Innlent

Ungur ökumaður velti bíl sínum á Suðurnesjum í gær

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ökumaðurinn og farþegi í bílnum sluppu ómeiddir.
Ökumaðurinn og farþegi í bílnum sluppu ómeiddir. Vísir/Stefán
Ungur ökumaður velti bíl sínum á Vatnsleysustrandavegi í gær eftir að hafa misst stjórn á ökutækinu. Hann valt einn hring og endaði á hjólunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.



Farþegi var með ökumanninum í bílnum en þeir sluppu báðir ómeiddir. Þeir voru engu að síður fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í öryggisskyni.



Lögregla tilkynnti foreldrum þeirra um atvikið og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina af vettvangi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×