Innlent

Vöknuðu um miðja nótt og vöktu kennarana sína með látum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þrjú skelltu sér í gröfuna.
Þrjú skelltu sér í gröfuna. Mynd/Kristín Hávarðsdóttir
Nemendur á lokaári við Verkmenntaskólann á Neskaupstað hittust klukkan fjögur í nótt. Tilefnið var dimmetering en framundan er próflestur fyrir stúdentsprófin sem eru handan við hornið.

Nemendurnir, klæddir skemmtilegum búningum í anda dagsins, rúntuðu um bæinn á traktor með vagni og ræstu kennara sína í bænum með söng og trommuslætti. Nýttu þau einnig umbúðir konfektsins í McIntosh-dollunum til trumbusláttar.

Ungmennin hittu svo skólastjóra og starfsfólk fyrir í skólanum í dag þar sem samlokur voru snæddar og skolað niður með kaffi, kakó eða te.

Nemendurnir koma sér fyrir á kerrunni.Mynd/Kristín Hávarðsdóttir
Allir þrettán klárir í slaginn á kerrunni.Mynd/Kristín Hávarðsdóttir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×