. Nú er verið að leggja fram kröfur um að grunnlaun á landinu ættu að vera 300.000 kr. sem er aðeins 15 þúsund krónum minna en ég fékk við útskrift. En til hvers þá að mennta sig, eyða fjórum árum í nám og þurfa að taka námslán ef ég fæ sömu laun fyrir erfiðið og ófaglærðir. Ég mun taka þátt í þessari kosningu og ég mun kjósa það að fara í verkfall, ég vona að aðrir hjúkrunarfræðingar geri það sama og að almenningur fyrirgefi mér fyrir að taka þessa ákvörðun og standi með mér og öðrum hjúkrunarfræðingum í okkar kjarabaráttu.Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Heimildir:Patrician P.A., Pryor E., Fridman M. og Loan L. (2011). Needlestick injuries among nursing staff: Association with shift-level staffing. American Journal of Infection Control. 39(6), 477-482.Tang F.I., Sheu J.S., Yu S., Wei .IL. og Chen C.H. (2007). Nurses relate the contributing factors involved in medication errors. Journal of Clinical Nursing 16, 447-457. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú er komið að því. Það er búið að setja mig í þá stöðu að ég þarf að kjósa hvort ég vil sem hjúkrunarfræðingur fara í verkfall eða ekki og þar með krefja yfirvöld til þess að koma til móts við launakröfur okkar. Helsta áhersla hjúkrunarfræðinga í þessari kjarabaráttu er hækkun á dagvinnulaunum okkar. Sjálf hafnaði ég atvinnuboði fyrr á árinu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki efni á því að vinna á dagdeild. Persónulega finnst mér mjög erfitt að taka þátt í þessari kosningu. Ég vil að sjálfsögðu ekki að starfsemi spítalans skerðist enn meira þar sem ég veit að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á hana, en ég verð að taka afstöðu. Það er enn verkfall í gangi innan veggja Landspítalans og hefur verið síðan 7. apríl síðastliðinn, verkfallið er búið að hafa mikil áhrif þrátt fyrir litla umfjöllun í fjölmiðlum að mínu mati.Slæm áhrif á spítalann Sem dæmi má nefna þá eru geislafræðingar í verkfalli og þar með er takmörkun á öllum myndrannsóknum, í miðju verkfalli kom það upp að annað tölvusneiðmyndatækið bilaði. Landspítalinn má ekki eiga varahluti þar sem það er talið of kostnaðarsamt. Það tók fjóra daga að fá varahlutinn sendan að utan og þar með var enn meiri skerðing á þessari þjónustu. Á þessum tíma þurfti að flytja alla þá sjúklinga sem lágu inni á spítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut í sjúkrabíl til þess að komast í rannsóknina. Lífeindafræðingar eru einnig í verkfalli og þess vegna þarf að forgagngsraða hver fær að fara í blóðrannsókn og hver ekki. Þetta er einföld rannsókn í framkvæmd og á að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenning. En svo má ekki gleyma einu, við heilbrigðisstarfsmenn gerum einnig mistök og það er ekki spurning hvort við gerum þau heldur hversu veigamikil þau verða. Rannsóknir sýna að fleiri lyfjamistök verða við meira álag (Tang o.fl., 2007) og einnig fleiri stunguóhöpp (Patrician o.fl., 2011).Vilja ekki meta störf hjúkrunarfræðingaÉg verð að viðurkenna að mér finnst mjög sérstakt að yfirvöld vilja ekki meta störf okkar. Ég hef fengið endalaust þakklæti frá sjúklingum, aðstandendum og öðru starfsfólki og í raun líður mér mjög vel í vinnunni. Ég veit að mitt framlag og allra annarra starfsmanna spítalans skiptir mjög miklu máli í samfélaginu okkar. Þegar ég útskrifaðist sá ég mig ekki nota verkfall sem vopn til að fá mínu framgegnt. En til þess að leggja áherslu á ákvörðun mína og setja þetta í samhengi þá hef ég unnið á Landspítalanum í tæp sjö ár. Grunnlaunin mín í dag eru 334.865 kr. og ég hef aldrei fengið launahækkun vegna verðleika minna, heldur aðeins vegna námskeiða sem ég hef tekið eða vegna hækkandi aldurs. Það eru aðeins 20.000 kr. frá útskrift sem var fyrir tveimur árum síðan. Beiðni minni um launahækkun eftir að ég var búin með 32 einingar í meistaranámi var hafnað, á þeim grundvelli að ég gæti ekki sannað að námið nýtist mér í starfi hjúkrunar þrátt fyrir góðan rökstuðning, en námið er ekki innan hjúkrunarfræðideildarinnar. Nú er verið að leggja fram kröfur um að grunnlaun á landinu ættu að vera 300.000 kr. sem er aðeins 15 þúsund krónum minna en ég fékk við útskrift. En til hvers þá að mennta sig, eyða fjórum árum í nám og þurfa að taka námslán ef ég fæ sömu laun fyrir erfiðið og ófaglærðir. Ég mun taka þátt í þessari kosningu og ég mun kjósa það að fara í verkfall, ég vona að aðrir hjúkrunarfræðingar geri það sama og að almenningur fyrirgefi mér fyrir að taka þessa ákvörðun og standi með mér og öðrum hjúkrunarfræðingum í okkar kjarabaráttu.Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Heimildir:Patrician P.A., Pryor E., Fridman M. og Loan L. (2011). Needlestick injuries among nursing staff: Association with shift-level staffing. American Journal of Infection Control. 39(6), 477-482.Tang F.I., Sheu J.S., Yu S., Wei .IL. og Chen C.H. (2007). Nurses relate the contributing factors involved in medication errors. Journal of Clinical Nursing 16, 447-457.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun