Innlent

Gekk í gegnum einn alræmdasta hluta Everest

Samúel Karl Ólason skrifar
Ingólfur Axelsson steig í fyrsta sinn fæti á Everest fjallið.
Ingólfur Axelsson steig í fyrsta sinn fæti á Everest fjallið. Vísir/AFP/Axel Bragi
„Hópurinn sem ég labbaði með i dag er stórkostlegur. Samvinna og heragi þegar þarf á að halda en mjög létt yfir öllum þess a milli.“ Þetta skrifar Ingólfur Axelsson á Facebooksíðu sína, en hann fór í fyrsta sinn í Camp 1 á Everest, hæsta fjalli heims. „Það eru dagar eins og þessi sem ég sofna með glott á andliti og gleði i hjarta vitandi að ég hef valið mér rétta leið.“

Ingólfur reyndi við Everest í fyrra en þurfti frá að hverfa eftir snjóflóðið um páskana í fyrra. Fjöldi sjerpa lét lífið í snjóflóðinu.

Sjá einnig: Ingólfur á leið af Everestfjalli.



Hann segir að það hafi tekið um sex tíma að ganga til Camp 1 og til baka. Ingólfur gekk í gegnum Khumbu Icefall, en það er talin ein hættulegasta leiðin upp á fjallið.

„Ég er mjög ánægður með leiðina ì gegnum ìsfallið og það er mikill léttir að vera búinn að sjá og fara þar i gegn. Það er góð tilfinning að geta sagt fjölskyldunni að það sé ekkert að óttast ì ìsfallinu þetta árið.“

Ég vaknaði stressaður 4:20 í morgun, (piss i flosku check) það er komið að því ég er að fara labba ì gegnum alræmdasta...

Posted by Ingolfur Axelsson on Wednesday, April 22, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×