Innlent

Götum lokað vegna Víðavangshlaups ÍR á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta er í hundraðasta skipti sem Víðavangshlaup ÍR er haldið.
Þetta er í hundraðasta skipti sem Víðavangshlaup ÍR er haldið. Mynd/Lögregla.is
Fjölda gatna verður lokað í miðborg Reyjkjavíkur vegna Víðavangshlaups ÍR sem fram fer á morgun, sumardaginn fyrsta.

Hlaupið hefst klukkan 12 frá Tryggvagötu og munu starfsmenn hlaupsins vakta helstu staði.

Í frétt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins segir að vegna hlaupsins verði umferð takmörkuð í tilteknum götum. Lokanir má sjá á kortinu að ofan. „Við biðjum ökumenn um að sýna hlaupurum tillitssemi og haga ferðum sínum í samræmi við lokanir.“

Þetta er í hundraðasta skipti sem Víðavangshlaup ÍR er haldið.


Tengdar fréttir

Aníta getur unnið í þriðja sinn í hundraðasta Víðavangshlaupi ÍR-inga

ÍR-ingar halda upp á mikil tímamót í miðbænum á morgun, sumardaginn fyrsta, þegar Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundraðasta skiptið. Engin önnur íþróttakeppni hefur farið fram samfellt í svo langan tíma hér á landi en fyrsta hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1916 og síðan hefur ekki fallið úr hlaup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×