Sendi bankanum bréf vegna fjárhagsvandamála foreldra sinna Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. maí 2015 10:48 Hinn sautján ára Elvar Egilsson ákvað að taka upp hanskann fyrir foreldra sína eftir að hafa heyrt af fjárhagsvandamálum þeirra og sendi viðskiptabanka þeirra bréf. Honum þykir óskiljanlegt að bankinn neiti að lána foreldrum hans fyrir húsnæði, þegar afborganir af láni yrðu umtalsvert lægri en leiguverð sem þau nú greiða. „Ég sendi fyrirspurn á bankann og spurði hvernig þetta virkar og af hverju þetta sé svona. Ég var frekar pirraður og reiður og fattaði ekki alveg dæmið. Þetta bara gengur ekki upp,“ sagði Elvar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Elvar var til viðtals ásamt móður sinni, Ragnheiði K. Guðmundsdóttur. Ragnheiður sagði frá því að fjölskyldan hafi verið á meðal þeirra sem misstu húsnæði sitt í hruninu. Þau hjónin hefðu ákveðið að byggja skömmu fyrir hrun en aldrei náð að klára. Þau hefðu því flutt inn í hálfklárað húsið.Neydd til að láta eignina fara„Við reyndum ítrekað að selja eignina á markaði, eða í upp undir fjögur ár. Og meira að segja þegar við fengum tilboð í eignina sem var undirveðsett þá hömluðu lánastofnanir því að við myndum fá afléttum eftirstöðvunum sem voru smávægilegar í stóru myndinni,“ sagði Ragnheiður. Hún segir þau hjónin hafa verið þvinguð í það að láta eignina fara og hættu því að borga, líkt og margir aðrir hafi gert á þeim tíma. „Við erum að greiða gríðarlega háa leigu, eða stóran hluta af okkar ráðstöfunartekjum, sem er dálítið að sliga okkur. Við höfum sem launamenn ekki getað safnað neinum sjóðum upp á nýtt til að safna einhverju eigin fé.“Ítrekað reynt að semja Hún segir ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að semja um skuldirnar. Enginn vilji hafi þó verið fyrir hendi og því hafi eiginmaður hennar farið sjálfur fram á gjaldþrot, fátt annað hafi verið í stöðunni. Hann vinni þó nú í Noregi sem gefi betur í aðra hönd og því hafi þau náð að safna sér einhverju eigin fé upp í íbúðarkaup. Bankinn neiti þó að veita þeim lán. „Ég fer og leita eftir láni í mínum viðskiptabanka þar sem ég hef verið viðskiptamaður í þrjátíu ár, í Landsbankanum. Ég er með námslán en engar aðrar skuldir. Ég fæ höfnun á lánveitingu á íbúðarkaupum á íbúð sem kostar 38 milljónir, en ég fer fram á 85 prósent lán. Afborganirnar af þeim lánum eru svona sextíu prósent af því sem ég er að borga í leigu í dag, en ég hef staðið undir því í um þrjú ár,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið í viðskiptum við Landsbankann síðustu þrjátíu ár. Hún hafi skrifað útibússtjóra bréf en aldrei fengið nein svör.Reiðin réttlát Elvar, sonur Ragnheiðar, heyrði samtal foreldra sinna fyrir tilviljun og hafði því sjálfur samband við bankann, án þess þó að segja foreldrum sínum frá. Fátt var um svör enda ólöglegt að ræða mál annarra við þriðja aðila. „Hann upplifir sennilega réttláta reiði og skilur kannski ekkert frekar en ég þessa röksemdarfærslu stofnunarinnar,“ segir hún og bætir við að það hafi verið sláandi að sjá bréfið. „Þá uppgötva ég hversu mikil áhrif svona hefur. Svona ójafnvægi og áhyggjur af fjármálum, hvort sem þær eru stórar eða smáar, hefur áhrif á börnin okkar. Ég varð svolítið slegin og svolítið leið en að sama skapi mjög stolt af honum,“ sagði Ragnheiður.Viðtalið við þau