Fótbolti

Fullkomin stigatafla í finnska fótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er komin upp svolítið brosleg staða í finnsku deildinni. Myndin tengist fréttinni þó ekki neitt.
Það er komin upp svolítið brosleg staða í finnsku deildinni. Myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. Vísir/Getty
Það er komin upp skemmtileg staða í finnsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir leiki sunnudagsins en þá fór fram heil umferð í Veikkausliiga eins og hún heitir upp á finnska tungu.

HJK-liðið er á toppnum með 11 stig og VPS er á botninum án stiga. Það er sem er hinsvegar merkilegt við töfluna er að liðin á milli þessara tveggja lið eru með 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10 stig.

Liðin hafa reyndar leikið mismarga leiki og tvö lið, þar á meðal botnlið VPS, hafa sem dæmi aðeins leikið þrjá leiki.

Topplið HJK er eitt af fimm liðum sem hefur ekki enn tapað leik en botnlið VPS er eitt af fjórum liðum sem hefur enn ekki unnið leik.

Hér fyrir neðan má skjámynd af stigatöflunni af heimasíðu finnska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×