Hagnaður TM dregst verulega saman vegna óveðurs Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2015 17:20 Sigurður Viðarsson segir fjárfestingatekjur hafa verið umfram væntingar. vísir/stefán „Hagnaður félagsins dregst verulega saman milli ára og skýrist það fyrst og fremst af mikilli hækkun á tjónakostnaði. Veturinn hefur verið einstaklega tjónaþungur, aðallega vegna tíðra óveðra. Fjárfestingatekjur voru á hinn bóginn vel umfram væntingar og vega að einhverju leyti upp tapið af vátryggingastarfseminni,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, um rekstrarafkomu fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi. Hagnaður félagsins dróst verulega saman á milli ára. Heildarhagnaður á fyrsta fjórðungi í ár var 72 milljónir króna en var 700 milljónir í fyrra. Tekjur af fjárfestingum námu tæplega 900 milljónum króna. Bæði innlend og erlend skráð hlutabréf hækkuðu töluvert í verði á fjórðungnum. Afkoma af skuldabréfum var hins vegar undir væntingum sem skýrist af slakri ávöxtun ríkisskuldabréfa. Óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkuðu nokkuð á fyrsta ársfjórðungi, en þau vógu þungt í eignasafni félagsins í upphafi árs. Þrátt fyrir það varð 0,5% jákvæð ávöxtun af rikisskuldabréfaeign félagsins á fjórðungnum. Rúmlega 500 milljóna króna tap af vátryggingastarfssemi skýrist meðal annars af mikilli aukningu í fjölda eigna- og ökutækjatjóna þar sem slæmt tíðarfar skiptir mestu. Fjórðungurinn hefur verið bæði illviðra- og úrkomusamur með þeim afleiðingum að margföldun hefur orðið í fjölda mála tengdum erfiðum akstursskilyrðum, foki og óveðri. Í afkomutilkynningunni segir að tjón af völdum foks og óveðurs hafi verið tæplega 300 á fyrsta fjórðungi ársins 2015 en aðeins 2 á sama tíma í fyrra. Afkoma ábyrgðar- og slysatrygginga var einnig neikvæð og undir væntingum. Aðeins tveir greinaflokkar vátrygginga, sjó- og líftryggingar, skila hagnaði. Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar eru þessar:Heildarhagnaður var 72 m.kr. og hagnaður á hlut var 0,1 kr. (1F 2014: 700 m.kr. og 0,92 kr.)Hagnaður fyrir skatta var 22 m.kr. (1F 2014: 728 m.kr.)Framlegð af vátryggingastarfsemi var neikvæð um 756 m.kr. (1F 2014: jákvæð um 39 m.kr.)Tap af vátryggingastarfsemi var 542 m.kr. (1F 2014: hagnaður var 72 m.kr.)Fjárfestingatekjur voru 872 m.kr. (1F 2014: 758 m.kr.)Samsett hlutfall var 126% (1F 2014: 99%)Eigin iðgjöld jukust um 11% á milli áraEigin tjón hækkuðu um 55% á milli áraRekstrarkostnaður hækkaði um 3,2% milli áraEiginfjárhlutfall var í lok tímabilsins 28,2%Arðsemi eigin fjár var 2,5% eftir skatta (1F 2014: 22,9%)Handbært fé frá rekstri var 766 m.kr (1F 2014: 974 m.kr) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
„Hagnaður félagsins dregst verulega saman milli ára og skýrist það fyrst og fremst af mikilli hækkun á tjónakostnaði. Veturinn hefur verið einstaklega tjónaþungur, aðallega vegna tíðra óveðra. Fjárfestingatekjur voru á hinn bóginn vel umfram væntingar og vega að einhverju leyti upp tapið af vátryggingastarfseminni,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, um rekstrarafkomu fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi. Hagnaður félagsins dróst verulega saman á milli ára. Heildarhagnaður á fyrsta fjórðungi í ár var 72 milljónir króna en var 700 milljónir í fyrra. Tekjur af fjárfestingum námu tæplega 900 milljónum króna. Bæði innlend og erlend skráð hlutabréf hækkuðu töluvert í verði á fjórðungnum. Afkoma af skuldabréfum var hins vegar undir væntingum sem skýrist af slakri ávöxtun ríkisskuldabréfa. Óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkuðu nokkuð á fyrsta ársfjórðungi, en þau vógu þungt í eignasafni félagsins í upphafi árs. Þrátt fyrir það varð 0,5% jákvæð ávöxtun af rikisskuldabréfaeign félagsins á fjórðungnum. Rúmlega 500 milljóna króna tap af vátryggingastarfssemi skýrist meðal annars af mikilli aukningu í fjölda eigna- og ökutækjatjóna þar sem slæmt tíðarfar skiptir mestu. Fjórðungurinn hefur verið bæði illviðra- og úrkomusamur með þeim afleiðingum að margföldun hefur orðið í fjölda mála tengdum erfiðum akstursskilyrðum, foki og óveðri. Í afkomutilkynningunni segir að tjón af völdum foks og óveðurs hafi verið tæplega 300 á fyrsta fjórðungi ársins 2015 en aðeins 2 á sama tíma í fyrra. Afkoma ábyrgðar- og slysatrygginga var einnig neikvæð og undir væntingum. Aðeins tveir greinaflokkar vátrygginga, sjó- og líftryggingar, skila hagnaði. Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar eru þessar:Heildarhagnaður var 72 m.kr. og hagnaður á hlut var 0,1 kr. (1F 2014: 700 m.kr. og 0,92 kr.)Hagnaður fyrir skatta var 22 m.kr. (1F 2014: 728 m.kr.)Framlegð af vátryggingastarfsemi var neikvæð um 756 m.kr. (1F 2014: jákvæð um 39 m.kr.)Tap af vátryggingastarfsemi var 542 m.kr. (1F 2014: hagnaður var 72 m.kr.)Fjárfestingatekjur voru 872 m.kr. (1F 2014: 758 m.kr.)Samsett hlutfall var 126% (1F 2014: 99%)Eigin iðgjöld jukust um 11% á milli áraEigin tjón hækkuðu um 55% á milli áraRekstrarkostnaður hækkaði um 3,2% milli áraEiginfjárhlutfall var í lok tímabilsins 28,2%Arðsemi eigin fjár var 2,5% eftir skatta (1F 2014: 22,9%)Handbært fé frá rekstri var 766 m.kr (1F 2014: 974 m.kr)
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent