„Þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2014 20:30 Dóra Júlía Agnarsdóttir er 22 ára nemi í listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands. Átta ára gömul horfði hún á keppnina um Ungfrú Ísland og stillti sér í kjölfarið upp fyrir framan spegil og kleip í magann. Þegar hún var fimmtán ára byrjaði hún að þróa með sér óeðlilegt samband við mat og hefur síðan þjáðst bæði af anorexíu og búlimíu. Átröskunin hefur gengið í bylgjum síðustu ár en í haust ákvað Dóra í samráði við mömmu sína að reyna að ná heilsu. Hún skrifaði pistil á bloggsíðu sína sem fjallað var um í fjölmiðlum og hún segir skrifin eina bestu ákvörðun sem hún hefur tekið hingað til. Snemma fannst Dóru hún fá þau skilaboð að mikilvægi fólks, sérstaklega stúlkna, lægi í útlitinu. „Ég hafði rosalega mikinn áhuga á tísku, hátísku, og hönnuðum og byrjaði mjög ung að skoða það. Mér fannst þetta rosalega flott og hugsaði: „Vá, þær sem ætla að verða valdamiklar og flottar eru allar svo grannar. Af hverju er ég ekki svona ótrúlega grönn?“,“spurði Dóra sig. Hún hætti að borða sykur og hveiti, gos og nammi, fjórtán ára gömul, og þaðan fór boltinn að rúlla. Fljótlega var staðan orðin sú að hún reyndi að komast upp með að borða sem minnst og fór út í daginn með tvo Extra tyggjópakka. „Það var regla að ég fékk mér alltaf morgunmat. Ég gat alltaf huggað mig við það á kvöldin þegar ég var að drepast úr hungri. Farðu bara að sofa núna og svo þegar þú vaknar færðu morgunmat,“ hugsaði Dóra.Dóra á yngri árumÚr einkasafni„Ókei, það er allt í messi en ég er allavega grönn“ Í menntaskóla náði Dóra betri tökum á þráhyggjunni og var mun afslappaðri en hún hafði verið í tvö ár á undan. Eftir menntaskóla fór þó að halla undan fæti á ný. „Ég mundi eftir því þegar ég var yngri þá var maður einhvern veginn stressaður í skólanum eða ef að það var eitthvað sem var að valda manni kvíða þá fannst mér eins og að ef ég gæti bara verið ótrúlega grönn, ef ég gæti stjórnað líkama mínum fullkomlega, þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Svona: Ókei, það er allt í messi en ég er allavega grönn.“ Það sem gerist svo hálfu ári eftir að Dóra Júlía útskrifast úr menntaskóla er að foreldrar hennar skilja. „Það var svona eins og gengur og gerist, mikil átök sem fylgdu því og dálítið bara svona brotið heimili. Það eru alls konar hlutir í gangi, maður veit ekki alveg hvað mann langar að gera við lífið sitt, alls konar svona, og þá svona hægt og rólega einhvern veginn byrjaði þessi þráhyggja að koma aftur og miklu, miklu verri. Þá svona hægt og rólega fór ég bara að kasta upp öllu sem ég borðaði.“ Dóra segist ekki vita almennilega hvernig þetta byrjaði aftur. Þetta gerist bara. „Áður en ég veit af er ég alltaf með tannbursta í veskinu mínu og búin að hugsa fyrir því: Ókei, ég ætla bara að fá mér hálfa pizzusneið á eftir í þessu boði. Svo missir maður sig og þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp.“Nánar var rætt við Dóru Júlíu í Íslandi í dag fyrr í kvöld en þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Einnig er rætt við Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, sálfræðing, um átraskanir. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Dóra Júlía Agnarsdóttir er 22 ára nemi í listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands. Átta ára gömul horfði hún á keppnina um Ungfrú Ísland og stillti sér í kjölfarið upp fyrir framan spegil og kleip í magann. Þegar hún var fimmtán ára byrjaði hún að þróa með sér óeðlilegt samband við mat og hefur síðan þjáðst bæði af anorexíu og búlimíu. Átröskunin hefur gengið í bylgjum síðustu ár en í haust ákvað Dóra í samráði við mömmu sína að reyna að ná heilsu. Hún skrifaði pistil á bloggsíðu sína sem fjallað var um í fjölmiðlum og hún segir skrifin eina bestu ákvörðun sem hún hefur tekið hingað til. Snemma fannst Dóru hún fá þau skilaboð að mikilvægi fólks, sérstaklega stúlkna, lægi í útlitinu. „Ég hafði rosalega mikinn áhuga á tísku, hátísku, og hönnuðum og byrjaði mjög ung að skoða það. Mér fannst þetta rosalega flott og hugsaði: „Vá, þær sem ætla að verða valdamiklar og flottar eru allar svo grannar. Af hverju er ég ekki svona ótrúlega grönn?“,“spurði Dóra sig. Hún hætti að borða sykur og hveiti, gos og nammi, fjórtán ára gömul, og þaðan fór boltinn að rúlla. Fljótlega var staðan orðin sú að hún reyndi að komast upp með að borða sem minnst og fór út í daginn með tvo Extra tyggjópakka. „Það var regla að ég fékk mér alltaf morgunmat. Ég gat alltaf huggað mig við það á kvöldin þegar ég var að drepast úr hungri. Farðu bara að sofa núna og svo þegar þú vaknar færðu morgunmat,“ hugsaði Dóra.Dóra á yngri árumÚr einkasafni„Ókei, það er allt í messi en ég er allavega grönn“ Í menntaskóla náði Dóra betri tökum á þráhyggjunni og var mun afslappaðri en hún hafði verið í tvö ár á undan. Eftir menntaskóla fór þó að halla undan fæti á ný. „Ég mundi eftir því þegar ég var yngri þá var maður einhvern veginn stressaður í skólanum eða ef að það var eitthvað sem var að valda manni kvíða þá fannst mér eins og að ef ég gæti bara verið ótrúlega grönn, ef ég gæti stjórnað líkama mínum fullkomlega, þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Svona: Ókei, það er allt í messi en ég er allavega grönn.“ Það sem gerist svo hálfu ári eftir að Dóra Júlía útskrifast úr menntaskóla er að foreldrar hennar skilja. „Það var svona eins og gengur og gerist, mikil átök sem fylgdu því og dálítið bara svona brotið heimili. Það eru alls konar hlutir í gangi, maður veit ekki alveg hvað mann langar að gera við lífið sitt, alls konar svona, og þá svona hægt og rólega einhvern veginn byrjaði þessi þráhyggja að koma aftur og miklu, miklu verri. Þá svona hægt og rólega fór ég bara að kasta upp öllu sem ég borðaði.“ Dóra segist ekki vita almennilega hvernig þetta byrjaði aftur. Þetta gerist bara. „Áður en ég veit af er ég alltaf með tannbursta í veskinu mínu og búin að hugsa fyrir því: Ókei, ég ætla bara að fá mér hálfa pizzusneið á eftir í þessu boði. Svo missir maður sig og þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp.“Nánar var rætt við Dóru Júlíu í Íslandi í dag fyrr í kvöld en þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Einnig er rætt við Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, sálfræðing, um átraskanir.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira