Innlent

Dópaður á vörubíl

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir ökumenn handteknir á Suðurnesjum vegna fíkniefnaaksturs.
Tveir ökumenn handteknir á Suðurnesjum vegna fíkniefnaaksturs. Vísir/Pjetur
Tveir ökumenn voru handteknir í gær grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar ók annar þeirra á óskoðuðum vörubíl. 

Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að ökumennirnir hefðu báðir neytt fíkniefna. Ökumaður vörubílsins reyndist hafa neytt kannabis en hinn ökumaðurinn hafði neytt amfetamíns, kókaíns og kannabisefna. Hann ók án ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×