mæðgin má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Hinn sautján ára Elvar Egilsson ákvað að taka upp hanskann fyrir foreldra sína eftir að hafa heyrt af fjárhagsvandamálum þeirra og sendi viðskiptabanka þeirra bréf. Honum þykir óskiljanlegt að bankinn neiti að lána foreldrum hans fyrir húsnæði, þegar afborganir af láni yrðu umtalsvert lægri en leiguverð sem þau nú greiða. „Ég sendi fyrirspurn á bankann og spurði hvernig þetta virkar og af hverju þetta sé svona. Ég var frekar pirraður og reiður og fattaði ekki alveg dæmið. Þetta bara gengur ekki upp,“ sagði Elvar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Elvar var til viðtals ásamt móður sinni, Ragnheiði K. Guðmundsdóttur. Ragnheiður sagði frá því að fjölskyldan hafi verið á meðal þeirra sem misstu húsnæði sitt í hruninu. Þau hjónin hefðu ákveðið að byggja skömmu fyrir hrun en aldrei náð að klára. Þau hefðu því flutt inn í hálfklárað húsið.Neydd til að láta eignina fara„Við reyndum ítrekað að selja eignina á markaði, eða í upp undir fjögur ár. Og meira að segja þegar við fengum tilboð í eignina sem var undirveðsett þá hömluðu lánastofnanir því að við myndum fá afléttum eftirstöðvunum sem voru smávægilegar í stóru myndinni,“ sagði Ragnheiður. Hún segir þau hjónin hafa verið þvinguð í það að láta eignina fara og hættu því að borga, líkt og margir aðrir hafi gert á þeim tíma. „Við erum að greiða gríðarlega háa leigu, eða stóran hluta af okkar ráðstöfunartekjum, sem er dálítið að sliga okkur. Við höfum sem launamenn ekki getað safnað neinum sjóðum upp á nýtt til að safna einhverju eigin fé.“Ítrekað reynt að semja Hún segir ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að semja um skuldirnar. Enginn vilji hafi þó verið fyrir hendi og því hafi eiginmaður hennar farið sjálfur fram á gjaldþrot, fátt annað hafi verið í stöðunni. Hann vinni þó nú í Noregi sem gefi betur í aðra hönd og því hafi þau náð að safna sér einhverju eigin fé upp í íbúðarkaup. Bankinn neiti þó að veita þeim lán. „Ég fer og leita eftir láni í mínum viðskiptabanka þar sem ég hef verið viðskiptamaður í þrjátíu ár, í Landsbankanum. Ég er með námslán en engar aðrar skuldir. Ég fæ höfnun á lánveitingu á íbúðarkaupum á íbúð sem kostar 38 milljónir, en ég fer fram á 85 prósent lán. Afborganirnar af þeim lánum eru svona sextíu prósent af því sem ég er að borga í leigu í dag, en ég hef staðið undir því í um þrjú ár,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið í viðskiptum við Landsbankann síðustu þrjátíu ár. Hún hafi skrifað útibússtjóra bréf en aldrei fengið nein svör.Reiðin réttlát Elvar, sonur Ragnheiðar, heyrði samtal foreldra sinna fyrir tilviljun og hafði því sjálfur samband við bankann, án þess þó að segja foreldrum sínum frá. Fátt var um svör enda ólöglegt að ræða mál annarra við þriðja aðila. „Hann upplifir sennilega réttláta reiði og skilur kannski ekkert frekar en ég þessa röksemdarfærslu stofnunarinnar,“ segir hún og bætir við að það hafi verið sláandi að sjá bréfið. „Þá uppgötva ég hversu mikil áhrif svona hefur. Svona ójafnvægi og áhyggjur af fjármálum, hvort sem þær eru stórar eða smáar, hefur áhrif á börnin okkar. Ég varð svolítið slegin og svolítið leið en að sama skapi mjög stolt af honum,“ sagði Ragnheiður.Viðtalið við þau mæðgin má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira