Fagna fjölbreytileikanum í Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 9. maí 2015 11:29 Hátt í 10.000 manns sóttu hátíðina í fyrra sem er met. vísir Fjölbreytileikanum í borginni verður fagnað í sjöunda sinn í Reykjavík í dag á árlegum Fjölmenningardegi borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið. Hátt í 10.000 manns sóttu hátíðina í fyrra sem er met. Borgarstjóri setur hátíðina stundvíslega kl.13.00 á Skólavörðuholti að því loknu fer skrúðgangan af stað og endar við Ráðhúsið. Fjöldi fólks hefur ár hvert tekið þátt í göngunni og ræður litagleðin ríkjum, þátttakendur klæðast fallegum þjóðbúningum hinna ýmsu landa, og lúðrasveit verður í broddi fylkingar. Þegar í Ráðhúsið kemur opnar hinn vinsæli fjölþjóðlegi markaður í Tjarnarsal þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér menningu hinna ýmsu þjóðlanda og á boðstólum verða þjóðlegir réttir, listmunir og annar varningur. Gestir geta mátað tyrkneska búninga, arabíska búninga eða mátað hijab slæður. Tyrkneski listamaðurinn Soner Kilic kemur sérstaklega til landsins og sýnir listform þar sem málað er á vatn eða water marbling. Gestir geta fengið sér Henna tattoo eða tekið þátt í skemmtilegu ferðahappdrætti Úrval-Útsýn þar sem veglegir ferðavinningar eru í boði. Svo má fara í bíó í borgarráðsherberginu á annarri hæð þar sem sýndar verða þrjár stuttmyndir. Í Tjarnarbíói verður boðið upp á skemmtidagskrá þar sem ýmsir listamenn koma fram. Má þar nefna glæsilegt sirkúsatriði frá Sirkús Íslands, Hljómsveit frá Stelpur Rokka! rokksumarbúðum, Marcin dansarinn sem tók þátt í Ísland got talent, litháíski sönghópurinn Gija, Múa Nón - víetnamískur dans, Streetdans og margt fleira. Í Iðnó verður boðið upp á skemmtidagskrá fyrir börn og þar mun leikhópurinn Lotta flytja söngva syrpuna sína. Þá gefst börnunum tækifæri á að fara inn í fjölþjóðlega hvelfingu „ dome“ og nemendur frá Kampi frístundamiðstöð munu bjóða þér að uppgötva hvað þar leynist. Trúðar, blöðrur, sápukúlur, andlitsmálun og fjör. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Fjölbreytileikanum í borginni verður fagnað í sjöunda sinn í Reykjavík í dag á árlegum Fjölmenningardegi borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið. Hátt í 10.000 manns sóttu hátíðina í fyrra sem er met. Borgarstjóri setur hátíðina stundvíslega kl.13.00 á Skólavörðuholti að því loknu fer skrúðgangan af stað og endar við Ráðhúsið. Fjöldi fólks hefur ár hvert tekið þátt í göngunni og ræður litagleðin ríkjum, þátttakendur klæðast fallegum þjóðbúningum hinna ýmsu landa, og lúðrasveit verður í broddi fylkingar. Þegar í Ráðhúsið kemur opnar hinn vinsæli fjölþjóðlegi markaður í Tjarnarsal þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér menningu hinna ýmsu þjóðlanda og á boðstólum verða þjóðlegir réttir, listmunir og annar varningur. Gestir geta mátað tyrkneska búninga, arabíska búninga eða mátað hijab slæður. Tyrkneski listamaðurinn Soner Kilic kemur sérstaklega til landsins og sýnir listform þar sem málað er á vatn eða water marbling. Gestir geta fengið sér Henna tattoo eða tekið þátt í skemmtilegu ferðahappdrætti Úrval-Útsýn þar sem veglegir ferðavinningar eru í boði. Svo má fara í bíó í borgarráðsherberginu á annarri hæð þar sem sýndar verða þrjár stuttmyndir. Í Tjarnarbíói verður boðið upp á skemmtidagskrá þar sem ýmsir listamenn koma fram. Má þar nefna glæsilegt sirkúsatriði frá Sirkús Íslands, Hljómsveit frá Stelpur Rokka! rokksumarbúðum, Marcin dansarinn sem tók þátt í Ísland got talent, litháíski sönghópurinn Gija, Múa Nón - víetnamískur dans, Streetdans og margt fleira. Í Iðnó verður boðið upp á skemmtidagskrá fyrir börn og þar mun leikhópurinn Lotta flytja söngva syrpuna sína. Þá gefst börnunum tækifæri á að fara inn í fjölþjóðlega hvelfingu „ dome“ og nemendur frá Kampi frístundamiðstöð munu bjóða þér að uppgötva hvað þar leynist. Trúðar, blöðrur, sápukúlur, andlitsmálun og fjör.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira