Átröskunarmeðferð lokið: „Bataferlið hefur verið mikill skóli“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2015 14:09 Dóra Júlía Agnarsdóttir sagði búlímíu stríð á hendur. mynd/dóra júlía „Það var síðasta haust sem ég áttaði mig á því að mig langaði að vera besta útgáfa af mér og líða vel,“ segir Dóra Júlía Agnarsdóttir en í dag kláraði hún sinn síðasta tíma í átröskunarmeðferð sem hún var í á Hvíta bandinu. Dóra hafði í október í fyrra birti hún færslu á bloggi sínu þar sem hún talaði á opinskáan hátt um átröskun sem hún hafði glímt við. „Það er ótrúlega stórt skref þegar maður viðurkennir svona fyrir sjálfum sér og ég kastaði mér í raun beint út í djúpu laugina með því að birta pistilinn. Í kjölfarið hefur maður í raun engra kosta völ.“ Hún hóf meðferð hjá sálfræðingi og var í kjölfarið bent á sérstaka átröskunarmeðferð sem er í boði á Hvíta bandinu á Skólavörðustíg.Sjá einnig: „Þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp“Dóra segir að líkja megi bataferlinu við skóla. Það sé ekki alltaf auðvelt eða skemmtilegt en þegar maður lítur til baka á líðan sína sjá maður sífellt meiri og meiri mun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að margra ára bákn lagist á einni nóttu.“ „Það hafa margar, aðallega yngri stelpur, beðið mig um ráð. Bæði fyrir sig og vinkonur sínar. Margir sem mér hefði aldrei dottið í hug að glímdu við neitt hafa haft samband við mig og sagt að þeir séu að ganga í gegnum sama hlut. Það hefur einnig verið talsvert um þetta þegar ég fer út að skemmta mér.“ Í upphafi óttaðist hún viðbrögð fólks við pistlinum en það kom á daginn að flestir voru afar skilningsríkir. Líkt og áður segir hefur hún einnig hitt marga sem segja að orð hennar hafi hjálpað þeim eða einhverjum sem þeir þekkja. „Margir halda að álit annara á þeim séu í húfi með því að segja frá. Sennilega eru flestir samt of uppteknir við að hafa áhyggjur af sér til að hafa tíma til að dæma aðra,“ segir Dóra. Um þessar mundir er Dóra á fullu í prófum en hún nemur listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands. „Svo er ég að fara í sumarnám í New York og fer þaðan til Los Angeles. Það er gaman að vera loksins með áherslurnar á réttum stað og geta notið þess að lifa án þess að hafa eitthvað sem íþyngir manni í sífellu,“ segir Dóra að lokum.Kláraði síðasta tímann minn í átröskunarmeðferðinni uppá Hvíta bandi í morgun. Það var ótrúlegt að átta sig á því ferð...Posted by Dóra Júlía Agnarsdóttir on Thursday, 30 April 2015 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Það var síðasta haust sem ég áttaði mig á því að mig langaði að vera besta útgáfa af mér og líða vel,“ segir Dóra Júlía Agnarsdóttir en í dag kláraði hún sinn síðasta tíma í átröskunarmeðferð sem hún var í á Hvíta bandinu. Dóra hafði í október í fyrra birti hún færslu á bloggi sínu þar sem hún talaði á opinskáan hátt um átröskun sem hún hafði glímt við. „Það er ótrúlega stórt skref þegar maður viðurkennir svona fyrir sjálfum sér og ég kastaði mér í raun beint út í djúpu laugina með því að birta pistilinn. Í kjölfarið hefur maður í raun engra kosta völ.“ Hún hóf meðferð hjá sálfræðingi og var í kjölfarið bent á sérstaka átröskunarmeðferð sem er í boði á Hvíta bandinu á Skólavörðustíg.Sjá einnig: „Þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp“Dóra segir að líkja megi bataferlinu við skóla. Það sé ekki alltaf auðvelt eða skemmtilegt en þegar maður lítur til baka á líðan sína sjá maður sífellt meiri og meiri mun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að margra ára bákn lagist á einni nóttu.“ „Það hafa margar, aðallega yngri stelpur, beðið mig um ráð. Bæði fyrir sig og vinkonur sínar. Margir sem mér hefði aldrei dottið í hug að glímdu við neitt hafa haft samband við mig og sagt að þeir séu að ganga í gegnum sama hlut. Það hefur einnig verið talsvert um þetta þegar ég fer út að skemmta mér.“ Í upphafi óttaðist hún viðbrögð fólks við pistlinum en það kom á daginn að flestir voru afar skilningsríkir. Líkt og áður segir hefur hún einnig hitt marga sem segja að orð hennar hafi hjálpað þeim eða einhverjum sem þeir þekkja. „Margir halda að álit annara á þeim séu í húfi með því að segja frá. Sennilega eru flestir samt of uppteknir við að hafa áhyggjur af sér til að hafa tíma til að dæma aðra,“ segir Dóra. Um þessar mundir er Dóra á fullu í prófum en hún nemur listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands. „Svo er ég að fara í sumarnám í New York og fer þaðan til Los Angeles. Það er gaman að vera loksins með áherslurnar á réttum stað og geta notið þess að lifa án þess að hafa eitthvað sem íþyngir manni í sífellu,“ segir Dóra að lokum.Kláraði síðasta tímann minn í átröskunarmeðferðinni uppá Hvíta bandi í morgun. Það var ótrúlegt að átta sig á því ferð...Posted by Dóra Júlía Agnarsdóttir on Thursday, 30 April 2015
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira