Fótbolti

Fjölmiðlamenn handteknir í Katar

Eins og sjá má á þessari mynd er aðbúnaður mannanna sem byggja vellina í Katar frekar fátæklegur.
Eins og sjá má á þessari mynd er aðbúnaður mannanna sem byggja vellina í Katar frekar fátæklegur. vísir/afp
Þýskt sjónvarpsfólk sem vann að gerð heimildarmyndar um aðstæður verkamanna sem byggja leikvangana fyrir HM 2022 voru handteknir.

Þjóðverjarnir voru handteknir í mars. Þeim var haldið í 14 tíma og ekki sleppt úr landi fyrr en nokkrum dögum síðar.

Yfirvöld í Katar héldu öllum búnaði sjónvarpsfólksins en sendu dótið til Þýskalands mánuði síðar. Þá var búið að eyða öllu efni sem tekið hafði verið upp.

Fleira myndefni var þó til og heimildarmyndin fór í loftið á ARD í gærkvöldi.

Mannréttindasamtök hafa lengi haft áhyggjur af aðbúnaði verkamannanna og sýnt hefur verið fram á að oftar en ekki sé mjög illa farið með þá og öryggi þeirra í starfi ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×