Átröskunarmeðferð lokið: „Bataferlið hefur verið mikill skóli“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2015 14:09 Dóra Júlía Agnarsdóttir sagði búlímíu stríð á hendur. mynd/dóra júlía „Það var síðasta haust sem ég áttaði mig á því að mig langaði að vera besta útgáfa af mér og líða vel,“ segir Dóra Júlía Agnarsdóttir en í dag kláraði hún sinn síðasta tíma í átröskunarmeðferð sem hún var í á Hvíta bandinu. Dóra hafði í október í fyrra birti hún færslu á bloggi sínu þar sem hún talaði á opinskáan hátt um átröskun sem hún hafði glímt við. „Það er ótrúlega stórt skref þegar maður viðurkennir svona fyrir sjálfum sér og ég kastaði mér í raun beint út í djúpu laugina með því að birta pistilinn. Í kjölfarið hefur maður í raun engra kosta völ.“ Hún hóf meðferð hjá sálfræðingi og var í kjölfarið bent á sérstaka átröskunarmeðferð sem er í boði á Hvíta bandinu á Skólavörðustíg.Sjá einnig: „Þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp“Dóra segir að líkja megi bataferlinu við skóla. Það sé ekki alltaf auðvelt eða skemmtilegt en þegar maður lítur til baka á líðan sína sjá maður sífellt meiri og meiri mun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að margra ára bákn lagist á einni nóttu.“ „Það hafa margar, aðallega yngri stelpur, beðið mig um ráð. Bæði fyrir sig og vinkonur sínar. Margir sem mér hefði aldrei dottið í hug að glímdu við neitt hafa haft samband við mig og sagt að þeir séu að ganga í gegnum sama hlut. Það hefur einnig verið talsvert um þetta þegar ég fer út að skemmta mér.“ Í upphafi óttaðist hún viðbrögð fólks við pistlinum en það kom á daginn að flestir voru afar skilningsríkir. Líkt og áður segir hefur hún einnig hitt marga sem segja að orð hennar hafi hjálpað þeim eða einhverjum sem þeir þekkja. „Margir halda að álit annara á þeim séu í húfi með því að segja frá. Sennilega eru flestir samt of uppteknir við að hafa áhyggjur af sér til að hafa tíma til að dæma aðra,“ segir Dóra. Um þessar mundir er Dóra á fullu í prófum en hún nemur listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands. „Svo er ég að fara í sumarnám í New York og fer þaðan til Los Angeles. Það er gaman að vera loksins með áherslurnar á réttum stað og geta notið þess að lifa án þess að hafa eitthvað sem íþyngir manni í sífellu,“ segir Dóra að lokum.Kláraði síðasta tímann minn í átröskunarmeðferðinni uppá Hvíta bandi í morgun. Það var ótrúlegt að átta sig á því ferð...Posted by Dóra Júlía Agnarsdóttir on Thursday, 30 April 2015 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
„Það var síðasta haust sem ég áttaði mig á því að mig langaði að vera besta útgáfa af mér og líða vel,“ segir Dóra Júlía Agnarsdóttir en í dag kláraði hún sinn síðasta tíma í átröskunarmeðferð sem hún var í á Hvíta bandinu. Dóra hafði í október í fyrra birti hún færslu á bloggi sínu þar sem hún talaði á opinskáan hátt um átröskun sem hún hafði glímt við. „Það er ótrúlega stórt skref þegar maður viðurkennir svona fyrir sjálfum sér og ég kastaði mér í raun beint út í djúpu laugina með því að birta pistilinn. Í kjölfarið hefur maður í raun engra kosta völ.“ Hún hóf meðferð hjá sálfræðingi og var í kjölfarið bent á sérstaka átröskunarmeðferð sem er í boði á Hvíta bandinu á Skólavörðustíg.Sjá einnig: „Þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp“Dóra segir að líkja megi bataferlinu við skóla. Það sé ekki alltaf auðvelt eða skemmtilegt en þegar maður lítur til baka á líðan sína sjá maður sífellt meiri og meiri mun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að margra ára bákn lagist á einni nóttu.“ „Það hafa margar, aðallega yngri stelpur, beðið mig um ráð. Bæði fyrir sig og vinkonur sínar. Margir sem mér hefði aldrei dottið í hug að glímdu við neitt hafa haft samband við mig og sagt að þeir séu að ganga í gegnum sama hlut. Það hefur einnig verið talsvert um þetta þegar ég fer út að skemmta mér.“ Í upphafi óttaðist hún viðbrögð fólks við pistlinum en það kom á daginn að flestir voru afar skilningsríkir. Líkt og áður segir hefur hún einnig hitt marga sem segja að orð hennar hafi hjálpað þeim eða einhverjum sem þeir þekkja. „Margir halda að álit annara á þeim séu í húfi með því að segja frá. Sennilega eru flestir samt of uppteknir við að hafa áhyggjur af sér til að hafa tíma til að dæma aðra,“ segir Dóra. Um þessar mundir er Dóra á fullu í prófum en hún nemur listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands. „Svo er ég að fara í sumarnám í New York og fer þaðan til Los Angeles. Það er gaman að vera loksins með áherslurnar á réttum stað og geta notið þess að lifa án þess að hafa eitthvað sem íþyngir manni í sífellu,“ segir Dóra að lokum.Kláraði síðasta tímann minn í átröskunarmeðferðinni uppá Hvíta bandi í morgun. Það var ótrúlegt að átta sig á því ferð...Posted by Dóra Júlía Agnarsdóttir on Thursday, 30 April 2015
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira